Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 36
Hendurnar... Frh. af bis 15 skammlífi. Því fleiri og dýpri sem hrukkurnar eru, því heit- ari eru ástríðurnar. Þverlína á vöðvunum merkir að einhver varnar viðkomanda hamingju í ástamálum. Júpitervöðvinn. Eðlilega þroskaður Júpiter- vöðvi merkir metorðagirni, heiðarleika, trúrækni, ást á náttúrunni og gott skap. Sá, sem hefur eðlilega þroskaðan Júpitervöðva, hefur marga góða eiginleika, honum vegnar vel í lífinu og giftist aðeins þeim, sem hann .elskar, og hjónabandið verður hamingju- samt. Fólk með mikinn Júpi- tervöðva verður í mörgum til- fellum sköllótt. Ef vöðvinn er óeðlilega þroskaður, merkir það dramb, sjálfsálit og hjá- trú. Ef vöðvinn sést alls ekki, ■ber hann vitni um minnimátt- arkennd, tilfinningaleysi og sjálfselsku. Hrukkulaus vöðvi •merkir hamingju, rólegt og þægilegt líf. Bein lína án nokk- urra greina merkir velgengni, hrukkur bera vitni um metn- aðargirni, sem leiðir til vel- gengni. Satúrnusarvöðvinn. Óeðlilega þroskaður Satúrn- usarvöðvi ber vitni um angur- værð, innhverfa skapgerð, meinlæti, samvizkukvalir og oft tilhneigingu til sjálfsmorðs. Ef hann sést ekki, verður líf viðkomanda gleðisnautt. Eðli- lega þroskaður vöðvi merkir að eigandinn er mjög mótfall- inn hjónabandi, en hefur ríka þolinmæði og iðni til að bera. Oft merkir hann líka mikla spilaástríðu. Ef vöðvinn er sléttur og þykkur, verður lífið rólegt og tilbreytingalítið, hvorki sérstaklega hamingju- eða óhamingjuríkt. Ein, bein lína á vöðvanum boðar mikla gæfu, margar línur aftur á móti ógæfu. Sólvöðvinn. Eðlilega þroskaður sólvöðvi ber vitni um gáfur, bók- mennta- og listaskyn, fegurð- ardýrkun og stundum snilli- gáfu. Sálarþroski, hjartagæzka og umburðarlyndi eru eigin- leikar, sem fólk með eðlilega þroskaðan sólvöðva, hefur ætíð til brunns að bera. Óeðlilega þroskaður vöðvi merkir pen- ingagræðgi ásamt eyðslusemi, 36 FÁLKINN þrá eftir frægð.og hviklyndi. Sjáist vöðvinn ekki, ber eig- andinn ekkert skýnbragð á göfugar hugsjónir. Sléttur vöðvi merkir innri ánægju, ró- legt líf án mikilla viðburða eða frægðar. Ein lína á vöðv- anum merkir hæfileika og samræmi, tvær línur í kross merkja gáfur, sem oft fá ekki að njóta sín. Merkúrvöðvinn. Eðlilega þroskaður Merkúr- vöðvi merkir vizku og dálæti á vísindum, hæfileika til and-. legar sköpunar, mælsku, verzl- unarvit, orðheppni, snarræði og fyndni. Óeðlilega þroskað- ur vöðvi merkir ósannsögli, lævísi, hvinsku, óskammfeilni og heimskulega heimtufrekju. Ef vöðvinn sést ekki, skortir viðkomandi alla góða eigin- leika. Sléttur og þykkur vöðvi ber vitni um gáfur og skarp- skyggni. Ein eða tvær línur merkja, að í lífinu skiptist á skin og skúrir. Djúpar línur merkja hvinsku. Marzvöðvinn. Eðlilegur þroski , Marzvöða ber vott um kjark, dirfsku á hættustund, hæfileika til að taka ákvarðanir, þolinmæði, geðstillingu og skapgerðar- styrk. Óeðlilega þroskaður vöðvi merkir hörku, bráð- lyndi, óréttvísi, áfergju þrætu- girni, grimmd, hefnigirni. Ef vöðvinn sést ekki, skortir við- komanda sjálfstraust. Ef vöðv- inn er sléttur, er viðkomandi djarfur og stöðuglyndur, djúp- ar línur bera vott um ákaf- lyndi. Mánavöðvinn. Eðlilega þroskaður mána- vöðvi ber vott um skírlífi, hóg- værð, fjörugt ímyndunarafl, getspeki og tilhneigingu til til- finningasýki og draumóra. Sé hann sléttur, ber hann vott um rólega skapgerð, en sé hann hrukkóttur, taugaveiklun, duttlungasemi og óráðþægni. Óeðlilega þroskaður vöðvi merkir angurværð, ástæðu- lausa örvæntingu, ófullnægð- ar þrár og hjátrú. Ef vöðvinn sést ekki, er það merki um skort á ímyndunarafli, skyn- bragði á skáldskap og tiltrú. ÚR LÍNUNUM LESIÐ ÞÉR ÖRLÖGIN. Lífslínan. Því lengri og greinilegri sem lífslínan er, því meiri hlunn- indi færir lífið yður: góða lyndiseinkunn, heilbrigði og langlífi. Ef hún er mjög stutt, lifið þér áreiðanlega ekki lengi. Sé línan slitrótt í báð- um höndum, merkir það sjúk- dóm, sem dregur til dauða. Hafi línan greinar, sem liggja að höfuðlínunni, merkir það heiður og auðævi, greinar, sem liggja niður á við, heilsu- og peningaleysi. Ef lífslínan er tvöföld, ber hún vott um auð- sæld og langt og gæfuríkt líf. Djúpur og greinilegur depill á línunni boðar skyndilegan og voveiflegan dauða. Örlagalínan. Ef línan byrjar við úlnlið- inn og liggur beint niður í átt- ina að Satúrnusarvöðvanum, boðar hún heppni og fyrir- hafnarlitla velgengni. Ef hún liggur í áttina að Júpitervöðv- anum, lætur viðkomandi mest stjórnast af metnaðargirni sinni. Ef línan slitnar við hjartalínuna, táknar það ást- arsorg, slitni hún við höfuðlín- una, boðar hún óskynsamleg viðskipti eða tap vegna mis- taka. Nái hún niður að Satúrn- usarvöðvanum, táknar hún hæfileika til landbúnaðar- starfa, nái hún niður að mars- berginu, táknar það bráðlyndi, drottnunargirni og yfirgangs- semi. Hjartalínan. Því greinilegri og reglulegri sem hjartalínan er, því göfugri og hjálpfúsari er eigandi hand- arinnar. Djúp, rauð lína, tákn- ar örar og ofsafullar tilfinn- ingar, en einnig tryggð. Sé lín- an föl og breið, táknar hún veikleika, sem stafar af gjálífi og skorti á siðgæði. Sé línan stutt, er viðkomandi ágeng persóna. Ef línuna vantar, er viðkomandi tilfinningalaus, sjálfselskufullur og efagjarn, vanti línuna í aðra höndina, táknar það hjartasjúkdóm og skammlífi. Líkist hjartalínan keðju, ber hún vott um hverf- lyndi og undirferli í ást og vináttu, sé hún klofin, er við- komandi angistar- og áhyggju- fullur. Liggi línan yfir Merk- úrvöðvann, er eigandi handar- innar gæddur ótvíræðum leik- hæfileikum. Höfuðlínan. Ef línan er löng, jöfn og vel löguð, ber hún vitni um heil- brigða og skarpa dómgreind, gáfur, sjálfstraust og vilja- festu.Nái línan niður að Mána- vöðvanum, liggur viðkomanda einhvern tíma við drukknun. Hvítir og rauðir blettir á höf- uðlínunni tákna að viðkom- andi er haldinn morðfýsn. Vanti linuna, eða falli hún saman við líflínuna, er það versta táknið, sem unnt er að sjá í lófa, viðkomanda mis- tekst allt, sem hann gerir. Heilsulínan. Byrji línan í námunda við lífslínuna, er það merki um hreint blóð, hreysti, gott minni og hreina samvizku. Slitrótt, dökk lína, táknar ákaflyndi og gallsýki. Sé hún slitin á mörg- um stöðum, sýnir hún að mag- inn er langt frá því að vera í lagi. Kross á línunni merkir einnig veikindi. Sé heilsulínan tvöföld, er eigandi handarinn- ar ástríðufullur í ástum. Sóllínan. Ef sóllínan er greinileg og opin að sólvöðvanum, boðar hún frægð í bókmenntum eða listum, auð og viðurkenningu. Slitrótt eða þverskorin mei’k- ir hún hindranir, er öfund- sjúkt fólk leggur í götu manns. Vanti sóllínuna, hlotnast við- komanda aldrei frægð eða góð- ar stöður, hversu mikið, sem hann erfiðar. Hafi sóllínan margar hliðarlínur, ber hún vott um mikinn áhuga á list- um. Kvísllaga klofning boðar auðsæld. Armbandið. Innanvert á úlnliðnum er ein eða fleiri línur, er liggja eins og armband. Hver lína táknar þrjátíu æviár. Sá, sem hefur tvöfalt armband, á sem sagt kost á að lifa í sextíu ár eða um það bil. Þrjár skýrar línur eru nefndar „þrefalda töfrabandið" og tákna heil- brigði og langt og hamingju- ríkt líf. Sé armbandið stutt, getur það táknað ógæfu og fá- tækt. ★ Skattstofa í Vestur-Þýskalandi er skattstofa alveg eins og hér. Frá henni hafa komið ýmsar snjallar hugmyndir. Skatt- stofa þessi sendi nýlega 522 meðlimum ríkisþingsins stór- an rauðan blýant með þessari áskrift: — Gætið peninga skatt- borgaranna. Strikið yfir ó- nauðsynleg útgjöld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.