Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 21
Á litlu myndinni fyr- ir ofan fyrirsögn eru Tómas Zoega og Friðrik ' Sófusson í hlutverkum sínum. Á myndinni hér til hlið- ar eru Andrés Ind- riðason og Kristín Jónsdóttir sem Enar- us Montanus og unn- usta hans, Elisabeth. Á myndinni til vinstri hér að neðan: Ásdís Skúladóttir, Gunnar Jónsson, Kristín Jónsdóttir (fjölskyld- an að Eyvindarstöð- um) og loks Helgi Skúlason leikstjóri Á myndinni til hægri eru Stefán Benedikts- son, Helga Gunnars- dóttir, Andrés Ind- riðason og Gunnlaug- ur Baldursson (fjöl- skyldan að Brekku). bóndi, að nafni Jón. Hann býr að Ey- vindarstöðum og er gróinn að fyrning- um. Hans kona er Magnea. Eina dótt- ur barna eiga þessi sæmdarhjón, nefn- ist hún Elísabet og er unnusta Enarusar. Jón ríka leikur Gunnar Jónsson, Magneu leikur Ásdís Skúladóttir og heimasæt- una, sem er í festum, leikur Kristín Jónsdóttir. Ekki getur miðpunktur heims- ins verið embættismannslaus. Þar rík- ir fógeti, sem kallaður er Drési. ,,Fanen gale mig; han er sku slet ingen íslands- mand.“ Um fógetamynd þessa má segja, að margur heíur nafn en litla rentu. Fógetinn er leikinn af Tómasi Zoéga. Auk þessara persóna eru þeir Árni for- maður á kóngsskipi og Níels fangi á Bessastöðum. Þeir eu leiknir af Jóhanni Guðmundssyni og Herði Filippussyni. Helgi Skúlason stjórnar leikritinu, og æfir þetta gáskafulla unga fólk, sem hér stígur sín fyrstu spor á leiksviði. ★ Enginn vafi leikur á því, að þegar leikurinn verður frumsýndur, mun margur góða skemmtun þar af hljóta. Ekki mun skorta fjör og æskugleði í leik þessa unga fólks, enda þótt fáir séu leikarar í fyrsta sinn, þegar þeir koma fram á sviði. Menntaskólanemar eiga þakkir skilið, fyrir að hafa ár eftir ár uppfært á leiksviði gamla og sígilda leiki, enda þótt sumir þeirra hafi verið leiknir hér áður. Auk þessa leiks sýna menntlingur annan leik í ár, Útilegu- mennina eftir Matthías Jochumsson. Má því segja, að þessir ungu leiklistarunn- endur láti ekki endasleppt við gyðjuna, Thalíu. Við viljum nú gefa sjálfri Thalíu orðið eða láta hana mæla þeim orðum, sem Jón A. Hjaltalín, lagði henni í munn: „Gætið þess, gestur ég er, gjör- ið ei ofhraða dóma, áfátt þótt allmargt sé.“ En orð þessi eru kafli úr ávarpi Thalíu, sem verða flutt á undan leiknum um höfðingjann frá Brekku. ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.