Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 11
VELVAKANDI GÖMUL KONA skrifar mér langt bréf, sem hér fer á eftir, nokkuð stytt: ,,Ég er nú orðin fullorðin og fótafúin. Samt verð ég að kjaga þetta allar mínar ferð- ir, því eins og kunnugt er, veitir maður sér ekki þann munað, af ellistyrknum, að ferðast um í lúxusstrætó. En ég verð fijótt lúin á kjaginu, og þá þykir mér gott að tylla mér á bekkina, sem settir hafa verið upp á almannafæri. Um dag- inn, þegar ég var orðin uppgefin, ætlaði ég að setjast á bekk í Vesturbænum, en þegar ég gáði að, var þessi líka flennu- stóri hráki á bekknum. Auðvitað hætti ég við að setjast, en varð að halda áfram göngu minni og ætlaði varla að ná heim. Nú vil ég spyrja, hvort ekki sé bannað að hrækja út úr sér óþverranum á bekki, sem lúnu fólki er ætlað að hvílast á. Ég get svo sem vel ímyndað mér, að ein- hver spjátrungurinn hafi gert þetta af kvikindisskap sínum, og væri það alveg eftir hugarfari fólks nú á dögum.“ Ég er alveg sammála konunni um það, að það er sóðalegt að skyrpa og hrækja út úr sér í allar áttir. Sem betur fer hefur það minnkað mjög hin síðari ár, og ber það fyrst og fremst að þakka, að uppítaka hefur dáið út að mestu leyti. Það er náttúrulega ekki betra með nef- tóbakskarlana, því þeir eiga það marg- ir til að snýta sér í puttana og rýkur þá óhroðinn út í loftið í allar áttir, og er ekki skemmtilegt að ganga eftir svo- leiðis goshver í roki, því þá rýkur og frussast framan í mann. Það er þó und- arlegast, að menn skuli ofurselja sig þannig nautninni, að þeir vilji til vinna að iðka annan eins sóðaskap, sem snýt- ingar og hrækingar eru. En hjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að mann- fólkið er fram úr hófi nautnasjúkt og veikt fyrir. Nægir þar að benda á áfeng- isnotkunina, sem sífellt er að aukast, svo mér er nær að halda, að fáir bindind- ismenn séu nú eftir nema ég og nokkr- ir aðrir. Hinir láta sér lynda að kaupa sér rándýrt brennivín og hella í sig, þótt þeir viti vel, að þeir verða að hreinum skepnum, þegar þeir hafa hellt í sig nægilega miklu af því. Þó maður tali nú ekki um sorgina, sem þeir baka sín- um nánustu með framferði sínu. Og öll- um borgurunum eru þeir til ama, þessir drukknu vesalingar, þegar þeir rangla um göturnar, bölvandi og ragnandi, hræðandi börn og gamalmenni. Bezt get A HORNINU ég trúað því, að fúlmennið, sem hrækti á bekkinn gömlu konunnar, hafi verið drukkinn, og hafi því þá ekki lengur nægt að geta hrækt á alla fósturjörðina, svo viðurstyggilegt sem það nú er, en þurft að níðast á mannvirkjunum líka. Læt ég svo útrætt um bréf gömlu kon- unnar. Enn þá fæ ég mörg bréf út af mjólkur- hyrnunum, sem svo mikið hafa verið á dagskrá. Sannarlega hefur Samsalan ver- ið of fljót á sér að taka upp þessar um- búðir, sem eru ábyggilega skref aftur á bak frá því, sem áður var. Húsmóðir ritar eftiri'arandi pistil, og er hreint ekki ánægð: ,,Ég get alls ekki skilið, til hvers þessar hyrnur hafa verið fundnar upp. Að minnsta kosti er ég orðin viss um það, að ekki er til þess ætlazt, að sú mjólk, sem í þeim er (hún nær sko alls ekki potti) sé drukkin. Nei, langt því frá. Þegar maður kaupir hyrnuna, hefur þegar lekið eitthvað úr henni. Á leiðinni heim lekur meira, ef maður kemst þá með hana alla leið heim, því ekki er til þess ætlazt, að hægt sé að ná á henni taki. í kring um, og inni í sjálfum mjólkurbúðunum, liggja sprungnar hyrnur eins og hráviði og mjólkin flóandi út um allt. En geti mað- ur komið ófétinu niður í skjóðuna, þá heldur hún áfram að leka þar, og sé skjóðan ekki vatnsþétt, þá seitlar úr henni og á skóna manns eða á kjólinn. Ekki svo gott, að maður geti fengið sér rabb við vinkonur, sem maður hittir við búðirnar, því ekki má tefja, ef nokk- uð á að vera eftir, þegar heim kemur. Jæja, þegar á að nota mjólkina, klipp- ir maður gat á hornið. Svo þegar á að hella í glas, kemur ekkert, fyrr en mað- ur ætlar að hætta við allt og lyfta hyrn- unni frá glasinu, en þá gubbar hún út Frh. á bls. 33. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.