Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 14
Lítið á hönd yðar! Vitið þér, að lagið á höndum yðar afhjúpar skapgerð yðar, seg- ir sannleikann um persónu yðar? Lítið á línurnar í lófa yðar. Þær lyfta hulunni af framtíðinni, tjá örlög yðar. Þær skýra frá ást, dauða, auðæfum, hamingju ... 14 FÁLKINN Listrœna handlagið. Listræna handlagið er næst fallegasta handlagið. Listræna handlagið má þekkja á löng- um, jafnbreiðum fingrum og hvössum fingurgómum. Það ber fyrst vitni um hégóma- girni, sjálfselsku, sérvizku, losta, kæruleysi og yfirdreps- skap. Eigandi slíkrar handar er sjaldan tryggur í ástamálum og vill ógjarnan láta fjötra sig í viðjar hjónabandsins, en hann getur lika verið vingjarn- legur og hjálpsamur. Þetta handlag skiptist í þrjá flokka eftir lófalaginu. Ef lófinn er stuttur, þykkur og breiður, ber hann vitni um þrá eftir auði, hamingju og frægð, læ- vísi og ímyndunarafli. Ef lóf- inn er af meðal stærð, ber hann vitni um fegurðarskyn, sérstaklega fyrir formi og lín- um. Ef lófinn er sérstaklega breiður og þéttur, ber hann vitni um holdsfýsn. Sameigin- leg einkenni þessara flokka er fjörugt ímyndunarafl, anda- gift,, hverflyndi og sérstakt ó- geð á að skipuleggja lifsbraut- ina. Þeir eru yfirborðskennd- ir, jafn fljótir til hryggðar og gleði. Handlag hinna hagkvœmu. Þegar fingurnir eru klemmd- ir saman, er höndin næstum jafn breið við fingurgómana og fingurræturnar. Höndin myndar næstum því ferhyrn- ing. Þetta handlag ber vitni -um skyldurækni, framsýni og athafnasemi. Eigandi slíkrar handar er gefinn fyrir skipu- lag ,en sneyddur ímyndunar- afli og hugkvæmni; hann er mjög skyldurækinn og sam- vizkusamur. Hann fer alltaf á fætur á sama tíma á morgn- ana og borðar á ákveðnum tíma. í stuttu máli, hann er ákaflega vanafastur. Allur dagurinn er vel skipulagður og aldrei farið eftir skyndileg- um hugdettum. Honum hentar vel skrifstofuvinna eða em- bættisþjónusta, en er ívið smá- munasamur. Þetta handlag er mjög algengt, en hvergi eins algengt og í Kína. Skynsemis handlagið. Fingurgómarnir eru breiðir, spaðalagaðir, eins og það er nefnt. Ef þumalfingurinn jafn- framt er stór, má lesa úr hönd yðar eftirfarandi skapgerðar- eiginleika, mikla ákveðni og sjálfsálit. Þér eruð vinnusam- ur og iðinn og leysið öll verk- efni af meðfæddri skynsemi yðar. En þér hrífist meira af því, sem lítur vel út á yfir- borðinu en því, sem í raun og veru er mikilsvert. Þér viljið helzt stunda útivinnu, t. d. hentar sjómennska og veiðar yður vel. Þér eruð skylduræk- inn og hjónabandið er yður OKKUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.