Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 8
Sveinn Sæmundsson skrifar hér fyrir FÁLKANN lífssögu merkishjóna úr Hafnar- firði, sem bæði eru í hópi elztu Ijós- myndara hérlendis. Greinin birtist í tveimur hlutum. Þau heita Herdís Guðmundsdóttir og Guðbjartur Ásgeirs- son og þau eiga heima við Lækjargötu í Hafnarfirði. Hún er Borgfirðingur, hann frá ísafirði og þau kynntust í síldinni fyrir norðan, þegar hún var sautján ára, og giftust sólbjartan maídag árið 1916. Þau hafa eignazt ellefu börn og alið upp fósturbörn að auki. Vinirnir, sem eru margir, kalla þau Dísu og Bjart. Ég þekki engan, sem ekki er vel við þau og þykir gaman að koma til þeirra. Þau eru sannkallað heiðursfólk. Bjartur hefur alla tíð stundað sjóinn. Hann var fyrst á opnum skipum og á skútum, og svo áratugi á togurum. Hann var matsveinn á Surprise, Ver, Garðari og líka mörgum öðr- um togurum, en fyrir fjórtán árum fór hann til Eimskip, og er nú matsveinn á Fjallfossi. Vel af sér vikið af rúmlega sjötíu ára ungum manni! En það er nokkuð, sem er óvenjulegt um Bjart. Hann hef- ur tekið myndir í hálfa öld. Það var árið 1911, að hann fékk sína fyrstu myndavél, og í þá daga var' ekki hægt að hlaupa til Hans Petersen eða Böðvars í Bókabúðinni til þess að kuapa filmur. Þær voru hreinlega ekki til. Ef mynd átti að taka, varð að útbúa plötu, smyrja hana með sérstökum efnum og setja hana í myndavélina. Allt þetta gerði Bjartur þar sem hann var þá við vinnu sína, nefnilega í eldhúsi á togara úti á rúmsjó. Og hann lét sér ekki nægja að taka myndirnar, heldur framkallaði filmurnar og bjó til myndirnar um borð. Mest fór þetta fram að nóttunni, því fátt var frístunda á daginn. Margar góðir myndir eru til eftir Guðbjart frá þessum árum. Hann tók myndir, heilar seríur allt frá því skipið lagði frá bryggju, meðan verið var á veiðum og þar til það kom aftur að landi, og þessar myndir lýsa vel lífinu um borð á þessum árum, Aðeins einn þátt vantar: þátt mat- sveinsins, sem tók allar myndirnar. Margir muna eflaust eftir myndum af íslenzkum skipum, sem um og eftir 1930 komu í sígarettupökkum og sem ungir og gamlir söfnuðu af miklum áhuga. Flestar myndirnar af togurunum voru eftir Guðbjart. Tekn- ar til þess án hans vitundar, og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Margar snjallar sögur kunna skipsfélagar Guðbjarts af ljósmyndun hans við hin erfiðu skilyrði til sjós. Hann lét fátt aftra sér við myndatökurnar, og þar sem maðurinn er fullhugi lét hann sér fátt fyrir brjósti brenna, ef tækifæri til að ná góðri ljósmynd var annars vegar. Eftir því sem árin liðu, fór að fara orð af Guðbjarti sem færum ljósmyndara og það ekki að ástæðulausu, því að hann hafði með sjálfsnámi og lestri erlendra ljósmyndatímarita aflað sér víðtækrar þekkingar á grundvallargerð ljósmynd- arinnar. Þegar fram í sótti, komu kunningjarnir með filmur og báðu hann að framkalla fyrir sig, og eitt vorið, sem hann var í landi, meðan verið var að búa skipið á síld, vann hann að þessu og setti upp frumstætt framköllunarherbergi heima á Lækjargötu 12 í Hafnarfirði. Þó að ekki væri teknir nema fimm aurar fyrir myndina, var þetta góð búbót barnmörgu heimili, og hann hafði orð á því við Herdísi, að slæmt væri að þetta legðist niður er hann nú færi á síld. Herdís skildi hálfkveðna vísu og sama dag og bóndi hennar sigldi til síldveiða við Norðurland, framkallaði hún fyrstu filmuna og bjó til myndirnar. Síðan eru þrjátíu ár. Eins og lítillega er getið um í upphafi þessa máls, kynnt- ust þau Herdís og Guðbjartur fyrir norðan. Hún fór fyrst í síldarsöltun 16 ára gömul, þá til Siglufjarðar. Sumarið eftir var hún á Svalbarðseyri, ætlaði í síld, en var í þess stað stofustúlka hjá norskum hjónum, sem voru þar sumar- langt, og fékk sama kaup og í síldinni. Þau buðu Herdísi með sér til Noregs, og hún var ákveðin að fara, en margt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.