Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 10

Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 10
Vergie dró hvíta tjaldið til hliðar og renndi handsnyrtiborðinu inn í hornið. — Góðan daginn, sagði hún fljótmælt. Mér finnst mjög leitt að þér skylduð þurfa að bíða, en þér áttuð að koma klukkan fjögur, var það ekki? Frú Summers, sem aldrei tók tillit til umsamins tíma, svaraði ekki strax. Hún sat brosandi fyrir framan spegilinn og virti sjálfa sig fyrir sér dreymin á svip. — Klukkan hálffjögur? sagði hún loksins. Getur það verið. Satt að segja get ég ekki munað svona lagað. Hún brosti leyndardómsfullt og hélt áfram í hálfum hljóðum: — Jú, ég veit ósköp vel, að þér mynduð vilja að einhver önnur snyrti á mér neglurnar á meðan á hárgreiðslunni stæði, en ég sagði ungfrú Estelle. að ég vildi enga nema yður; ég hef verið reglulega ánægð með handaverk yðar nú upp á síðkastið. — Þetta var fallega sagt af yður, sagði Vergie, en lét ekki blekkjast af smjaðrinu. Hún var næstum viss um, að frú Summers var alls ekki eins létt- úðug og kærulaus og hún vildi vera láta. Frú Summers hafði áreiðanlega eitthvað á prjónunum. Það var eitthvað sem hún vildi. Hún vill áreiðanlega vita allt sem ég veit. Hjartað barðist í brjósti Vergie. Hún strauk einn rauðleita lokkinn, sem hefði verið Ijós, hefði hann ekki verið litaður. — Mikið er hárið á yður fallegt núna . . . reglulega yndislegt. Augu við- skiptavinarins og snyrtidömunnar mætt- ust í speglinum. Köttur og mús! Vergie fannst höfuð sitt vera að springa af hugsununni. Hún sá fyrir sér kött hefja sig til stökks og músina flýja úr einum stað í annan. En hvor þeirra var kött- urinn og hvor músin? — Mig hefur oft langað til þess að spyrja yður hvaða skolvatn þér notið, sagði Vergie, er hún fyllti könnuna með volgu vatni. — Eg . . ég meina, hafið þér alltaf haft rauðleitt hár . . líka, er þér voruð ung? — Rauðleitt hár? Ég hef látið lita hár mitt ýmsum litum. Frú Summers hló lágt — eins og að sjálfri sér. Ef til vill að mér, hugsaði Vergie. Hún veit hvað ég heid. Nei, það er annars ómögulegt. Þá myndi hún alls ekki þora að koma hingað í dag. Ég hef tromp á hendinni — ef ég aðeins vissi hvernig ég á að spila því út. Vergievissi, að hún yrði að ganga til verks með ýtrustu varkárni. Eitt víxl- spor gat kostað hana stöðuna. Hún kom nú með volga vatnið, settist, kveikti á litla lampanum og breiddi úr handklæði á hnjám hennar. Hún var há og grönn, líklega um þrítugt, dökk augu, allt of stórt nef og beina höku, en ungfrú Est- ella hafði hirt húð hennar svo vel, að hún var skínandi fögur. með löng augna- lok, munn og hár, sem skein sem lýsi- gull. — Það sama og venjulega?, spurði Vergie um leið og hún vætti tusku og hóf að nudda lakkið af breiðum. ávöl- um nöglunum. Tveir stórir demants- hringar á hönd frú Summers glitruðu í ljósi frá lampanum. Þessi þarna . . þessi demantur, sem minni steinar voru lagð- ir kringum, — gátu þetta ekki verið sömu steinarnir, þeim var aðeins raðað öðruvísi saman? Hvaða vitleysa! Mamma hafði aldrei átt demanta, sem voru svona stórir. Og þó hafði vaknað grunur, sem smátt og smátt hafði vaxið, þar til dag nokk- urn, er frú Summers sagði: — Vergie! Það er skrítið nafn. Ég þekkti einu sinni einhverja, sem hét Vergie. — Einmitt það. Hvar var það? — Það er langt um liðið. Þessi Vergie, sem ég þekkti var lítil stúlka. Stuttu síðar spurði frú Summers: — Hvert er ættarnafn yðar? — Hanson! Vergie Hanson. Og þá — Vergie hefði getað svarið, að þessi styrka hönd, sem hún var með í lófanum, stífnaði eins og hún hefði fengið krampa. Æ, er ég ef til vill orð- in hálf geðbiluð að ímynda mér þetta allt saman! Ég ætla að bíða og ef hún fitjar upp á þessu umræðuefni í dag, ef hún skyldi spyrja mig um Rósu frænku, þá veit ég allt saman. Og ef ég hef rétt fyrir mér Stúlkurnar hjá fyrirtækinu höfðu oft rætt um frú Summers og voru allar á einu máli um það, að eitthvað væri leyndardómsfullt við hana. Þær gátu sér til, að hún væri um fimmtugt. Hún samsvaraði sér vel, ekki of feit og kom ágætlega fyrir. Stundum var eins og dálítill hreimur væri í rödd hennar og hlátur hennar var stundum dálítið ruddalegur Áður en hún valdi sér Vergie sem handsnyrtidömu, hafði hún sagt hin- um stúlkunum, að þrisvar sinnum hefði hún verið gift og hefði farið víða. Hún hafði átt hús á Riviera-ströndinni, sem hún varð að flýja í byrjun stríðsins. — Ég gat ekkert tekið með mér nema það, sem ég var í, hafði hún sagt. Seinna frétti ég að allt hefði verið eyðilagt. Allar eignir mínar. hlutir, sem ég hafði átt og geymt árum saman . . . Nú bjó hún á dýru hóteli í nánd við Madison Avenue — hún hafði þar nokk- ur herbergi. Dálitlar svalir voru fyrir framan stofuna hennar og þar stóðu mörg fögur blóm. en annað vissi fólk ekki um hana. Þurrkurnar suðuðu, konui’nar töluðu saman og allt gekk sinn vanagang. En þá sprakk blaðran allt í einu. — Vergie, sagði frú Summers, mund- uð þér eftir að taka myndina með yður? Vergie hrökk við — Jú, jú . . Hún er í töskunni minni. Viljið þér bíða augnablik og þá skal ég . .. — Það liggur ekkert á, sagði frú Summers. Síðast sögðuð þér mér frá . . — Rósu frænku, sagði Vergie og fann hvernig svitinn spratt fram á enninu. [lilWlllllll m FALKINN — Þér voruð einmitt að segja mér hve fögur hún var. — Jú, jú, en eins og ég sagði yður, á ég erfitt með að muna útlit hennar lengur, því að ég var aðeins tíu ára. Það var. er við bjuggum úti á Staten Island og þér vitið hvernig börn eru, Þau taka ekki eftir neinu, sem fram fer í kring- um þau, og svo birtist þeim allt í einu . . . Frú Summers kinkaði kolli. Vergie var önnum kafin að fást við naglalakk, vatn og þjalir, og hún hélt áfram: — Hún var gift Christ frænda og þetta sumar bjuggu þau hjá okkur með barn- ið sitt. Og nú skuluð þér heyra hvað gerðist. Það endaði víst alltaf með skelf- ingu . .. Það er víst áreiðanlegt. Chris var tíu árum eldri en hún og var mesti ruddi. Dag nokkurn yfirgaf hún hann og tók barnið með sér. Hún sagði. að hún myndi aldrei snúa til hans aftur, en mamma . . Hún tók þetta allt sam- an svo hátíðlega. Henni fannst þetta svo hræðilegt barnsins vegna og þeirra og hún fór og talaði við þau og fékk þau til þess að reyna aftur. Það var fallega gert af henni, sagði frú Summers og brosti tvíræðu brosi. — Já, það er rétt, sagði Vergie til sam- þykkis. Chris drakk svo mikið um þetta leyti og var rekinn og það var eins og fjölskylda mín kærði sig ekki um Rósu frænku. Þau sögðu, að hún væri . . . verksmiðjustúlka og útlendingur. Hún klæddist alltaf vel, lét taka myndir af sér og speglaði sig einhver ósköp. En ég held, að ástæðan til þess, að þau þoldu hana ekki hafi verið sú, að hún var svo fögur og engin okkar hinna . .. ég á við, að við vorum öll ósköp venjulegt fólk. Vergie roðnaði. — Það var svo sem ekkert heima, sem var verulega fallegt. Það var náttúrlega allt hreint og hvít- SMÁSAGA EFTIR LESTER ATWELL skúrað, þangað til hvergi sást arða. En mér fannst alltaf Rósa frænka vera dá- samleg kona. Hún var svo allt öðruvísi og í návist hennar skildi maður, að til er fegurð. Það er ef til vill þess vegna, sem ég byrjaði á þéssu — öll þessi smyrsl og ilmvötn. — Já, ég man að þér hafið sagt það, sagði frú Summers lágt. En svo við víkjum nú aftur að frænku yðar .. . Þér minntust eitthvað á demantshringa? — Já. Viljið þér setja hendina ofan í heita vatnið eitt augnablik . . . Jú, ég man að það var í júlímánuði og faðir minn var i siglingum. Hef ég sagt yður, að hann var bryti á norsku gufuskipi? Nú. en þann dag í dag ætlaði ég niður á baðströndina með fjölskyldu sem var neðar í götunni, og ég man, að um morg- uninn var Rósa frænka önnum kafin og bjó sjálfa sig og bai’nið. Hún ætlaði að heimsækja vinkonu sína í New Jersey. Þegar ég kom heim um kvöldið, var ég svo sólbrennd, að ég gat hvorki lyft höfð- inu né handleggjunum. Ég gekk upp tröppurnar. Við bjuggum á annarri hæð í einu af þessum fjölbýlishúsum og þeg- ar ég var komin upp, fannst mér, að allt væri eitthvað svo undarlegt. Engir aðrir en amma voru heima. Ég man, að ég stóð í eldhúsinu og hafði farið úr kjólnum og amma bar kalt te á brennd- an hrygginn á mér . . . Minningin var svo raunveruleg, að það var sem Vergie lifði þetta allt aftur. — Snúðu þér við, sagði amma. Ég skal bera þetta á öxlina á þér. — Hvar er mamma? spurði ég. — Nú skulum við láta þetta þorna og þá hverfur sársaukinn. — Eru Rósa frænka og barnið ekki komin aftur? spurði ég. — Nei. og ég ráðlegg þér að hafa sem minnst samneyti við hana. Farðu svo. Vergie fór aftur í kjólinn sinn, sett- ist við gluggann og horfði út. Hún hugs- aði um Rósu frænku og óskaði þess, að regndagarnir væru komnir aftur, en þá hafði hún svo oft setið með Rósu frænku inni í dagstofunni og þær spjölluðu sam- an og skoðuðu kvikmyndablöð. — Nei, Vergie, hafði Rósa frænka sagt, fegurðin er aðeins meðfædd, ekki tilbúnir lokkar og stútur á munninn. Sjáðu hérna, ennið og augun og kinn- arnar. Sérðu ekki, að þetta er eins og höggmynd? Það er ekki hægt að búa til fegurð. Henni stóð þetta ljóslifandi fyrir hugsskotsjónum. Rósa frænka hélt á- fram: — Sjáðu þennan gamla silfurofna samkvæmiskjól. Hann er hræðilegur, en þegar ég var í honum með stóran val- múavönd á öxlinni, rauða silkiskó og svarta sjalið mitt .. . Þegar Vergie kom inn í borðstofuna eftir þessar ánægjustundir með Rósu frænku og hafði horft á hana leggja á sér hárið á ýmsan hátt og bera á sig ýmis dásamleg ilmvötn, þá var hún dauðþreytt og kvaldist vegna andrúms- loftsins í boi'ðstofunni, viðbi’igðin voru mikil. Borðstofan var köld og leiðinleg. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.