Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Page 15

Fálkinn - 28.02.1962, Page 15
hafið dásamlegt líffæri innan í fallega höfðinu, líffæri, sem gerir ykkur kleift að hugsa? Ekki það, nei? Mér datt það í hug. En þetta líffæri heitir heili. Hvern- ig væri að gera smátilraun með hann? Ef til vill fæddist bara snotur hugsun innan undir púðrinu, ef þið legðuð reglu- lega mikið á ykkur. Ég veit, að til mik- ils er ætlazt, en þið eruð riú í mennta- skóla og ættuð að vera svolítið digrari til andans en meðalmennin á götunni. Mikið þætti mér fróðlegt að sjá þá breyt- ingu, sem yrði á daglegu lífi í skólanum, ef þið færuð að hugsa. Aumingja strákarnir yrðu auðvitað dálítið undrandi fyrst í stað, en smám saman hlytu þeir að venjast þessu og hætta að hlæja. Ef þið farið að hugsa fer ekki hjá því, að þið sjáið í hvert óefni komið er. Nú- verandi ástand er algjörlega óviðunandi. Karlpeningur skólans lítur á kvenþjóð- ina sem lítil og snotur dýr, afskaplega æskileg að vísu, en gersneydd öllum hæfileikum til að hugsa sjálfstætt. Þeir gapa af undrun, hrista hausinn eða brosa góðlátlega þegar einhver stúlkan opnar munninn eða mundar penna til annars en að glósa latínu. Ég lái þeim þetta alls ekki. Við höfum nefnilega hegðað okk- ur þannig, kæru kynsystur mínar, að full ástæða er til að hrista hausinn. Frá upphafi vega höfum við þjáðst af þeim ægilega komplex, að karlmenn séu okk- ur fremri. Við höfum aðeins gegnt hlut- verki ambáttarinnar og hins þögla að- dáanda, ekkert hefur verið okkur fjær skapi en að tileinka okkur eitthvað af forréttindum „æðri stéttarinnar11. Mann- kynssagan segir okkur, að vísu frá ör- fáum undantekningum, en þær konur hafa venjulega verið álitnar skrýtnar og óeðlilegar, að minnsta kosti af konum samtíðarinnar. Minnimáttarkenndin hef- ur legið á okkur eins og mara, þó við höfum náttúrlega aldrei viljað viður- kenna það. Nú kann einhver að segja: Er þetta ekki löngu úrelt? Er ekki konan í dag komin langt áleiðis til jafnréttis við karlmanninn? Maður skyldi ætla það. En það furðulega er, að við notum okk- ur alls ekki það jafnrétti, sem við gæt- um haft. Við hjökkum ennþá í sama plógfarinu og ömmur okkar á öldinni sem leið. Kvenþjóðin í þessum skóla er mjög gott dæmi um þennan gamaldags hugsunarhátt. Líf skólastúlkunnar 1961 miðast ein- göngu við það að ganga í augun á skóla- piltinum 1961. Það er þess vegna, sem hún kemur brunandi í skólann kl. 8 að morgni í fullum herklæðum og ræki- lega stríðsmáluð. Það er þess vegna, sem hún eyðir frímínútunum frammi fyrir spegli, greiðandi hár sitt og þekjandi litla snotra andlitið stórkostlegri máln- ingu. Það er þess vegna, sem hún forð- ast að tala gáfulega, hvað þá hugsa, því að slíkt telst ekki kvenlegt og þar af leiðandi ekki vænlegt til árangurs. Get- ur nokkur með góðri samvizku kallað þetta jafnrétti? Undirlægjuháttur kven- fólksins og meðfætt sjálfstraust karl- mannanna hjálpast að við að breikka það djúp, sem alltaf hefur verið á milli kynjanna og mun verða, á meðan óbreytt ástand varir. Enginn skyldi ætla, að ég sé á móti karlmönnum, þvert á móti finnst mér þeir dásamlegir, flestir hverjir. En þar fyrir þurfum við þó ekki að skríða í duftinu fyrir þeim, því þeir eru bara mannlegir, eins og við. Við verðum að gægjast út undan brekánshorninu, gera heiðarlega tilraun til að auðga andann og öðlast karlmannlegt sjálfstraust. Það þarf enginn að segja mér, að kvenfólk sé ekki gætt jafnmiklum gáfum og hæfi- leikum og karlmenn, við þurfum aðeins að brjóta af okkur margra alda ok. — Hvers vegna skyldum við endilega vera dæmdar til að tjóðrast við uppþvotta- bala og barnableyjur? Hvað réttlætir þá hefð, að konan vinni skítverkin á heim- ilinu? Við höfum fullan rétt á að njóta hæfileika okkar til jafns við karlmenn. Þetta skulum við hafa í huga og reyna að breyta samkvæmt því, en það getum við aðeins með því að hætta að tigna karlmenn, en líta fremur á þá sem fé- laga, sem unnt er að læra heilmikið af. Það er svo margt, sem gefur lífinu gildi, annað en falleg föt og strákar. Til dæmis er bæði skemmtilegt og nauð- synlegt að fylgjast eitthvað með stjórn- málum, vandamálum samtíðarinnar, bókmenntum, listum, heimspekikenning- um o. s. frv. Þegar þið farið að kynna ykkur þetta, hljótið þið að finna, hve innantómt og leiðinlegt hjal ykkar er. í menntastofnun eins og skólanum okk- ar á að ríkja andi menningar og vísdóms en ekki eingöngu ilmur ungra meyja, sem eru kannski eyðimerkur hið innra. Þar eiga ekki að fara fram kappræður um snyrtivörur og fatnað, heldur menn- ingarmál. Ó, konur, rísið upp! Megi ljós kvikna í hverju sálarskoti hverrar ungmeyjar, sem stígur inn um hinar Brúnu Dyr, megi hún þroskast jafnt, andlega sem líkamlega meðan á dvöl hennar hér stendur. Ég veit, að þessi mín hjáróma örvæntingaróp duga ekki til að, opna Framhald á bls. 36. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.