Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 16

Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 16
Ég hefi þekkt ungfrú Prins um margra ára skeið og fallið vel við hana frá fyrstu tíð. Ég hefi virt hana og — stundum — óttast hana en eiginlega hefur hún alltaf verið mér óráðin gáta. Það sem mest bar á í fari hennar, var réttlætiskennd. Hún virtist skilja það til fullkominnar hlítar, hvað var rétt og hvað var rangt. Skoðanir hennar í því efni, voru hreinar og beinar, en lausar við alla viðkvæmni, og fékk ekk- ert við þeim hróflað. Auk þess var hún mannvinur á skyn- samlegan hátt. Hún valdi þá vandlega, sem hún vildi hjálpa, og þægðist þeim síðar ríkulega. Þegar hún færði ein- hverjum gjöf, setti hún aðeins eitt skilyrði: Ef nafn hennar var svo mikið sem látið í veðri vaka, í sambandi við gjöfina, hjálpaði hún viðkomandi manni eða málefni aldrei framar. En hér kom einnig fleira til. Af til- viljun komst ég að því, hverjar tekjur hún hafði. Það voru að mestu leyti vextir. En faðir hennar hafði verið hug- vitsmaður, og því hafði hún jafnframt tekjur nokkrar af einkaleyfum hans. Hún lifði mjög óbrotnu lífi í norður- hverfi Lundúnaborgar og hafði roskna konu til að hjálpa sér með hússtörfin. Stundum leit helst út fyrir, að hún væri gjafmildari en efni hennar leyfðu. Það var ekki sízt í fyrrasumar, að upphæðir þær, er hún lét af hendi rakna, stigu nokkuð hátt. Það var hrein- asta hending, að mér gafst vitneskja um, hvaðan hún hafði fengið þetta fé. Pakker, þjónustustúlkan, sem ég minnt- ist á, er dálítið lausmál, þó hún sé ágæt- is kona, og sum atriðin hefi ég frá henni. Hitt geta allir lesið um í dagblöðunum. Uppi undir þaki í rólegu húsi í út- hverfi borgarinnar bjó ungfrú Igða. Einn fagran vormorgun bar svo til, að hún breiddi værðarvoð á eldhúsgólfið hjá sér, lagðist á hana og hallaði sínum hærukolli á kodda, sem hún lagði rétt hjá gásofninum. Því næst opnaði hún fyrir gasið. Húseigandinn, sem bjó á hæðinni fyrir neðan, tók eftir gaslykt- inni og gerði sér ferð upp, til að sjá hvað væri á seyði. En hann kom hálfri stundu of seint, til þess að fá nokkuð að gert. Vorið rann yfir í sumar og sumarið hvarf í þokusúld haustsins. Þá var það einn napran nóvemberdag, þegar annað ársfjórðungsgjald af skattinum var fall- ið til greiðslu, og ársvextirnir lágu enn í fjarri og óvissri framtíð, að herra Medlicott, sem bjó í nánd við Norður- Hringbrautina, hellti í sig fullu glasi af saltsýru og lézt undir næsta morgunn við óskapa þjáningar. Við nánari athugun kom í ljós, að herra Medlicott hafði yfirdrátt á reikn,- ingi sínum í bankanum og skuldheimtu- menn á hverju strái. Þriðja sjálfsmorðið var framið vorið eftir, og var allt annars eðlis. Ungfrú Merrant var smávaxin kona um sextugt. Klukkan sex um kvöldið, þegar farið var að húma, kleif hún upp 16 FÁLKINN á handrið brúar einnar, sem lá yfir dal- verpi í mikilli hæð. Það voru nær hundrað fet ofan á steyptan veginn fyr- ir neðan. En hún var bersýnilega kona, sem vildi vera alveg viss. Hún beið sem sé þangað til hún sá þungan vöru- bíl koma niður brekkuna með dráttar- vagn aftan í sér. Þá fannst henni rétta tækifærið og varpaði sér út í ljósvak- ann. Bílstjórinn sá líkama hennar bregða fyrir í loftinu, Hann steig á hvæsandi hemlana og gat stöðvað tröllið á fáein- um metrum. Síðan steig hann út úr stjórnklefanum, fölur eins og liðið lík. Andartak hélt hann að ímyndunaraflið hefði hlaupið með ,sig í gönur, en þá heyrði hann veikar stunur, einhvers staðar fyrir ofan sig. Og þegar hann leit upp, sá hann að ungfrú Merrant hafði lent á þaki bifreiðarinnar. Hún gat varla andað og ekki talað, að öðru leyti hafði hún ekki slasast. Þegar lögregluþjónninn gaf skýrslu sína, endaði hann með þessum orðum: — Jafnvel þótt ungfrú Merrant væri ekki auðug, og varla efnuð, átti hún þó fyrir skuldum, allt fram til loka síðastliðins árs. Hún hafði fastar tekjur af peningum, sem faðir hennar hafði lagt fyrir á nafn hennar, og auk þess dálitla upphæð í sparisjóðnum. Svo virðist sem hún hafi tekið þessa út á síðastliðnum þrem mánuðum, og eytt þeim. Hún var mjög hlédræg á þessu sviði, og ég skil ekki til fulls, í hvað þetta fé hefur farið, en það er um 80 til 90 þúsund krónur. Annahvort gelur ungfrú Merrant ekki hjálpað mér til að upplýsa þetta, eða hún vill ekki gera það. — Það er karlmaður úti, sem vill tala við yður, ungfrú Prins Ungfrú Prins spennti greipar í glaðri eftirvænting. — Karlmaður? Það var gaman. Finnst þér við ættum að bjóða honum tebolla með okkur, ungfrú Pakker? — Nei, það held ég varla, ungfrú Prins. Því hann er ekki alveg . . . hann er ekki reglulega . . . — Nú, svoleiðis! En hvað skyldi hann vilja tala við mig? . . Erum við tilbúin að taka á móti honum? Pakker gerði nú í skyndi nokkrar ráðstafanir, sem ungfrú Prins féllst fyllilega á. Síðan var gestinum vísað inn. Hann var um fertugt, ofurlítið feitlaginn, ögn sköllóttur og með óræðum svip. Eftir að ungfrú Prins hafði dokað við með það dálitla stund, nógu lengi til að slíkt mætti teljast hæpin kurteisi, bauð hún manninum sæti. — Er það ungfrú Prins, sem ég hefi þann heiður að tala við? — Já, en hver eruð þér ef ég má spyrja? — Nafn mitt er Smith, og ég skal ekki tefja yður lengi. En það var fallegt af yður, að vilja tala við mig. — Ekki vitund! Gamlar konur eins

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.