Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Síða 20

Fálkinn - 28.02.1962, Síða 20
skemmtilegri dans en rokkið. Ég man vel eftir, þegar ég var lítil stelpa og charleston var mikið í tízku. Þá þótti hrein- asta hneyksli að vera að dansa charleston. — Er erfitt að dansa twist? — Það má kannski segja, að hann sé dálítið erfiður, en fólk, sem á annað borð kann að dansa og er músíkalskt, er mjög fljótt að læra hann. Og svo má ef til vill bæta því við í gamni, að twist getur verið mjög gagnlegur dans fyrir suma. Menn grennast og liðkast og hafa gott af hreyf- ingunni. — Eitt atriði langar mig til þess að minnast á. Að undanförnu hafa margir kom- ið að máli við mig og spurt, hvernig á því stæði, að dans- inn twist, sem ég kenni í skóla mínum og hef sýnt í Lido nokkrum sinnum, sé ekki sami dansinn og sýndur hafi ver- ið á nokkrum miðnætur- skemmtunum í Háskólabíói að undanförnu. Að dönsurunum í Háskólabíói ólöstuðum, þá er það ekki samkvœmisdansinn twist, sem þeir sýna þar, held- ur er dansinn þar alveg sér- staklega útbúinn fyrir sýningu og er prýðilegt skemmtiatriði þannig. — Við sáum hérna áðan, að dansaður va sérstakur dans við lagið Sucusucu. Er þar kannski annar nýr dans á ferð- inni? — Nei, það er ekki nýr dans. Hér er í rauninni um dansinn Séga að ræða, en hann 20 FÁLKINN kom fram fyrir tveimur ár- um og var þegar farið að kenna hann í dansskólum. En lögin við þennan dans voru svo leiðinleg, að hann náði aldrei verulegri fótfestu. Nú fyrir skömmu kom fram þetta skemmtilega lag, Sucusucu, en í því er sama sporið og Séga. Þess vegna höfum við aftur farið að kenna þennan dans með, en þar sem aðeins er til eitt skemmtilegt lag við hann, býst ég ekki við að hann nái neinum vinsældum á borð við twist. — Eiga íslendingar auðvelt með að læra að dansa? — Já, það er tvímælalaust mjög gott að kenna íslending- um og mér hefur alltaf fund- izt það sérstaklega gaman. ís- lendingar eru yfirleitt mjög músíkalskir og fljótir að læra að dansa. — Það er oft verið að tala um sþillingu æskunnar. Er unga ,fólkið verra nú á dögum en það var hér áður fyrr? —• Nei, alls ekki. — Mín reynsla er þvert á móti sú, að íslenzkir unglingar séu nú á dögum til fyrirmyndar í allri framkomu. Allt tal um að þeir séu verri en í gamla daga, held ég að sé ekki rétt. Þetta virð- ist vera orðinn einhver vani að vera alltaf að tala um spill- ingu unga fólksins. Ég segi fyrir mig, að nú engu síður en áður, fer mér strax að þykja vænt um unglingana, sem eru í tímum hjá mér. Frh. á bls. 35.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.