Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 25

Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 25
Guði sé lof! Það var fullt af gestum í stóru stofunni. Hann var farinn að óttast að íbúðin yrði tóm eftir öll afboð- in. En enn þá voru menn að koma, sennilega af einskærri forvitni, þannig að veizlan varð ekki neitt hneyksli hvað þátttökuna snerti. í borðstofunni hafði matsveinninn frá hóteiinu útbúið glæsilegt matborð. Hann sat sjálfur fyrir aftan borðið í hvítu fötunum sínum og með hvíta háa kokkahúfu og tók sig vel út. Á borðinu voru allar þær kræsingar, sem hugurinn girntist, humar, fugl. salöt og óteljandi smáréttir. Rínarvínflöskur voru teknar upp úr ísvatni hver á fætur annarri og það glitraði á hálsana á kampavínsflöskunum. Þjónarnir voru á fleygiferð og skenktu kampavín. Það var drukkið. Og smátt og smátt jókst stemningin. Hlæjandi og masandi gengu gestirnir að hinu glæsilega matborði. Það var óspart skálað fyrir brúðhjónunum og stemn- ingin jókst enn . . . Kvenfólkið hópaðist utan um Gabri- elu. Það brosti yfirborðslega og sló henni óspart gullhamra en það var eitthvert tómahljóð í orðunum. — Við erum svo giöð yfir að fá yður í vinahópinn okkar, sagði ein frúin. — Vonandi eigum við eftir að hittast oft í framtíðinni. Og þannig malaði hún stundarkorn. Hún hafði gert skyldu sína og uppfyllt kröfur kurteisinnar! Julian varð ánægðari með hverri mínútu. Það var ekkert út á stemning- una að setja. Hann reyndi að gleyma öllum þeim mörgu, sem höfðu sent af- boð. Hvers vegna átti hann að vera að gera sér grillur út af þeim? Það var nóg til af þessum þröngsýnu smábor- urum í veröldinni. Og meðan hann hlustaði á gestina með öðru eyranu, reyndi hann að telja saman í huganum hversu margir höfðu ekki komið. En hann komst stöðugt að nýrri niður- stöðu. Öðru hverju -leit hann í áttina til Gabrielu. Það var ekki annað að sjá en hún væri í sjöunda himni. Augu hennar ljómuðu og hún hló og talaði mikið. Hann varð gagntekinn ólýsanlegu stolti og aðdáun. Hún var hans. Hann hafði sigrazt á öllum erfiðleikunum. Hann hafði haft vilja sinn fram eins og hann var vanur. Julian var svo upptekinn af eigin hugsunum, að hann tók ekki í fyrstu eftir hvað starfsbróðir hans frá Pfalz- haldenstrasse sagði við hann. Hann var kominn til hans og hafði þrýst hönd hans. — Enn þá einu sinni hjartans þakkir og hamingjuóskir! Það var orðið kyrrt í stofunni. Allir höfðu skilið orð starfsbróðurins. Augu allra fylgdu honum að dyrunum og nú heyrðist fótatak hans í stiganum. Það var eins og allir hefðu beðið eftir einmitt þessu merki. í einu vet- fangi söfnuðust allir gestirnir kringum brúðhjónin og réttu fram hendurnar til þess að kveðja með tilheyrandi þökkum og hamingjuóskum. Það var þröng við útgöngudyrnar. Það var engu líkara en fólkið væri að yfirgefa brenn- andi hús. Og brátt varð apótekið tómt. Úti fyrir heyrðust bílar settir í gang hver á fætur öðrum. Julian leit á klukkuna. Veizlan hafði staðið yfir í tæpan klukkutíma! Uggvænleg grafarþögn ríkti í húsinu. Fyrir aftan hið glæsilega matborð stóð matsveinninn og var heldur súr á svip- inn. Hann teygði sig eftir glasi og tæmdi það í einum teyg. Hann leit spyrjandi á gestgjafann, en fékk ekkert svar. Julian var farinn til Gabrielu. Hún var orðin náfól og varir hennar skulfu. — Þau hata mig, hvíslaði hún. — Eg er viss um að þau hata mig .. . ★ Fyrstu vikuna var stöðug rigning í Túbingen. Gabriela reyndi að laga sig eftir umhverfinu, en það var hægara sagt en gjört. Julian og hún snæddu morgunverð saman Aðeins til kvöid- 25 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.