Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 26

Fálkinn - 28.02.1962, Qupperneq 26
verðar var öll fjölskyldan saman komin eins og áður. Stundum voru samræð- urnar óeðlilega glaðværar við matborð- ið, en stundum hið gagnstæða. Gabriela óttaðist ekkert eins og að sitja til borðs með fjölskyldunni. Oftast sat hún þögul við borðsendann og horfði niður í disk- inn sinn. Hún reyndi að fylgjast með samræðum barnanna, sem snerust mest um námið og félaga þeirra. Það var engu líkara en börnin gleyptu matinn í sig eins hratt og þau gátu og síðan voru þau horfin og síðan liðu 24 tímar þar til hún sá þau aftur. Minna var komin aftur. Það var ekki annað að sjá en hún stundaði vinnu sína eins og áður. En hún talaði aldrei við Gabrielu af fyrra bragði. í hvert skipti sem Gabriela reyndi að hjálpa henni, dró hún sig í hlé og fór inn í herbergi sitt. Minna vildi ekki þiggja neina hjálp af henni. SR. Gísli Þórarinsson í Odda varð bráð- kvaddur. — Sveinn Pálsson læknir var því sóttur að skoða líkið. Þegar hann kom að Odda, var Vigfús bróðir Gísla þar fyrir og fóru þeir þegar inn í her- bergið, þar sem líkið lá. Sveinn sá ekki hentugan stað fyrir hatt sinn og hengdi hann því á tærnar á líkinu. Þessu reidd- ist Vigfús og sagði: — Brúkarðu fæt- urna á honum bróður mínum fyrir uglu, mannskratti. — Ójá, sagði Sveinn. Mér þótti ein- lægt meira koma til fótanna á hon- um en höfuðsins. ★ VÍÐA í Bandaríkjunum hafa stúdentar fjársöfnun með ýmis konar móti til þess að afla styrkja fyrir fátæka nemendur. Eitt sinn höfðu nemendur fengið mikið magn af gömlum munum og héldu út- sölu á þeim. Útsalan var haldin í stórri verzlun, en sá ljóður var þar á, að þar var enginn sími. Ein stúlkan þurfti ein- hverju sinni að fara út að síma og skrapp hún í bar einn rétt hjá. Barinn var þéttsetinn karlmönnum. Stúlkan skildi ekkert í því, að allir karlmennirn- ir störðu á hana eins og naut á nývirki. Þegar hún kom aftur til búðarinnar, þá skildi hún hvernig í öllu lá: Á baki henn- ar hafði verið hengt stórt spjald, þar sem á stóð: Spyrjið mig um verðið. ★ 26 FÁLKINN Julian eyddi dögunum í apótekinu, já og meira að segja kvöldunum líka. Öðru hverju læddist Gabriela niður til hans. af því að hún gat ekki afborið lengur einmanaleikann í þessu stóra húsi. En enda þótt hann væri alltaf ást- úðlegur og góður við hana, lét hann hana skilja á sér, að hann kærði sig ekki um að hún truflaði hann við vinnu sína. Hann talaði lítið um nýja hjartalyfið, sem hann vann að. Og Gabrielu fannst hún vera einmana og höfð útundan. Ekki geðjaðist henni heldur að því að fara í gönguferðir. Henni fannst allir stara á sig. Hún var óvelkomni gestur- inn, sem átti að flæma burt með ein- hverjum ráðum. Öðru hverju fór hún samt í langar gönguferðir út fyrir bæ- inn og þegar hún kom aftur var hún svo þreytt, að hún gat ekki sofnað. En allan tímann — jafnt í vöku sem svefni, óx angist hennar meir og meir. TVEIR landar úr mannætulandi höfðu dvalizt við nám í París og höfðu búið á hinum fræga háskóla, Cité Universi- taire. Þegar þeir komu aftur til síns heimalands tóku þeir aftur upp fornar venjur og dag nokkurn þegar þeir sátu við eldinn og rifu í sig trúboðakjöt, sagði annar: — Þú getur sagt, hvað sem þú vilt, en þessi matur, sem við fáum hér, er miklu betri en fæðið á Cité Universi- taire. ★ TVEIR stúdentar hér í bæ fengu sér litla íbúð á leigu nálægt háskólanum. Maður nokkur, sem bjó í sama húsi, mætti þeim einu sinni í búð, þar rétt hjá. Þar voru þeir að kaupa sápu og þvotta- duft. Meðan kaupmaðurinn pakkaði vör- unum inn, benti annar þeirra á skrúbb og sagði: — Þurfum við ekki einn slíkan. — Nei, bíessaður vertu, það er alveg óþarfi, svaraði hinn, við notum bara skyrturnar. ★ — Jceja, kartöflurnar eru soðnar, Viggó. Hafði hún gert rétt? Rétt gagnvart sjálfri sér og öllum öðrum í þeirri fjöl- skyldu sem hún var nú meðlimur í? Hún mundi aldrei geta fengið neitt ótvírætt svar við því. ★ Dag nokkurn þegar hún kom full- klædd út úr svefnherbergi sínu, heyrði hún rödd Minnu úr dagstofunni. — Já, frú, allt er til reiðu. í gær voru gluggatjöldin sett upp. Ég hugsa, að þér munuð kunna vel við yður í íbúð ráðs- mannsins. Gabriela gekk nokkur skref áfram, en þá varð henni starsýnt á stórt ferða- koffort, sem lokaði gangveginum. Á miðju gólfinu stóðu Minna og Bettina Brandt. — Nei, góðan daginn, Gabriela. Ég vona annars að ég megi kalla yður Gabrielu? Hver var meiningin? Hvernig stóð á þessu ferðakofforti þarna? Var Bettina að hugsa um að koma og búa þarna í húsinu? í húsinu hennar? Það var ó- mögulegt. Gabriela sneri sér við í dyr- unum og hljóp niður stigann í áttina til vinnuherbergis Julians. Þegar hún kom móð og másandi inn til hans, varð hann gramur á svip. — Julian! Rödd Gabrielu var há, næstum skrækjandi. — Hvað er eiginlega að? — Þú verður að koma strax, Julian. Bettina er komin. Hún ætlar að setjast að hérna. Julian varð náfölur. — Hvað segirðu? Hann þaut upp úr sæti sínu og tók tröppurnar í örfáum skrefum. í efstu tröppunni var hann nærri því búinn að velta Minnu gömlu um koll. — Minna! Hvað á þetta að þýða? Hvað er eiginlega á seyði? — Bettina er að flytja aftur til okkar.. — Nei, fjandinn hafi það! Það getur hún ekki. — Hún ætlar að búa í íbúð ráðs- mannsins. Þið munuð ekki verða fyrir neinu ónæði af henni. íbúð ráðsmannsins var mjög lítil, þrjú herbergi og eldhús og lá við hlið- ina á hinu eiginlega apótekarahúsi. Hún hafði eitt sinn verið sett í stand af föður Bettinu, en hafði nú staðið auð í mörg ár. Til þess að komast í hana varð maður að fara gegnum litla garð- inn bak við húsið. Það voru aðeins ein tengsl milli aðalhússins og þessarar íbúðar, nefnilega gegnum litlar dyr sem voru fyrir utan eldhúsið. Julian kreppti hnefana — Hvað á svona vitleysa að þýða, hrópaði hann. — Hvar er Bettina? — Hérna, sagði mild rödd rétt fyrir aftan hann. Hann sneri sér snöggt við. — Hvernig . .. Hvernig leyfirðu þér . . . sagði hann. Framhald á bls. 32

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.