Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Síða 35

Fálkinn - 28.02.1962, Síða 35
lSolludagur Framh. af bls. 23 hveitistráða plötu. Platan sett í miðjan ofninn, bakað í nál. 20 mínútur við góðan hita. Opnið ekki ofninn fyrstu 10 mínúturnar, því að annars geta kökurnar fallið saman. Kælið kökurnar á grind. Kljúf- ið þær með beittum hníf og fyllið þær með þeyttum rjóma, flórsykri stráð yfir. Beztar ný- bakaðar. Einnig er gott að fylla þessar bollur með van- illubráð og bera ofan á þær súkkulaðibráð. Vanillubráð. 40 g hveiti 4 dl mjólk eða rjómabl. 3 eggjarauður 40 g sykur Vanillu eða rommdropar. Hrærið jafning í potti úr hveiti, mjólk og rjóma. Soðið 5 mínútur. Jafningurinn kæld- ur dálítið. Egg og sykur þeytt, blandað saman við jafninginn. Hrært stöðugt í þessu yfir hita, þar til það þykknar. Kælt, bragðefnum blandað í. Súkku la&ibráð. 40 g kakaó V2 dl sjóðandi vatn eða kaffi 60 g flórsykur 1/2 tsk. vanilla. Hrærið kakaó út með vatn- inu og blandið sáldruðum flór- sykri út 'í, ásamt vanillunni. CAIIOLINE Frh. af bls. 29. Það, sem gerðist 17. janúar 1772, var slys, þar sem ein- mitt það, sem drottningin og Struensee börðust mest gegn, lék lausum hala: Ofbeldi og pyndingar. Handtaka drottn- ingarinnar og hvernig hún var framkvæmd, átti rætur sínar að rekja til kynferðislegrar afbrýði. Einn af samsæris- mönnunum, Rantzau greifi, girntist drottninguna á jafn brjálæðislegan hátt og Holck greifi og aðrir slíkir. Berings- skjold var alþjóðlegur svindl- ari og njósnari, sem ekki hafði snefil af siðferðiskennd. Meðferðin á drottningunni, Struensee Brandt og fleirum og aftaka Struensee og Brandt hrópar enn til himins vegna þeirrar viðbjóðslegu grimmd- ar, sem þar kom fram . . . Ósvikin Skotasaga Skoti nokkur leitaði gisting- ar á Gyðingahóteli. Hann lét í ljós áhyggjur fyrir útgjöld- unum, eins og Skota er siður. En gestgjafinn sagði: — Verið bara rólegur, þér verðið á- nægður. Þegar Skotinn kom niður í matsalinn næsta morgun og drakk morgunkaffi, en strax á eftir ætlaði hann að halda ferð sinni áfram, spurði gest- gjafinn hann: — Hafið þér sofið vel? — Já, alveg ágætlega. — Var rúmið gott? — Frábært. — Var baðið ekki gott? — Dásamlegt baðherbergi, yndislegt handklæði, ágæt sápa, fallegar sængur og góð- ar dýnur, — Og morgunkaffið? — Dágott, nógu sterkt og hressandi. Brauðið var líka á- gætt. — Það gleður mig, sagði gestgjafinn hræður. •— Þá eru tíu krónur ef til vill hæfilegt. — En kæri herra, það er allt of mikið, sagði Skotinn og rétti strax fram höndina. TWIST Frh. af bls. 20 — Teljið þér, að kenna beri dans í skólum? —■ Ég álít rétt að kenna und- irstöðuatriðin í skólum og mætti gera það í leikfimitím- unum. En ég tel ekki rétt að ota 12—13 ára unglingum of snemma á böll. Mér finnst hryggilegt að vita til þess, að unglingar undir sextán ára aldri skuli fara á almenn böll. Við megum ekki ota þeim of snemma út í lífið. Bernskan er svo stutt og við megum ekki stytta hana með því að kenna unglingunum að dansa of mik- ið of fljótt. Við höfum þegar tafið Rig- mor Hanson of lengi. Næsti flokkur er mættur og dans- kennslan hefst eftir stutta stund. Þegar við kveðjum og þökkum fyrir góðar viðtökur, er twistdansinn farin að hljóma með sinni hröðu og skemmtilegu hrynjandi. Og aftur hljómar rödd Rigmor Hanson í hljóðnemanum: Einn ... tveir ... þrír . .. einn . . . tveir .. . þrír . .. Hrútsmer/ciö (21. marz—20. apríl). Þér ættuð að reyna að forðast rifrildi við nákominn ættingja eða vin, því að það getur dregið dilk á eftir sér. Munið, að það er auðveldara að eignast vin heldur en missa, og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Hingað til hafið þér verið of upptekin af öllu, sem viðkemur sjálfum yður. Heimurinn er ekki aðeins þér og þér þurfið að gæta þess að sýna samborgurum alúð og tillitssemi. Hins vegar skuluð þér ekki láta aðra hafa áhrif á yður í ástamálunum. Tvíburamerkið (21. maí—21. júní). Þetta verður heldur viðburðasnauð vika. Það liggur við, að hún verði leiðinleg. Þér skuluð samt ekki láta það hafa áhrif á yður, heldur reyna í lengst.u lög að vera glaður og reifur. Þér ættuð að launa vini yðar betur greiðvikni hans. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). ) Það er eingöngu komið undir yður sjálfum, hvort þér ) getið haldið áfram á þeirri braut, sem þér hafið verið á. Agi og festa í starfi er nauðsynlegur hverjum þeim, sem yfir öðrum ræður. Sú stefna, sem þér hafið sett fram nýlega, mun hafa mikla þýðingu. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). Heimurinn hlær við yður, allt mun leika í ljúfasta lyndi bæði í einkamálum og starfi. Ef til vill mun það, sem yður hefur fallið þyngst, leysast á skemmtilegan hátt. Þér ættuð að vera ögn hlýlegri í framkomu. Jómfrúarmerkið (23. ágúst—22. scpt.). Ekki er annað hægt að segja en að þessi vika sé mjög hagstæð. Annaðhvort fáið þér launahækkun eða yður verður gefið eitthvað stórmerkilegt. Útlit er fyrir, að ættingi eða vinur komi skyndilega í heimsókn og heimsókn hans mun gleðja yður mikið. Vogarskálarmcrkið (23. sept.—22. okt.). Þér verðið í sjöunda himni næstu viku, en það ríður á því að þér grípið tækifærin meðan þau gefast.. Enn fremur er nauðsynlegt að hætta einhverju, því að án áhættunnar vinnst ekkert. Happatala yðar þessa viku er 7. Sporðdrekamerkið (23. okt.—21. nóv.). Þér megið að öllum líkindum búast við auknum tekj- um í næstu viku og st.jörnurnar segja, að þér munið nota peninga skynsamlega. Þér ættuð samt að hafa taumhald á gleðinni og stilla gáskann. Þér mættuð auk þessa sýna öðrum hjálpsemi. Bogmannsmerkið (22. nóv.—22. des.). Það er full ástæða til þess að vera bjartsýnn þessa dagana. Yngra fólk mun einkum gleðjast yfir aukinni velgengni í. ástamálum, en hið eldra mun gleðjast yfir rólegri en hagstæðri viku. Pöstudagur og laugardagur munu einkum verða fengsælir. Stcingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). Þér ættuð að reyna að stilla skapi yðar í hóf, því að hingað til hefur ólund yðar bitnað mest á saklausum. Framkomu yðar við undirmenn er líka mjög ábótavant. Varið yður á hárri dökkhærðri konu, sem er að reyna að leggja snörur fyrir yðu. Vatnsbeamerlcið (21. jan.—19. febr.). Þér æt.tuð að gæta ýtrustu varkárni í umgengni við annað fólk. Takið ekki þátt í deilum, því að það er einhver, sem vill blanda yður í máliö. Hann hefur nefni- lega hagnað af því. Annars verða ástamálin nokkuð hagstæð. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Útlitið er fremur gott í þessari viku, en þó mættuð þér vera ögn samvinnuþýðari við samstarfsmenn. Heils- an verður með fádæmum góð og fjárhagurinn góður. í vikulökin munuð þér sennilega lenda í ástarævintýri, sem mun draga þó nokkurn dilk á eft.ir sér. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.