Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Side 38

Fálkinn - 28.02.1962, Side 38
Krókur á móii hragði j Frh. af bls. 36. Þetta lét í eyrum líkt og bergmál. Hversu margir skyldu hafa verið búnir að spyrja hana þessarar spurningar? — Sjö ára hegningarvinna verður ef til vill sennilegasti dómurinn, svaraði ungfrú Prins. Og ég held nú að þeir krúnuraki ekki fanga í Dattmoor. Ætli þeir fái ekki að halda ofurlitlu hár- strýi á höfðinu? — Hvað heimtið þér mikið? spurði Smith. — Áttatíu þúsund — — — svona rétt til að byrja með, svaraði ungfrú Prins. Og þér getið alveg sparað yður ómakið, að segjast ekki eiga svo mikið til. Því þegar við hugsum til alls, sem þér hafið kúgað út úr ungfrú Igðu, herra Medlicott og veslings ungfrú Merrant þá hljóta það að vera miklir peningar. Enda er ég ekki í vafa um, að við fáum meira seinna. — Áttatíu þúsund krónur eru miklir peningar —------. — Ef þetta væri lokagreiðsla í eitt skipti fyrir öll, myndi ég ekki svo mikið sem þakka fyrir hana. En það er lagleg upphæð til að byrja með. í fyrsta skipti leit Smith beint framan í ungfrú Prins. Hann sá samanbitnar varir, stingandi hvöss augu og áveðna drætti kringum munnvikin. En hann sá ekkert, sem vakti honum von um undanslátt. Hilmar Fo§s Löggiltur skjalþýðundi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík Stákur kiæöir strákana Níakui' ItBivmv ISIóssur, Skii'lur, Nærföí og Sokkar STAKKUR Laugavegi 99 — Sími 24975 Koiftllllgl. IVéÉÍaljÓsill. Framh. af bls. 9. En hvað um það, eftir þetta urðu Herdís og myndavélin óaðskiljanlegar. Hún var fengin til myndatöku við ýmis tæki- færi og vinnan á myndastofunni jókst stöðugt. Þá byrjaði hún að taka myndir í heimahúsum, og það gerir hún enn. Börnin urðu ellefu, og það hefði kannske einhverjum þótt alveg nóg. En Herdís og Guðbjartur voru ekki á þeirri skoð- un, og auk sinna ellefu barna hafa þau alið upp fósturson og auk þess var hjá þeim stúlka í nokkur ár, sem síðar varð tengdadóttir. Vitanlega hefði húsmóðir með þrettán börn ekki átt heiman gengt, ef ekki hefði komið til hjálp við heim- ilisstörfin. Fyrir fjörutíu árum kom inn á heimilið stúlka til hjálpar, og hún er þar enn í dag. Hún heitir Guðfinna Sigurðardóttir og kunningjarnir kalla hana Finnu. Ég hef eiginlega aldrei fyrirhitt tvær jafngóðar vinkonur og Finnu og Dísu. Nú eru öll börnin gift og farin að heiman, það síðasta fyrir tveim árum, en samt eru oft börn í myndastof- unni hjá Herdísi eða í eldhúsinu hjá Guðfinnu. Önnur kyn- slóð, barnabörnin komin í heimsókn og Guðbjartur og Her- dís eru rík, því þau eiga tuttugu og þrjú barnabörn, og þau eru öll í Hafnarfirði nema þrjú, er eiga heima í New York. Ljósmyndastofan þeirra Herdísar og Guðbjarts heitir Ama- törvinnustofa. Fyrir mörgum árum sóttu þau um leyfi til 38 FÁLKINN að starfrækja hana á þennan hátt, og það verður að segja ljósmyndurum til verðugs hróss, að þeir voru allir sam- þykkir leyfinu. Þegar nýjasti Goðafoss Eimskipafélagsins kom til landsins, réðst Guðbjartur þar fljótlega um borð. Þar gáfust ný mótív og nýr sjóndeildarhringur, því vitaskuld er farmennskan á margan hátt frábrugðin lífinu á fiskiskipum, og nú á Guð- bjartur án efa staðbeztu heimildarmyndir frá lífi og dagleg- um störfum á flutningaskipum, sem til eru hér á landi. Þannig hefur hann í frístundum sínum skráð í myndum merka þætti úr atvinnusögunni, allt frá því á togurunum árið fyrir stríð, allt til þessa dags. Og eins og Guðbjartur hefur skráð atvinnusöguna til sjós, þá hefur Herdís safnað verðmætum heimildum um atvinnu- hætti í landi, því þau hjónin eiga það sameiginlegt, að hafa myndavélina jafnan við hendina. Enda þótt Herdís færi ekki til Noregs hérna um árið, hafa þau hjónin siglt víða og séð margt. Þegar Guðbjartur var skipverji á Goðafossi, fór Herdís einu sinni sem oftar með í siglingu og var komið við í Frakklandi. Nokkrir skipverja fóru til Parísar. Herdís var í íslenzk- um búningi og möttli. Það lá við umferðartruflunum og fólk á gangstéttakaffihúsum stóð upp til að sjá betur, er þessi litli hópur íslendinga fór hjá, svo mikla athygli vakti Herdís í sínum íslenzka búningi í heimsborginni. (Frh.) Sv. S.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.