Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 26
ÞAÐ VAR HREIN TILVILJUN, að þær Gabriela og Doris hittust í bænum. Baðar höfðu notað tækifærið til þess áð verzla í þessu fagra vetrarveðri, og þær voru báðar á heimleið, þegar þær stóðu skyndilega við hlið hvor annarrar fyrir utan sýningarglugga ilmvatns- búðar. Og auðvitað var það sjálfsagt og eðlilegt að þær fylgdust að heim. í sannleika sagt hafði það runnið upp fyrir Doris smátt og smátt undanfarna daga, að henni geðjaðist vel að Gabri- elu. Hún var stöðugt sannfærðari með hverjum degi sem leið um, að hin óþægi- lega aðstaða og andrúmsloft, sem ríkti í apótekshúsinu, væri hvorki Gabrielu né Julian að kenna. Það var móðir hennar, sem átti sökina á þessu öllu saman. Það var auðvelt að tala við Gabrielu. Hún var jú aðeins nokkrum árum eldri en Doris sjálf, hve mikið nákvæmlega vissi Doris ekki, en einmitt á þessari stundu var hún ákveðin í að líta á hana héreftir sem eldri systur sína. Þær beygðu inn í Bursagasse og brátt blasti apótekshúsið við þeim. Þær hlógu og töluðu og til þess að undirstrika að öll óvild þeirra í milli væri úr sögunni leiddi Doris Gabrielu. Það var þá, sem Albert sá þær. Hann hafði einmitt staðið upp frá skrifborð- inu og gengið út að glugganum. Gat þetta verið? Gabriela Holthuys og systir hans leiddust þarna arm í arm og léku á als oddi af gleði! Það var eins og þær væru æskuvinkonur. Og Gabriela var fegurri en nokkru sinni fyrr. Hún var rjóð í kinnum og glaðlegri á svip en hann hafði áður séð hana. Albert varð hvert við. Hann beit á vörina. Gabriela Holthuys! Hann nefndi hana enn þá því nafni í huganum. Hann gat ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér, að þessi fallega og stórglæsilega unga stúlka væri gift föður hans. Öðru hverju rakst hann á hana í hús- inu, en þar sem hann borðaði annað hvort hjá móður sinni eða úti í bæ, þurfti hann ekki að eiga nein orðaskipti við hana. Af hegðun þeirra að dæma mátti ætla að þau þekktust alls ekki. Samt sem áður var hún engan veginn ókunnug manneskja í hans hugarheimi. Hann hugsaði stöðugt um hana og hvernig sem hann reyndi gat hann ekki hætt því. Hann fór frá glugganum, gekk að stiganum og stóð þar um stund og hlust- aði. Hann heyrði þegar stóra hliðið var opnað, og Gabriela og Doris komu upp 26 FALKINN stigann. Hann heyrði greinilega hina skýru og fallegu rödd Gabrielu: — Komdu niður og heimsæktu mig einhverntíma, Doris, sagði Gabriela að skilnaði. — Ég er ein með Júrgen í allan dag. Hægt lokaði Albert hurðinni og tók að ganga fram og aftur um herbergið. Hann var ævareiður. Doris var svikari, það var greinilegt. Hann gat vel sagt sér sjálfur, að hún og Gabriela ætluðu sér í sameiningu að ná sér niðri á Bett- inu. Með því að vinna sér fylgi Gabri- elu, vonaði Doris að sjálfsögðu að fá Julian á sitt band, og árangurinn af því yrði auðvitað, að Bettina yrði að láta undan og lofa Doris að giftast þessum mexikanska strák. Slíkt hlutverk mundi verða Gabrielu mjög að skapi, eingöngu af því að það gerði Bettinu erfitt fyrir. Skyndilega fannst Albert eins og hann yrði. að aðhafast eitthvað í mál- inu. Hann heyrði að Doris kom upp stigann og gekk inn í herbergi sitt. Andartak stóð hann með höndina á hún- inum, síðan opnaði hann dyrnar og hljóp niður á fyrstu hæð. Hann hikaði ögn fyrir framan dyrn- ar á stofunni. Síðan hóf hann höndina á loft og bankaði rösklega. Það liðu nokkrar sekúndur. Skyndi- lega lukust dyrnar upp og skær vetrar- birtan féll beint í andlit honum og blind- aði hann. Mitt í öllu þessu skæra og blindandi ljósi greindi hann líkama Gabrielu og heyrði hana hrópa með sinni fögru og hljómþýðu rödd: — Albert! Ert það þú! Komdu inn fyrir! Albert fylgdi Gabrielu inn í stofuna. Eins og ævinlega þegar hann stóð aug- liti til auglitis við eiginkonu föður síns, varð hann eins og lamaður og gat ekki komið upp nokkru orði. Gabriela var svo vingjarnleg við hann og það var slík hlýja í rödd hennar, að hann skammaðist sín. Og það var ekki um að villast, að það gladdi hana að sjá hann. Það var langt síðan hún hafði verið eins hamingju- söm og nú. Doris var orðin vinkona hennar og nú kom Albert í heimsókn til hennar. Og hún var ekki í neinum vafa um, að tilgangurinn með heimsókn hans var að þau skyldu sættast og skilja hvort annað hér eftir. — Seztu, sagði hún og benti á stól, meðan hún safnaði saman öllum pökk- unum sem hún hafði keypt í bænum. — Ef það er faðir þinn, sem þú ætlar að tala við, þá er hann ekki heima núna. En Albert stóð aðeins og sagði ekki aukatekið orð Loks gat hann stunið upp: — Nei, það var ekki pabbi, sem ég ætlaði að finna. .. Og það sem mér liggur á hjarta skal ég segja strax. Gabriela leit undrandi á hann. Hún varð allt í einu óróleg og neitaði með sjálfri sér að trúa því, að hann væri kominn enn einu sinni til þess að skapa óþægindi. — Ég er reiðubúin að hlusta, sagði hún vingjarnlega. Albert krosslagði hendurnar á brjóst- inu, en forðaðist að líta framan í hana, þegar hann sagði: — Af hreinni tilviljun heyrði ég, að þér báðuð systur mína að koma og heim- sækja yður í dag. Ég vil bara segja, að ég er sannfærður um, að móður okkar geðjast alls ekki að því, að hún sé að heimsækja yður. Brosið hvarf af vörum Gabrielu. — Jæja, svaraði hún hægt. — Svo að þér haldið það! Ósjálfrátt hafði hún fylgt fordæmi hans og þérað hann. Svo undarlega brá við, að þetta gerði það að verkum, að Albert varð æva- reiður. Hann gleymdi því alveg, að hann hafði sjálfur þérað hana. Jæja, þannig vill hún þá hafa það! Hún vill halda mér í hæfilegri fjarlægð frá sér! Allt í lagi! — Yður er óhætt að treysta því, að móðir mín er sömu skoðunar og ég, hélt hann áfram hárri röddu. — Af viss- um ástæðum á systir okkar eingöngu að umgangast okkur um þessar mundir. Gabriela fölnaði. — Á ég að skilja þetta svo, sem þér álítið mig ekki einn af meðlimum fjöl- skyldunnar, sagði hún. Albert starði á hana, á fallegt rauð- leitt hárið og skær og tindrandi augun. Hann varð gripinn ákafri eftirsjá eftir að hafa sært hana, hana, sem hann gat ekki vikið úr huga sér, hversu mjög sem hann reyndi. — Ég held að systir mín hafi ekki gott af að umgangast yður. Gabriela var nú hvorki sorgmædd né bitur, Til þess var móðgun Alberts allt of gróf. — Nú er nóg komið, hrópaði hún frávita af reiði. — Þér eruð ekki annað en ósvífinn dóni. Ég hef reynt að gleyma því, þegar þér svívirtuð mig í Stuttgart og ég hef ekki sagt nokkrum manni frá Því. Ég fyrirgaf yður í trausti þess að þér væruð ungur og vissuð ekki hvað þér sögðuð. Ég vonaði, að sá tími mundi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.