Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Síða 31

Fálkinn - 25.04.1962, Síða 31
Mhe turjwakckur 125 g. smjörlíki 125 g. sykur 2 egg 160 g. hveiti 1 tsk. lyftiduft Vz tsk. vanilla 1 msk. vatn. Skreyting: V4 1. þeyttur rjómi 50 g. saxaðar hnetur Ribsberjahlaup. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, eggjunum hrært saman við einu í senn. Hveiti og lyftidufti sáldrað saman við, blandað varlega í deigið, ásamt vatninu og vanillunni. Sett í velsmurt ferkantað tertumót (25 cm. á hlið). Bakað í miðj- um ofninum við meðalhita nál. 25 mínútur. Kakan kæld í kökugrind. Skornar út 12 kringlóttar kökur. Smyrjið þær að utan með þeyttum rjóma, veltið þeim síðan upp úr söxuðum hnetunum. Sprautið afgangnum af rjómanum í hring á hverja köku, fyllið í holuna með fallegu rauðu hlaupi eða niður- skornum ávöxtum. /ctffð (fötMMm aí baka HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ FLÍKUR ÚR RÚSS- SKINNI? Rúskinsjakkar, kápur og jafnvel pils eru mjög í tízku meðal yngri kynslóðarinnar. Flíkur þessar eru mjög við- kvæmar, og það borgar sig alls ekki að kaupa annars flokks vöru, betra að vera án hennar. Rúskinn er holdros- in af ýmsum tegundum skinna, sem hafa verið sorfin. Gott rúskinn er seigt, mjúkt og létt, þó án þess að vera þunnt, einnig er unnt að hafa í huga við kaup á slíkum flíkum, hvort rúskinnið sé litarekta. Rúskinn er mjög viðkvæmt fyrir blettum, en varizt fyrir alla muni að reyna að hreinsa þá af með hreinsivökva, sama hvaða nafni hann nefnist, þeir gera bara illt verra, og skilja eftir stórar skellur. Hins vegar er stundum hægt að ná því burt með fínum sandpappír eða þurrum fínum naglabursta. Einnig eru burstar úr froðugúmmí ágætir. Sé flíkin hins vegar illa farin verður að hreinsa hana og það geta ekki allar eínalaugar gert, til þess þarf sérstakt tæki, því að rúskinn er þurrhreinsað . Blotni rúskinn má ekki þurrka það við hita, bezt að gera það í blæstri. Einnig eru gerfiskinnsflíkur á markaðnum. Þær er hægt að þvo en bara í hreinni sápu, notið ylvolgt vatn og þess skal gætt að vinda ekki flíkina. Leðurkápur og jakkar eru þvegnir með sérstakri leður- sápu. Þvoið aðeins lítinn blett í einu með svampi, og þerrið sápufroðuna jafnóðum af með klút undnum úr hreinu vatni. Þerrið yfir á eftir með mjúkum, þurrum klút. 125 g. smjörlíki 125 g. sykur 1 egg 100 g. hveiti 75 g. kokósmjöl. Smjörlíki og sykur hrært vel og lengi: Egginu hrært saman við. Hveiti og kokósmjöli blandað saman við. Mótið úr deiginu litlar kúlur milli handanna, setjið þær á smurða plötu, þrýstið þær flatar með lófanum. Bakaðar gular við 185°. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.