Fálkinn - 25.04.1962, Side 34
frætt okkur um neitt. Morðinginn tók
hann — en hann var með hanzka. Kött-
urinn hefir sloppið — og hann sneri
aftur er honum hentaði.
Lögregluforinginn saug vindilinn og
blés reyknum upp í loftið. Hann hafði
þegar ákveðið að fá Whately til að vinna
að þessu máli. Whately glæpasérfræð-
ingur myndi prýðilegur í stað Sibleys,
— skynsamur, rólegur og viðkunnan-
legur maður.
Hann hafði aldrei á ævi sinni fengið
almennilega hugmynd.
Sam Sibley sat í stólbrún og horfði
fast framan í köttinn.
— Til allrar hamingju hef ég upp-
götvað, að Twisty Simsons var látinn
laus úr fangelsi þremur dögum fyrir
morðið, hélt lögregluforinginn áfram
í léttum tón. Hann réðist á gamla konu
fyrir þremur árum, og ég er þeirrar
skoðunar, að hann hafi ekki breytt um
aðferðir. Við verðum áreiðanlega bún-
ir að ná honum annað kvöld.
— Twisty var ekki hjátrúarfullur,
sagði Sam.
— En hins vegar fjári óheppinn —
sem hann skal áreiðanlega fá að upp-
götva.
— Twisty hefir alls ekki gert þetta,
sagði Sam önugur, og auk þess er þetta
alls ekki Nigger, kötturinn, sem okkur
vantar. Vinstra eyrað á þessum ketti
er ekki visið og það er ýmislegt annað,
sem ekki kemur heim við lýsingu á
honum. Ég hef vitni til þess að sanna
þetta, en þó getið þér sjálfur séð strax,
að þetta er gabb.
Lögregluforinginn leit á hann og
botnaði hvorki upp né niður í þessu.
— Lítið á málninguna. Hérna er slett-
an á gólfinu — og málningin í feldi
kattarins. Þetta er ekki sami hvíti lit-
urinn. Morðinginn hefir ekki hugsað
um þetta. Hann hefir bara tekið hvíta
málningu, sem hann gat náð í með góðu-
móti, klínt henni á köttinn og haldið,
að við værum slíkir asnar, að taka
þetta sem gilda vöru. Ef glæpamenn
héldu ekki, að þeir væru kænni en lög-
reglan, þá væru þeir löngu búnir að
gefast upp.
Hann tók krukkuna með málning-
unni og bar litinn saman við litinn á
feldi kattarins. Það var greinilegur
munur á litnum.
— Sibley, ég held, að þér séuð að
verða geðveikur, sagði lögregluforing-
inn og fleygði vindilstubbnum í elda-
vélina. Þér eruð að reyna að segja
mér að einhver hafi málað köttinn og
komið með hann hingað til þess að
gabba lögregluna. Hvers vegna horfist
þér ekki í augu við staðreyndir?
— Ég held því fram, sagði Sam, að
við höfum komið róti á taugar morð-
ingjans. Hann vill endilega binda endi
á þessa kattarleit áður en hún endar
í herberginu hans. Leitin stendur nú
sem hæst og henni verður að linna áð-
ur en hann þorir að skilja köttinn við
sig, og það er tvímælalaust hentugast
fyrir hann, að láta okkur halda að kött-
34 FALKINN
urinn sé fundinn, og þá munum við
hætta leitinni.
Hawley lögregluforingi sagði ekkert.
Hann var að hugsa um, að Twisty
Simons yrði vonandi fundinn klukkan
þrjú.
— Ég fel yður þessa kattarleit, Sib-
ley, sagði hann. Ég ætla að leita morð-
ingjans.
Hann heyrði hann varla fara. Hann
hugsaði um það, að morðinginn hefði
aftur nálgazt morðstaðinn vegna katt-
arins, og honum virtist mögulegt, að
hann væri einhvers staðar í nágrenn-
inu.
Þegar Sam kom inn á lögreglustöð-
ina til að sæja Lil Gillings, var hon-
um sagt, að hún hefði ekki fundið
Nigger í öllum þeim kattafjölda, sem
borizt hefði þá um daginn.
— Nú eru þeir farnir að stela þeim
í þokkabót, sagði vaktmaðurinn þreytu-
lega. Einhver piparkerling hringdi í
dag og sagði, að grunsamlegur náungi
hefði elt kött hennar, sem var svartur.
Hann náði honum og stakk honum ofan
í poka, en þessi köttur hefir ekki komið
hingað í dag.
— Það gerir hann áreiðanlega ekki,
sagði Sam. Hafið þér heimilisfang kerl-
ingarinnar? Það er mikilvægt. Ef mað-
urinn hefði aðeins ætlað að koma hing-
að með köttinn, hefði hann handsam-
að hann í laumi. Ég kannast við þennan
kött, sem stolið var. Hann er nú stadd-
ur í húsi gömlu konunnar, sem myrt
var.
Hálftíma síðar talaði hann við pip-
arkerlinguna, sem hringt hafði á lög-
reglustöðina. Hún bjó við London
Road og sat gjarnan við gluggann sinn.
Því miður hafði hún ekki tekið ná-
kvæmlega eftir útliti mannsins og lýs-
ing hennar á honum var allt að því
gagnslaus, að því undanteknu, að ekki
gat verið um Twisty Simons að ræða.
Kötturinn átti heima í næsta húsi og
Sam tókst að fá eigandann til þess að
koma með sér og líta á hann.
— Þetta er Dinky, hrópaði hún, er
hún sá köttinn. En hvemig í ósköp-
unum stendur á þessari málningu? Og
hvernig á ég að ná henni af?
— Það er nú einmitt það, sem er að
gera morðingja nokkurn gráhærðan,
sagði Sam. Það væri ef til vill ekki svo
vitlaust að gera tilraunir með það,
bætti hann við.
Er Hawley lögregluforingi sá hann
síðast um kvöldið, var Sam önnum
kafinn að sýsla við alls konar bletta-
vötn. Er Sam hitti lögregluforingjann
um morguninn, var í för með honum
náungi að nafni Whately.
— Jæja, Sibley, sagði lögreglufor-
inginn. Þið hefið sézt áður er það
ekki? Á meðan þér haldið áfram leit-
inni að kettinum, ætlar Whately að
reyna að hafa upp á morðingjanum,
en áður en þér farið, skuluð þér tala
við lögreglufulltrúann. Hann hefur
mikinn áhuga á að ræða við yður. Ég
sagði honum að þér mynduð hafa á
reiðum höndum skýringar á þessari
kattarleit. Ég fæ ekki skýrt neitt út
fyrir honum.
Lögreglufulltrúinn sat við skrifborð
sitt, óvenju rauður í andliti og fyrir
framan hann var heilmkill blaðabunki.
Sam leit framan í hann og bjóst við
hinu versta.
—- Sibley, ég hélt því fram fyrstur,
að þér hefðuð hæfileika sem leynilög-
reglumaður.......
— Ég þakka, hr. lögreglufulltrúi....
— Þá skuluð þér þakka mér, en
hafið meðaumkun með mér...........Þér
eruð veginn og léttvægur fundinn. Ég
geri ráð fyrir, að heppni yðar í því
máli, sem við báðir þekkjum, hafi verið
tilviljun. Tilgáta yðar í þessu máli er
ósennileg og nánast út í bláinn. Þér
hafið gert lögregluna hlægilega og með
tilliti til kenningar yðar um, að morð-
inginn sé tilneyddur að geyma kött-
inn, vegna þess að hann geti ekki náð
málningunni af, er hlægileg. Þessu eru
gerð góð skil í einu dagblaðanna.
Hann fleygði dagblaði til Sams og
benti á bréf í bréfadálknum, sem undir-
ritað var „LYFSALI“.
— Ég skal lesa dálítið fyrir yður
úr þessu bréfi, sagði lögreglufulltrúinn
hæðnislega. „Það er hlægilegt, að lög-
reglan skuli halda, að nútíma glæpa-
maður sé í vandræðum með að ná máln-
íngarslettum og fingraförum af kattar-
feldi. Allir skóladrengir vita, að maður
nær slíkum blettum strax af með
„TRIMETHYLOXYLATE“ sem kostar
fimmtíu aura.
— Hm .... sagði Sam.
— Þetta hefði ég getað sagt yður,
Sibley, ef þér hefðuð spurt mig, sagði
lögreglufulltrúinn og þá hefðum við
getað komizt hjá öllum þessum látum
og glundroða. Mér þykir furðulegt, að
Hawley lögreglufulltrúi skuli ekki
hafa vitað þetta. Allir lögreglumenn
verða að hafa einhvern snefil af al-
mennri skynsemi........
Hann greip símann. Fyrst varð hann
undrandi á svip, en því næst brosti
hann.
— Þeir hafa handtekið manninn,
sagði hann. Hann hringdi í innanhúss-
símann, og skipaði Hawley lögreglufor-
ingja að koma á skrifstofu sína. —
Hann hefir hlotið fjöður í hatt sinn,
— við erum búnir að ná í manninn,
sem myrti frú Folliot.
Síðan hélt hann áfram að tala í sím-
ann og leit fyrst upp, er Hawley lög-
regluforingi kom inn.
— Ég hringi seinna, sagði hann og
lagði niður tólið, spratt upp og þrýsti
hönd lögregluforingjans.
— Þetta var glæsilegt afrek, Hawley.
Þeir tóku hann höndum í lyfjabúð.
Lyfsalinn hringdi hingað á lögreglu-
stöðina, eins og mælt var fyrir um í
dreifibréfinu, sem þér senduð út.......
Brosið stirnaði á vörum Hawleys lög-
regluforingja. — Dreifibréf? Hvaða
dreifibréf? spurði hann.
Framhald á bls. 36.