Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 5
íirklippifsafnið Stefán Jónsson setur nafniS Stórval í horn mynda sinna. Út skýring hans á þessu nafni er á þessa leið, samkv. viðtali í Timanum: „Það er nefnilega svoleiðis, að ég er frá Möðrudal, og brennimarkið okkar er Möðrud, og svo kemur punktur. Þeir sleppa -alur. En við verðum að nota þessa stafi, þetta eru fall- egir stafir. Sko, ég heiti Stefán, og þess vegna e>ru fyrstu tveir stafirnir í þessu fangamarki St, svo er ég Jónsson, og ó-ið í því kemur næst. R er síðasti staf- urinn í Möðrudalur. Eg heiti nefnilega lfka Vilhjálmur, og þar færðu vaffið, og al standa saman í Möðrudal. Þess vegna kalia ég mig Stórval." □ Dagur ’59. Send: Steingr. Hólmgeirs. (Framhald af bls. 4) „leynivínsalar (séu) upprættir mcð harðri hendi". Þarna er ekki talað um að uppræta leynivinsöluna, heidur Ieynivínsalana, og að upp- rtela menn með harðri heudi itlýt- ur að þýða aftiiku. Ný Vikutíðindi í marz ’62. Send: Benedikt Viggósson. XX>PTIiÆSTINGIN í rtýju fatageymslu lögreglunnar við Síðumúla er ákaflega lé- leg. Inni i klefunum er allt- af molluhiti, sem veldur því að illa rennur af drykk- feMum gestum lúksins. íslendingur ’60. Send: Steingr. Hólmgeirs. TIL SÖLU vel með farið 17 tonna Emerson sjónvarp. Uppl. I sima 33278 kl. 6-8. I Vísir 4. apríl ’62. Send: Jón G. Guðmundsson. Þegar Jón Þorláksson heyrði, að honum væri fætt laun- barn, kvað hann: Alténd segja eitthvað nýtt ýtar lyndisglaðir: Hvað er að frétta? Hvað er títt? Hvort er eg orðinn faðir? Um piparsveina og bridge. Piparsveinn er sá maður, sem heldur vill geyma hugs- unina um tíu konur í höfðinu en hafa eina yfir höfði sér. Bridge gefur konum tækifæri til þess að hugsa á meðan þær tala. í kennslustund. Hinn iðni kennari hafði ný- lega sagt strákunum söguna um lambið, sem hafði farið út úr hópnum og varð úlfin- um að bráð þess vegna — Þarna sjáið þið strákar, hefði lambið verið þægt og aldrei hlaupið burt frá móður DOIXIIMI Hvað skyldu verða margar áfengisútsölur, ef templarar fengju hreinan meirihluta í borgarstjórn? sinni, þá hefði úlfurinn aldrei etið það. — Nei, þá hefðum við bara fengið lambasteik að haust- inu, greip einn drengjanna fram í. Vísnabálkur Óstjóm. Þessi stjórn er þjóðarmein, þjóðarsmán — og lygi. Hundar með sín hneykslisbein hennar urra í vígi. Ráðandi maður. Raun er að láta refinn þann ráða úr málum vöndum, er sína þjóð og sannleikann svíkur jöfnum höndum. Kolbeinn Högnason. ★ Héraðshættir. Friður og blessun fylgjast að, forsorgendum jarðar, þau eru burt úr þrætu stað þotin Eyjafjarðar. Jón Þorláksson. Um föður skáldsins. Firðar þekktu ’hann föður vorn Fatinu klæddan rauða: Klausturhaldari ’og klerkur forn kallaður var til dauða. Maður spurði skáldið, hver faðir hans hefði verið. Þá kvað það: Minn var faðir monsíur; með það varð hann síra; síðar varð hann sinníur og seinast tómur Þorlákur. Jón Þorláksson. ★ Hálfvelgja. Menning vor í mörgu er veil. Meinin sýna ávöxtinn: Þjóðartrúin hvergi heil, hvorki á guð né djöfulinn. Sú er venja meðal œfðra veiðimanna, að eyða nokkr- um stundum í að líkja eftir bljóðum dýranna. Þeir hafa oft sérstök horn, flawtur og lúðra til þess arna. Þetta gera þeir til þess að lokka skepnurnar naer. Maður nokkur hér í bœ iðkaði einkum andaveiðar, og áður en hann hóf veið- arnar, æfði hann sig dögum saman á að líkja eftir önd- unum, svo að nágrannarnir voru orðnir hundleiðir á þessu pípi. Svo var það kvöld eitt, er hann sat og hermdi eftir hljóði kvenfuglsins, eins og það er á meðan fuglinn er að para sig, kom önd fljúgandi inn um gluggann hjá hon- um og lenti við fætur veiðimannsins. Veiðimaðurinn var að springa af monti. En þá sá hann miða á hálsi fuglsins, er á stóð: — Þetta er karlfugl. í guðanna bœnum farið þér nú að verpa þessu eggi! FALKINM 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.