Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 7
Þegar unglingar rotta sig saman. .... Ég las það um daginn í blöðunum, að nokkrir ung- lingar hefðu verið teknir af lögreglunni inni á sjoppu á Laugaveginum. Voru þeir sagðir vera undir áhrifum áfengis. En stúlka, sem ég kannast við, segir að þessu sé öðruvísi varið. Þeir setji magnyltöflur út í kóka kóla og verði eins og ölvaðir af því...... S. Svar: Þaö er vijög áríöandi, aö fólk komi slíkum fréttum á framfceri, því aö þá er ef til vill hœgt aö koma í veg fyrir ófögnuöinn. Ólyktin á vorin. .... Mikil plága eru þessir garðeigendur, sem bera skít og skarna og annan álíka ó- þverra í garða sína á vorin. Maður er bókstaflega alveg að farast, þegar maður geng- ur framhjá þeim. Svar: Hvernig vceri aö reyna aö lialda fyrir nefiö. Kærasti fegurðar- drottningarinnar. Kæri Fálki. — Ég skrifa þér nokkrar línur af því að ég vona, að þú getir gefið mér nokkrar upplýsingar. Hvernig er með þennan kærasta henn- ar Sigríðar Geirs? Það komu alveg ljómandi myndir af henni í blaðinu fyrir skömmu og voru sumar þeirra teknar á heimili unnusta hennar. Hvað gerir hann og hvar í veröldinni er hann? Það væri nógu gaman að fá að sjá mynd af honum ekki síður en henni. Bless. Gömul sveitakona. Svar: Unnusti Sirrý Geirs lieitir Magnús Skúlason. Hann hefur dvalizt viö háskólanám erlend- is, nánar tiltekiö í Skotlandi. Þar leggur hann stund á liúsa- Ferðalög. Þar sem vikublað eitt í Reykjavík virðist hafa sérrétt- indi til að birta myndir af fegurðardrottningum okkar, datt mér í hug að benda Fálk- anum á, að það væri spenn- andi að fá í Fálkanum útdrátt úr dagbók eða ferðaþætti með myndum frá ferðalagi einnar af geðþekkustu fegurðar- drottningum okkar, Sigrúnar Ragnars. Ein af 18 aðdáendum hennar. Svar: Þegar þetta bréf kom hing- aö, höföu þegar birzt greinar og viötöl viö Sigrúnu Ragnars ásamt myndum frá feröalagi hennar. ViÖ teljum, aö þaö vceri aö bera í bakkafullan lœkinn, ef viö birtum einnig slíka grein. H. Andlegt þrek. Kæri Fálki. — Mér datt svona í hug að senda þér línu í pósthólfið, af því að ég las í dagblöðunum um daginn einhverja grein eða öllu held- ur frétt um að þrek íslend- inga færi stöðugt minnkandi. Var sagt frá mælingum þar að lútandi, og að því er virt- ist, höfðu menn aðeins mælt líkamlegt þrek. Andlegt þrek höfðu þeir auðvitað ekki mælt, en ég hélt nú að það væri fyrir mestu. B. Svar: 1 þrekraunum er ekki síöur mikilsvert, aö menn liafi and- legt þrek aö minnsta kosti til jafns á viö lúö líkamlega, og margir halda því fram, aö ef menn hafi nóg andlegt þrek í mannraunum, þá skipti hiö lík- amlega litlu máli. Ofn í strætisvagnabiðstöð. Kæri Fálki. — Nú ligg ég í rúminu og það er rétt svo, að ég get skrifað þetta bréf. Mér varð of kalt um daginn í norðanáttinni og varð að leggjast. Meðal annars varð ég að bíða eftir strætisvagni niður á torgi í næstum tuttugu mínútur. Ég ætlaði að segja frá því að mér varð hrylli- lega kalt, svo álpaðist ég inn í skýlisómyndina þarna á torginu. Þar var enginn ofn, en skjól var þar. Mér finnst að Strætisvagnar Reykjavík- ur ættu hið fyrsta að setja ofn þar inn. Passíusálmar HALLGRIMS PÉTURSSONAR a r Formáli eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Fimmtíu heilsíðumyndir eftir Barböru M. Árnason. Þessi nýja og glæsilega útgáfa hins þriggja alda gamla snilldarverks er komin í bókaverzlanir. SÁLMALÖG við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Sigurður Þórðarson safnaði og raddsetti. Friðrik A. Friðriksson skrifaði nóturnar. Lögin, sem sungin voru í útvarp á föstunni. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS geröarlist. Hins vegar sjáum viö Stjáni. okkur ekki fœrt aö birta af Svar: honum mynd aö svo stöddu. Þaö finnst okkur Hka. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.