Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKÖNNUÐURINN MIKLI „Þetta er mjög gamalt bragð,“ sagði landkönnuð- urinn hæversklega. „Þú munt finna það í Árbók landkönnuða, sem óbrigðult ráð, þegar slíkt ber að höndum.“ Hann kastaði af sér kápunni og reyndi að taka af sér grímuna. En þótt Panda hjálpaði til, tókst ekki að taka þetta höfuðdjásn af. Allt í einu hrópaði Panda: „Ég heyri í trumbum. Hvað ætli það þýði?“ „Trumbur,“ svaraði landkönnuðurinn, „flýttu þér, Panda, þeir eru á hælunum á okkur.“ Og þeir félag- ar hlupu sem fætur toguðu til skógar. Hljóðið í trumbunum fór dvínandi, unz það hvarf alveg. „Nú er allt í lagi,“ sagði landkönnuðurinn. „Við skulum reyna að taka grímuna af mér. Mann- æturnar hafa misst af okkur.“ „Já, en nú eltir ljón okkur,“ sagði Panda og skalf af hræðslu. Þeir sneru sér báðir við og stóðu augliti til auglitis við konung dýranna. En það tók þegar á rás, þegar það sá grim- una, sem landkönnuðurinn var með. „Ég held, að ég ætti að halda grímunni enn um stund,“ sagði land- könnuðurinn, „hún getur komið að gagni, þegar sér- staklega stendur á.“ Þeir félagar komu að fljóti nokkru. Landkönnuð- urinn athugaði kortið. „Þetta hlýtur að vera fljótið, sem forfeður mínir fundu,“ sagði hann. „Það virðist renna í gegnum mitt landið, Bongo landið, Panda. Við skulum búa okkur til fleka og sigla á honum niður fljótið.“ Brátt var flekinn tilbúinn og þeir fé- lagar sigldu niður fljótið og dáðust að landslaginu. Landkönnuðurinn bar enn þá hina hræðilegu grímu. Ef til vill gat hún komið aftur að gagni í þessu furðulega landi. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.