Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 33
Þeir setjast stundarkorn inn í stofu meðan smellt er af ljósmynd. Séra Bjarni litast um. — Þessi bær er kúríósum, hér hefur ekkert breytzt í 80 ár. Nema hvað komið er útvarp og rafmagn. Hér kom maður oft og fékk hressingu hjá þeim Þuríði og Birni sem var faðir þessa Björns. Hann vindur sér að blaðamanninum glettinn á svip: — Þú skalt ekki tala um að við höfum stolið rófum. Það er eins og ég hafi komið hér í gær. Alltaf fannst mér svo hátíðlegt að koma hér, því það lak ekki eins og heima. Hann Björn sem bjó hérna, hann var dyravörður hjá Þorláki Johnsen kaupmanni þegar hann sýndi fræðandi skuggamyndir fyrir almenning. Það voru myndir af frægum mönnum, stór- um stöðum og atburðum. Og Þorlákur flutti fræðandi skýringar með mynd- unum. Þetta var ókeypis fyrir almenn- ing, það var gengið um bæinn með bí- læti og útbýtt. Þá var um að gera að vera á vakkj og fá bílæti. Ég' man ég var að læra að lesa hjá gömlum karli á VestUrgötu. Ég leit upp úr bókinni og sá út um gluggann að farið var að út- býta bílætum á götunni. Ég iðaði allur í skinninu en þorði ekki að hafa orð á neinu. Þá sagði húsfreyjan, hún sá hverskyns var: „Sigurður, þú verður að lofa drengnum að skreppa út og fá sér bílæti.“ Og ég lét ekki segja mér tvisvar, þaut út eins og píla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hér um slóðir voru lesnir hús- lestrar undir súð í torfbæjum, sól bak- aði fiskinn á stakkstæðunum og strákar laumuðust í kálgarða. Bæirnir horfnir hver af öðrum, eftir lifa nöfnin á vörum gamla fólksins: Vorhús, Bakkabær, Austur-Bakki, Vesturbakki, Ólafsbakki, Ánanaust, ísvarsel, Litla-Sel, Mið-Sel, Stóra-sel.... Fjögurra hreyfla farþegaflugvél þýt- ur yfir höfðum okkar og nöfnin drukkna í ærandi gný frá hreyflunum. • • • H'fí Æ • R ■ ■ ■ H ■ KLETTUR-KPR■ L 0 T T fí R ■ 5 J fí L / SPKTIR-HVPéSI ■ ■ ■ ■ H/ ■ ■ ■ ■ ■SIJR'FREíSl-PIF - H fí H / /Y H ■ ■ SN/n-KPfíFSfí-KURF/r/N-riES T / U ■ TPOfír/ftR-'fíRF/fíSl-fí-rlT ■ R ■ & P fí 5 ft ■ R ■ H Rfí w/fí ■ K ‘fl L / /V <’J ■ ■ ■ D E K K R / ■RE/FU/T-P, ftVL/r ■ 5 K £ / Kfl ■ L 5 E ■ /Y / R U K! ■ / /V U £t • LE / Hfl ■ T U H Cr U f/ fí ■ R / O ■ fí R K ft HEILfí-fíUR/rlN - ■ F ■ H f? P R / K ■ E / /nu R / H N ■ Ð / D ■ T> PflS L ft ■ N / L o p u r/> ■ rt u n N fl ■ u n T> fí r/ R o /n n N ■ ’ft • fl R Ct fí A ffl U R • H R O T T ) ■ F / L m fl r/ V ft H 0 S E Ð £ R V £ £> U R fl-Ð/n O R(? rt / ■ Geysimargar lausnir bárust við 8. Verðlaunakrossgátu Fálkans og að venju var dregið úr réttum lausnum. Verðlaunin hlýtur að þessu sinni Sverr- ir Pálmason, Vesturgötu 129, Akranesi. Rétt lausn birtist hér að ofan. Kæri Astró. Mig langar til að biðja þig að spá fyrir mér. Ég er fædd kl. tvö eftir hádegi. Ég á nú heima í sjávarþorpi á Vestur- landi. Ég er þriðja bekk í menntaskóla en finnst lang- skólanámið ekki eiga við mig. Ég er frekar eirðarlaus og er fljót að fá leiða á flestu. Mér þykir gaman að ferðast og sjá mig um ög kynnast nýju fólki og langar mig til að vita hvaða störf myndu henta mér bezt, og um framtíðina, hvort ég giftist seint eða snemma, ástamálin, peninga- málin og heilsufarið. Því hef- ur verið spáð fyrir mér að ég ætti við nokkra erfiðleika að etja á lífsleiðinni, og lang- ar mig til að vita í hverju þeir eru fólgnir. Vinsamlegast birt- ið ekki fæðingardag ár og stað. Ég bíð með óþreyju eftir svarinu. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir birtinguna. Nana. Svar til Nönu: Við þökkum gott bréf þitt Nana. Þig langar til að fá stjörnulesningu af því að þér hefur verið spáð nokkrum erfiðleikum á lífsleiðinni. Þetta er út af fyrir sig ekki stór spádómur, því við eigum öll við einhverskonar erfið- leika að stríða, ef þeir eru ekki efnahagslegir, þá eru þeir einhvers konar sálar- kreppur. Sem sagt erfiðleikar birtast í mörgum myndum og sérhvert okkar verður að leysa þá hnúta sem lagðir eru fyrir okkur hverju sinni, að öðrum kosti skýtur sömu vanda- málunum upp fyrir okkur aftur og aftur og hætta ekki að sýna ásjónu sína fyrr en við höfum endanlega leyst þau. Það er lítið að marka þó leiði sé í þér í Menntaskólan- um. Það munu fáir hafa yfir þeim sálarstyrk að ráða að þykja skylduámsgreinar menntaskólanna skemmtilegt námsefni, og það versta er að þessir minnisgáfnaþjálfunar- skólar komast langt í að drepa þá skapandi orku, sem býr með flestum börnum er þau hefja skólanám. Lífsleiðinn í skólunum og námsþreytan stafar af of þröngum starfs- hring. Of fáir hæfileikar eru þjálfaðir, sem eru þó ekki síður mikilsverðir heldur en minnisgáfan. En við skulum láta þetta nægja um það. Á hinn bóginn benda afstöðurn- ar til þess að þegar út á sér- nám væri komið þá mundi þetta allt liggja létt fyrir þér. — Vísindalegar rannsóknir myndu eiga vel við þig. Þ. e. a. s. það sem þú hefðir áhuga á. Ekki þýðir fyrir okkur að starfa að hlutum, sem við höfum engan áhuga á, því þá sezt lífsleiðinn aftur að okkur. Við verðum því að finna okk- ar köllun í lífinu, þar sem við innlifum okkur í viðfangsefn- ins eins og lítil börn að leik. Á þann hátt ræktum við sálar- líf okkar skjótast og sem bezt og er það ekki eini tilgangur- inn með lífinu, ræktun þess, sem að eilífu stendur og aldrei fellur þótt hið jarðneska form breytist, hverfi og ummynd- ist? Annars er eitt atriði, sem ég vildi sérstaklega benda þér á til að öðlast hamingju í lífinu. Það er að lifa nokkuð fjöl- breyttu lífi. Þegar þú hefur starf síðar meir, þá er þér mjög nauðsynlegt að hafa ein- hverja tómstundaiðju, helzt eitthvað arðbært, en í öllu falli þá er það hið versta, sem þú getur gert, það er að sitja auðum höndum. Þetta er mjög áberandi hjá flestu Tvíbura- merkisfólki og það nýtur sín bezt ef fjölbreytni er í starfi þess. Ráðandi pláneta þín er Merkúr, sem goðafræðin kennir við sendiboða guð- anna, en það átti að tákna hugsanirnar. Fólk sem hefur þessa áhrifaplánetu er venju- lega talsvert hugsandi og vel greint fólk Það er fremur hlé- drægt og dregur sig talsvert inn í skel sína til að athuga málið, þegar vandamálin rísa. f korti þínu fellur Merkúr, Venus og Marz í áttunda „hús“ eða geira stjörnusjár þinnar. Þetta bendir til þess að þú hafir dálæti á öllu, sem dularfullt er og dulrænt. Fólki með þessa afstöðu er sérstaklega ráðlagt að taka eftir draumum sínum, því þeir hafa oft yfir að búa dul- rænum skilaboðum í tákn- máli sínu. Upp á framtíðina í sambandi við sérnám og lang- skólanám, þá benda þessar plánetur þarna til að þú ættir auðvelt með að leggja fyrir þig sálræn vísindi, sem eru á örri þróunarbraut til vegs og virðingar í dag. Viðvíkjandi ástamálum þá virðist mér sem tveir menn komi mikið við sögu hjá þér, en bezt makaval fyrir þig er úr merki Vogarinnar, sem stendur frá 21. september til 21. okt. ár hvert. Einnig merki Vatnsberans, sem stend- ur frá 21. jan. til 19. febr. Ljónsmerkið mundi eiga nokkuð vel við þig og Hrúts- merkið. f þessu tilliti er árið 1965 mjög áberandi og annan þeirra muntu hitta þá. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.