Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 12
SMÁSAGA EFTIR HINN KUNNA DANSKA RIT- HÖFUND, JOHANNES V. JENSEN Villt á eyðimörk Um atvik það er hér greinir, var mikið rætt meðal Evrópumanna í Egyptalandi enda harla lærdómsríkt, og af því er upplýst varð sem og því er hægt mun að ímynda sér, má skeyta söguna saman í eina heild. Bifreiðin, er hvarvetna fer sigurför, hefuneinnig lagt undir sig eyðimörkina, enda verður það æ tíðara, að skemmti- ferðir eru gerðar út í auðnina frá Kairó. Eru þá gjarna margir vagnar í flota, og ekkert hugsað um vegi, enda ná þeir allajafna skamma leið. Er þá ekið út í öræfi eyðimerkurinnar í hvaða átt sem vera skal. Þessar aflmiklu nýtízkuvél- ar komast yfir hvernig land sem er, og gera mílufjarlægðirnar að engu, hér sem annars staðar. Sunnudagsmorgun einn hafði hópur manna lagt af stað í sex bifreiðum. Var fyrst ekið um Kaíró með sinni háreysti, síðan haldið upp Nílardalinn, yfir bændabyggðirnar og sveitaþorpin, loks inn yfir jarðir eyðimerkurinnar, þar sem náttúran skiptir allt í einu um svip. Ferðin gekk fljótt. Eftir klukkustundar akstur var komið inn í hina víðu auðn, ef hægt er að komast svo að orði. Ekk- ert að sjá til allra átta, annað en þögla, mannlausa og gróðurvana eyðimörk. Eftir aðra klukkustund sáu allir vagn- arnir enn hver til annars, var þó haft langt bil á milli, vegna ryksins. Þá sprakk á aftasta bílnum, svo hann varð að nema staðar til viðgerðar. Tveim mínútum síðar var hann aleinn í auðn- inni, hinir fimm voru horfnir úti við sjónarrönd, eins og töfrahönd væri veif- að. Bílstjórinn tók nöldrandi til við að setja nýjan hjólbarða á. í vagninum var aðeins tvennt, eig- andinn og kona hans ung. Hún steig út á sandinn í háhæluðum glæsiskóm, eins og skrautgripur úr dýru og brot- 12 hættu postulíni, horfði á, er Karl opn- aði kassann undir sætinu og rótaði í honum í leit að verkfærum. Hvar er helvítis tjakkurinn? Karl var alltaf í illu skapi, þegar eitt- hvað bilaði hjá honum. Hann tók á af öllum kröftum, ataði sig út, skaut hattin- um aftur á hnakka og réðist á járn með járni. Hann var þá fjarska ónotalegur, reifst við sjálían sig og hrinti mönn- um frá með handleggnum, ef þeir ætl- uðu að benda á eitthvað og hjálpa til. Endaði oftast með því, að jafnvel hin unga frú dró sig í hlé, ögn leið eins og aðrir. Þessir karlmenn misstu alveg stjórn á sér, þegar þeir voru að fást við vélar sínar. Frúin reikaði spölkorn frá, til að lofa Karli á skyrtunni að bölva vagninum í einrúmi. Hið síðasta, sem hún sá, var vestisbak hans, breitt og bólgið af gremju. Hann veitti því enga athygli að hún fór. í nándinni var dalverpi eitt lítið, með einhverju grænu, sem var líkast blóm- um. Þangað var gott að ganga meðan maðurinn lauk verki sínu. Og þegar hann hafði lokið því, var frúin horfin! Elísa hét hún, og það mátti segja að hún kæmi þarna til eins konar Undra- lands, þótt öðruvísi væri en í bókinni góðu. Hana hafði ekki dreymt um ann- að eins. Dalur sá, er hún hvarf niður í, var til að byrja með lægð í landið, wadi, farvegur eftir uppþornað vatnsfall, sem lá í ótal krókum, víkkaði út og breikk- aði í botninn. Þarna voru eyrar með stökum steinum, og þar hlaut að vera raki í jarðveginum, því að hér uxu hinar og þessar tegundir jurta, sem Elísa hafði hið mesta yndi af. Hún leit upp öðru hverju, brúnir dalverpisins girtu að vísu fyrir útsýnið, en hún var fárra mínútna gang frá vagninum, svo hún gekk lengra niður í dalinn og fór að safna sér í vönd af öllum blómum, sem hún fann. Milli steinanna uxu stinnir runnar, blóm með þykkum og safamiklum blöð- um, líkt og ísblóm, og þó áþekk örsmá- um gúrkum. Önnur höfðu þyrna eins og nálarodda, þessi er úlfaldarnir þreifa svo varlega um með snoppunni. En þarna voru líka reglulegar blómjurtir, ein lítil og fíngerð, líkust káli með litl- um blómum, sem minntu Elísu á engi og vor. Aðrar voru enn framandi og þær ætl- aði hún að hafa í vöndinn. Það glóði á litaskrúð langt í burtu og Elísu fannst hún fara of langt frá upphaflega staðn- um. Hún gerði sér þetta ljóst, sneri við og las blóm á botni dalsins í baka- leiðinni án þess að líta upp. Nú er þornaður farvegur í eyðimörk eins og tré með mörgum greinum, sem renna út í einn stofn. Gangi maður niður eftir þeim, er komið niður í aðal- farveginn, gangi maður upp eftir þeim, er hætt við að villast inn í grein, sem liggur fast við hlið þeirrar, sem haldið var niður eftir. Á þeim sést enginn mun- ur, en hún getur legið í allt aðra átt. Elísu varð gengið inn í kleif, sem hún kannaðist ekki við, þegar hún hugs- aði sig um. Hélt hún hefði farið hægra megin við leiðina sem hún kom, og í stað þess að snúa við, kleif hún því hiklaust upp hallann til vinstri, til þess að komast yfir í réttu lægðina á ný. Brekkan var grýtt, með hvassyddum klettanibbum. Hún rispaðist á öklum og hruflaði sig í lófunum af átökun- um, en loks náði hún upp á brúnina. Það var rétt, að þarna var dalur með blómskrúði í botninum og Elísa hélt af stað upp eftir honum. En hún hafði FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.