Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 23
átt samtal við hann og boðizt til að að efninu. Hún sagði honum allt sem hún vissi um Arnold Rasmussen og við- skipti hans og að hann væri meðeig- andi í fyrirtæki, sem ekki alls fyrir löngu hefði sent á markaðinn nokkur hjartalyf, sem væru mjög lík lyfi Juli- ans en miklu dýrara í framleiðslu og og ekki eins áhrifamikil. — Ég hef þess vegna fyllstu ástæðu til að ætla, að Rasmussen hafi eingöngu áhuga á lyfi Julians í því augnamiði að koma í veg fyrir að það komist á markaðinn, sagði hún loks. — Ég hef kaupa hans aðild að samningnum, en hann hafði ekki áhuga á tilboðinu. Hins vegar hef ég ekki hugsað mér að horfa aðgerðarlaus á svona samvizkulausan þrjót eyðileggja lífsstarf mannsins míns. Ég á við fyrrverandi mannsins míns, leiðrétti hún. Bácker sat og virti hana fyrir sér. Hvað hafði hún nú í hyggju? Bar hún enn þá hlýjar tilfinningar til Julians Brandt? Hann átti erfitt með að trúa því. Hann hafði heyrt sögusagnir um, að samkomulagið í apótekarahúsinu í Bursagasse hefði verið næstum óþol- andi. — Hvað viljið þér að ég geri, spurði hann. — Eins og þér vitið hefur apótekið tilheyrt minni fjölskyldu mann fram af manni, hélt Bettina áfram. — Þegar ég giftist fékk maðurinn min rétt til þess að stjórna apótekinu upp á lífstíð svo að segja, en lögfræðilega séð er ég enn eigandi þess. — Kæra frú Brandt, sagði Bácker óþolinmóður. — Allt þetta veit ég mætavel. Haldið þér að .... — Nú kem ég að kjarna málsins, greip hún fram í. — Julian hefur aldrei neitað því að hann hefur fært sér í nyt formúlur og lyfseðla, sem faðir minn og afi létu eftir sig. Það lítur út fyrir, að þeir hafi allir hver á fætur öðrum gert tilraunir með hjartalyf. Hann hefur meira að segja viðurkennt, að hann hefði aldrei getað fundið upp þetta lyf sitt, ef hann hefði ekki notið undirbún- ingsvinnu þeirra. Auk þess hefur hann gert allar sínar uppgötvanir í apótek- inu með efnum þess og tækjum. — Uppfinningin tilheyrir sem sagt eiganda apóteksins en ekki Julian Brandt. Er það það, sem þér eigið við, frú Brandt? Bácker strauk sér hugsi um hökuna, en hélt síðan áfram: -— Brandt hefur með öðrum orðum selt það sem hann átti ekki. Ef þér blandið yður inn í málið verður samn- ingurinn við Rasmussen ógildur. Af- skaplega slungið, frú Brandt. —- Ég er hingað komin til þess að fullvissa mig um, að málið sé einmitt þannig vaxið, sagði Bettina. Lögfræðingurinn kinkaði kolli. — Já, það er rétt. Þér getið fengið samninginn ógiltan. En ég er hræddur um, að hvorki Brandt né börn ykkar komi til með að álíta, að þér hafið breytt heiðarlega gagnvart fyrrverandi mannni yðar. Þau munu álíta, að þér séuð tilfinningalaus og fram úr hófi eigingjörn og hugsaði um það eitt að sölsa undir yður lyfið til þess að geta grætt á því. — Þá áhættu tek ég sjálf, svaraði Bettina og tók hanzka sína og veski. — Með tímanum uppgötvar hann ef til vill....Ég hef ekki hugsað mér að setjast að hér í Túbingen, hélt hún áfram. — Strax og þetta mál er til lykta leitt, ætla ég að hverfa aftur þangað sem ég kom. Nokkrar vikur voru liðnar frá dauða Jurgens. Þvingandi kyrrð hvíldi yfir stóra húsinu í Bursagasse. Bettina sá ekki mikið af börnum sínum. Til þess að geta hitt Pedro eins oft og mögulegt var, hafði Doris látið innrita sig á tungumálanámskeið við háskólann og Albert og Wolfang voru önnum kafnir við nám sitt. Julian fór næstum daglega til Stutt- FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.