Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 29
E. S. Turner, sem fjallar um sögu ástar og biðla, kemstu að raun um að áður en „trúbadúrarnir“ á miðöldum hófu að reika milli hirða og syngja um ástir og þrár, hafði enginn maður biðlað til verðandi eiginkonu sinnar í þeim skiln- ingi, sem við leggjum í það orð. Hjóna- bönd voru fyrirfram ákveðin af for- eldrum viðkomandi aðila t. d. ung- menna eða eldri manns og dóttur ein- hverra foreldra. Þarna var ekki um neina rómantík að ræða. Hjónabandið var aðeins ætlað til þess að viðhalda ættinni og til þess að eiginmaðurinn hefði konu til þess að standa fyrir heimili, sem sagt e. k. ráðskonu. Ef einhver maður gerði sér far um að geðjast konu, þá var það áreiðanlega ekki sú, sem hann átti að giftast. En er „trúbadúrarnir“ hófu að syngja ástarsöngva, þá rann upp ljós fyrir ýmsum ungmennum, að mikils væri misst við skipulagið eins og það var þá. Karlmenn gerðu sér far um að vera kurteisir og konur lærðu að láta dást að sér. Þetta nýmæli átti upptök sín í Suður-Evrópulöndunum, þó einkum í Frakklandi og breiddist þaðan út til Ítalíu, Spánar og norður á bóginn. Fjölskyldan vildi nú samt ákveða framtíð hinna ungu og þúsund ljón urðu á vegi hinna ungu elskenda, sem nú hófu kirkjugöngur af miklu kappi. í skjóli bæna og tíðasöngs laumuðust elskendur til þess að þrýsta hendur hvors annars — og það sem betra var — ákveða stefnumót eftir ýmsum leið- um. Allir þessir erfiðleikar, sem þurfti að sigrast á, tendruðu eld í brjóstum elskendanna, og ef þau ekki gátu sést eins oft og hjartað bauð þeim, þá urðu biðlarnir að syngja eldheit ástarljóð í tunglskininu og túlka tilfinningarnar á þann hátt. Margur biðillinn, sem ekki Ráðlegging til karlmanna: Gætið vel að því, að stúlkan, sem þér sækist eftir, sé hrein á hálsinum og bak við eyrun. hafði hæfileika til þess að yrkja um hjarta sinnar heittelskuðu, eignaðist nú nýjan óvin að berjast við. Ýmsir leigðu sér hjálp heldur en að játa hæfileika- skort sinn. Ýmsir óþolinmóðir aðdáend- ur gripu bréfahnífinn í stað pennans og skáru t. d. af sér litlafingur og sendu sinni heittelskuðu sem sönnun þessara ofsalegu tilfinninga — og glötuðu auð- vitað stúlkunni. Ýmsir kusu þó fremur að tryggja sér brúði upp á gamla mátann, ef til vill til þess að losna við skriftir á ástar- bréfum. Árið 1478 ritaði ungur biðill svohljóðandi bréf til unnustu sinnar, sem aðeins var tólf ára að aldri: „Ef þú vilt vera góð stúlka og borða allan matinn þinn á hverjum degi, svo að þú vaxir fljótt, þá gerirðu mig óendanlega hamingjusaman. — Ég bið guð almátt- ugan að gera þig að góðri konu .. .“ Hún hlýtur að hafa hlýtt ráðum hans því að ári seinna voru þau gift. Við skulum nú aðeins líta í ritverk enska rithöfundarins Robert Burton, og „Hvað þér eruð dásamleg,“ segir hann með blómunum símmu „Þér hafið ofurlitla von,“ svarar hún á máli blævængsins. fá ofurlitla hugmynd um ástandið á 17. öldinni: „Hinn ungi biðill nútímans er aum- kunarverður náungi. Hann situr tím- unum saman fyrir framan andlitsmynd sinnar heittelskuðu og stynur þungan. Hann óskar þess að hann væri söðull, sem hún sæti á, blómvöndur, sem hún andaði að sér ilminum af. Hann myndi glaður láta hengja sig ef hann aðeins fengi að gera það með sokkabandinu hennar. Er hún nálgast þá flýtir hann sér að rétta úr sér, strýkur yfir hár sitt, og yfirskegg. Annarlegt blik er í aug- um hans.“ Þessir ungu menn hljóta að hafa notið þessa kvalafulla ástands, því að 100 árum eftir rit Burtons, skrifar Richard Steele, í tímaritið „Áhorfand- inn“, sem hér segir: „Fegursta tíma- bilið í ævi hvers manns er trúlofunin. Ást, aðdráttarafl og von, allar þessar tilfinningar eru vaktar, er það ekki dásamlegt?“ Hann mælir með því, að ungt fólk sé trúlofað í langan tíma, „til þess að ástríðurnar fái tíma til þess „Bara að maður væri söðull, sem hún gæti setið á!“ að skjóta rótum og vaxa og dafna við von og eftirvæntingu.“ Auk þess lítur hann á aðrar hliðar málsins og segir: „Fyrir hjónabandið ber að varast of mikla gagnrýni á göllum sinnar heitt- elskuðu, en eftir á að vera ekki of um- burðarlyndur.“ Langt trúlofunarstand gæti ennfrem- ur komið sér vel fyrir fleira en hina andlegu hlið málsins. Tökum sem dæmi, að nú á dögum hafa ýmsar konur reynt að blekkja menn með því að ganga með fölsk brjóst. Faðirinn mælir eftirfar- andi varnaðarorð við son sinn, „til eru konur, sem stoppa upp sinn flata barm til þess að gabba unnusta sína.“ Nú skilst ef til vill betur það ráð, sem annar faðir gefur dóttur sinni. Hann varar hana við því, „að láta nokk- urn mann fara höndum um brjóst hennar.“ Ef til vill var þetta vani hjá ungum mönnum til þess að fullvissa sig um, að þeir væru ekki að kaupa köttinn í sekknum. — Ennfremur er mönnum ráðlagt að athuga vel, „hvort stúlkan, sem þeir eru að manga við, sé hrein á hálsinum og bak við eyrun og hverfa snarlega frá henni, uppgötvi þeir að ekki sé allt með felldu í þeim efnum.“ Annars hafa formælendur langra trúlofana haft í huga þá kosti sem fylgja þessum trúlofunum, „á þeim tíma er hægt að laga ýmsa galla og móta hugarfar þeirrar heittelskuðu. — „Eitt ár þolinmæði og þrautseigju, þús- und hugsanir og getgátur, vonir, ótti, óskir ....“ Þarna má nú segja að flestir var- naglar séu slegnir eftir öllum kúnstar- innar reglum. Því verður ekki neitað að á vorum tímum hefur þessu vissu- lega farið mikið aftur, bæði mun skorta kunnáttu og tíma. Eisenhower fyrrverandi Bandaríkja- forseti bað konu einnar í síma og er vissulega minni „stemning“ yfir slíku en mansögn eða eldheitu ástarbréfi, en hingað til hefur tæknin þó hvorki Framh. á bls. 32. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.