Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 14
Við mættum þeim uppi á Eiríksgötu. Þeir voru að fara í bankann, Blóðbank- ann. Þetta var hljómsveit Andrésar Ingólfssonar og þeir voru þarna allir, Enginn hafði skorazt undan. Það var ætl- un þeirra að gefa blóð og við fylgdumst með inn og gættum að því, hve karl- mannlega þeir báru sig að. Það er vor í lofti og blóðið streymir örar í æðunum. Menn fyllast nýjum þrótti og roði hleypur í kinnarnar. Mönnum hleypur kapp í kinn og skeyta því engu þótt þeir þurfi að ösla forina upp í ökkla. Upp Eiríksgötu stikla sjö þróttmiklir menn, þeir eru augsýnilega á leið í bankann. Blóðbankann. Ef betur er að gætt, sézt, að þetta eru kunnug andlit, nánar til tekið, hljómsveit Andrésar Ingólfssonar og söngvari hennar. — Við ætlum að gefa blóð, segir Andrés. Þeir ganga inn. — Vilt þú setjast hérna í þennan stól, segir hjúkrunarkonan við Ólaf Gauk. Ertu búinn að fá þér kaffi? Þegar Ólafur Gaukur svarar því ját- andi tekur hún blóðprufu á eyranu á honum. — Þetta er ekki neitt, segir hún. Hefurðu fengið einhverja næma sjúk- dóma, gulu eða berkla? Nújá, þá er allt í lagi, þú hefur líka rúmlega 100% blóð. Viltu svo fara fram á skrifstofu og láta skrá þig? Hjúkrunarkonan tekur prufur af öllum og gerir létt að gamni sínu við hvern einstakan. — Ég hef haft blett í lunga, segir Andrés. — Það er áreiðanlega ekki nema ást- arblettur, segir hjúkrunarkonan og brosir við. Og Andrés fer fram á skrifstofu. — Þú ert nú með mesta blóðið, segir hjúkrunarkonan við Elvar Berg. — Stórmerkilegt, skýtur Ólafur Gauk- ur inn í, minnsti maðurinn með mesta blóðið. Þeir leggjast upp á bekkinn, Ólafur, Gunnar Sveinsson og Elvar Berg. — Það kemur ekki til mála að rugla blóðinu úr mér og söngvaranum, segir Gunnar Sveinsson. Hjúkrunarkonan stingur nú á æð- inni á Ólafi og hann ber sig karl- mannlega. Blóðið rennur ljúft niður í flöskuna. — Þetta er einstaklega fallegt blóð í þér Ólafur, segir hjúkrunarkonan. — Eigum við að hafa meira „beat“ í þessu, Andrés? spyr Gunnar og tekur fastar um pumpuna. Nei, það held ég að sé alveg óþarfi, svarar Andrés. — Eigum við ekki að komponera blóðtöku-twist? spyr Gunnar. Þú sem- ur textann, Ólafur. Meðan blóðflöskurnar eru óðast að fyllast, er söngvarinn, Harald G. Har- alds næstum búinn að ljúka við ávaxta- safann í flöskunni. En ávaxtasafi eða kaffi er gefið á eftir blóðtökunni. — Mér þykir merkilegt, hvað mikið er eftir af blóði, segir Ólafur Gaukur, um leið og hann rís upp af bekknum. — Þetta er hálfgerður Skoti hjá þér, Elvar, segir hjúkrunarkonan. — Hvað kallið þið Skota? spyr ein- hver. — Það er þegar blóðið rennur hægt í flöskurnar, svarar hjúkrunarkonan. — Ekki af því að það er Skoti, wisky í því? spyr Gunnar Sigurðsson. — Nei, alls ekki, Skotablóð, það er bara grín, anzar hjúkrunarkonan. — Hér skortir alltaf blóð, heldur hjúkr unarkonan áfram, enda er svo að segja hver dropi nýttur. Við geymum blóðið ekki nema í þrjár vikur og við stóra uppskurði þarf oft mikið blóð að gefa. Menn þurfa ekkert að óttast þetta, því að þetta er ekki neitt og þeir sem einu sinni hafa komið, eru ekki hræddir við að koma aftur. Fólk utan af landi ætti að gera sér að reglu að líta við hérna í Blóðbankanum og leggja inn svolítið af blóði. Satt er það, þetta er ekki neitt. Þeg- ar menn eru drifnir inn í blóðtökuklef- ann er fyrst tekin blóðprufa á eyranu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.