Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 18
FIIVKVI IVHIVIJTUR UM FURÐULEG FYRIRBÆRI LÍTIL STÚLKA GRÉT í litlu þorpi á Norðvestur-Jótlandi hafði faðir minn keypt jörð. Henm fylgdi hreysi, sem við áttum að búa í, þar til nýtt hús yrði byggt. Fyrir fram- an hreysið stóðu tvö risastór pílviðar- tré, sem átti að fella, þegar búið var að rífa hreysið. Dag nokkurn haustið 1914 var ofsa- rok. Það heyrðist mikið á í gamla hreys- inu og gnauðaði óhugnanlega í stóru trjánum. Faðir minn hafði farið til ná- granna okkar, en ég sat í eldhúsinu ásamt móður minni. Tvær litlar systur mínar voru sofnaðar. Ég var tíu ára og átti að lesa lexíurnar mínar. Litla systir fór að gráta og ég var sendur inn til hennar til þess að gefa henni snuðið. Mér til mikillar undrunar sváfu báðar telpurnar vært. Ég fór aftur fram og hélt áfram lestrinum. Örskömmu síð- ar grét litla systir aftur. Að þessu sinni fór móðir mín sjálf inn til þeirra og kom að vörmu spori aftur mjög undr- andi. — Þetta var mjög undrandi, sagði hún. — Sváfu telpurnar, þegar þú fórst inn til þeirra? Áður en ég gat svarað játandi, grét litla systir enn á ný og að þessu sinni beisklegar en fyrr. Við rukum bæði inn í svefnherbergið, en telpurnar sváfu báðar sætt og rótt. Stormurinn gnauðaði fyrir utan, og skyndilega tók móðir mín báðar telp- urnar sofandi upp úr rúminu, gat með erfiðismunum klætt þær í einhver föt, en síðan hlupum við út, framhjá nýja 18 FÁLKINN húsinu, sem brátt var fullbúið, og til nágranna okkar. Faðir okkar varð afar undrandi, þegar mamma kom með bæði börnin á þessum tíma dags, en grannkonan dreifði talinu og sagði: — Þið komið einmitt beint í kvöld- kaffið. Það er gott að þið eruð komin undir þak, því að nú er farið að rigna. Mamma bað mig að fara út og sækja tréskóna, sem við höfðum skilið eftir á tröppunum. Ég leit yfir til heimilis okkar. Það var niðamyrkur, en skyndi- lega dró ský frá mánanum og í daufu skininu sá ég mér til skelfingar annað píliviðartréð falla á hreysið. Ég rak upp óp og pabbi kom út. Nú var aftur orðið dimmt, en ég sagði hvað ég hafði séð. Pabbi trúði mér ekki og nágrannarnir ekki heldur: En mamma hljóp heim, án þess að segja orð. Við hin fórum á eftir. Annað stóra pílviðar- tréð hafði fallið á hreysið og mölbrotið annan enda þess. Hinn helmingurinn stóð hins vegar með öllu óskemmdur. Við fórum inn. Það logaði enn þá í eldavélinni í eldhúsinu. Við fórum inn í svefnherbergið. Þar stóðu rúmin okk- ar þriggja óhreyfð, en bjálki hafði fallið á rúm litlu telpnanna. Ef telpurnar hefðu ekki verið fjar- lægðar, af því að mamma og ég heyrð- um grátinn innan úr svefnherberginu, hefðu þær báðar farist. J. S. ENDURFUNDIR Á leiðinni til Esbjerg vorið 1913 hitti ég unga stúlku á járnbrautarstöð- inni í Fredericia. Ég hjálpaði henni að bera farangur hennar. Hún ætlaði til sama staðar og ég, og eftir þetta hitt- umst við oft og vorum talsvert mikið saman. Elisa, en svo hét hún, var undarleg stúlka. Hún var draumlynd og oft eins og úti á þekju og fjarskalega dul í skapi. Kvöld nokkurt, er við vorum saman fór hún skyndilega og alveg að ástæðu- lausu að gráta. Ég reyndi að hugga hana og spyrja hana hvað að henni gengi, og þegar hún svaraði mér loks var rödd hennar annarleg og eins og hún kæmi úr fjarska. -— Ég sé margt látið fólk, sagði hún. — Ég heyri marga hrópa á hjálp. Þremur dögum síðar varð óhuganlegt járnbrautarslys við Esbjerg! Ég tók sjálfur þátt í björgunarstarfinu og sá með eigin augum, það sem Elisa hafði séð fyrir. Að kvöldi til nokkru síðar vorum við enn saman, og vildi hún þá allt í einu fara til Lemvig, en þaðan var hún ættuð og þar bjuggu foreldrar hennar. Ég fór með henni og einmitt í sama mund og við komum til heimilis henn- ar, komu nokkrir fiskimenn með föður hennar látinn. Hann hafði drukknað. TJm haustið fór ég frá Esbjerg. Síð- asta kvöldið mitt var ég með Elisu til þess að kveðja hana — ef til vill fyrir fullt og allt. Kveðjustundin fékk ekkert sérstaklega á mig, enda hafði samvera okkar aldrei byggst á öðru en vináttu og félagsskap frá minni hálfu. En þegar ég hafði orð á því, að við sæjumst ef til vill aldrei framar, urðu augu hennar undarlega fjarræn og ein- kennileg. Hún hvíslaði að mér: — Nei, ég veit að vegir okkar skilj- ast nú um tíma og eilífð. En enn þá einu sinni munt þú koma til mín og öðlast hvíld, þótt við sjáumst aldrei framar. Ég skildi ekki hvað hún átti við, ekki fyrr en mörgum árum síðar. Ég var þá við vinnu á Norður-Sjá- landi og sumardag nokkurn í ágúst var ég ásamt mörgum vinnufélögum mín- um á skemmtun í næsta kaupstað. Það var orðið áliðið nætur og síðasta lestin þegar farin, svo að ég varð að ganga heim, en vegalengdin var þrjár mílur. Á leiðinni sótti mig þreyta, enda var ég ekki með öllu allsgáður eftir gleð- skapinn. Þegar ég var kominn svo sem hálfa leið heim, fór ég inn í lítinn og skrítinn kirkjugarð, og lagðist til svefns á einum legsteinanna. Þegar ég vaknaði, virti ég fyrir mér legsteininn sem ég hafði hvílst á. Þar stóð ELISA. Seinna tókst mér með miklum erfiðis- munum að fá fulla vitneskju um, að þetta var gröf æskuvinkonu minnar. Síðan fer ég á hverju ári í þennan litla kirkjugarð á Norður-Sjálandi og legg blómvönd á leiði hennar. B. de M. AÐVÖRUN Það hófst í París. Ég hafði ferðast á fingrinum eins og það er kallað og var loks kominn til borgar lífsgleðinnar eftir viðburðaríka ferð um Sviss og eftir Riverunni. Ég var nú loks á heim- leið. í París fékk ég merkilegt bréf frá föður mínum. Hann var ekki vanur að vera hræddur um mig, þegar ég var á þessu flakki mínu, en bréfið hafði hann skrifað eingöngu til þess að var mig við að ferðast með hættulegum farartækjum, sérstaklega mótorhjólum. Hann bað mig að gæta þess vandlega, að ferðast eingöngu með gætnum öku- mönnum. Ég tók þetta ekki alvarlega, en þegar næstu nótt var ég á óþægilegan hátt minntur á bréfið og aðvörun föður míns. Um miðja nóttina vaknaði ég eftir óhuganlegan draum. í draumnum var ég á heimleið á mótorhjóli. Allt í einu vorum við komnir til bæjar nokk- urs og ókum þar beint á múrvegg. Ég leið hræðilegar kvalir og við það vakn- aði ég. í draumnum fannst mér eins og ég vissi nafnið á bænum, en það var gleymt, þegar ég vaknaði. Og næstu daga gleymdi ég einnig sjálfum draumn- um. í útjaðri Parísar varð ég að bíða Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.