Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 25

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 25
Fáar framhaldssögur, sem FÁLKINN hefur birt, hafa orðið vin- sælli en Gabriela, sagan um hin flóknu vandamál og örlög fóiksins í apótekarahúsinu í Bursagasse. Þessari spennandi sögu lýkur í næstu tveimur blcðum. En hafi Gabriela verið spennandi, þá verður næsta framhaldssaga FÁLKANS ekki síðri. Hún hefst í næsta blaði og nefn- ist KATRÍN. Höfundur hennar er víðlesinn skáldsagnahöfundur, Britt Hamdi. Katrín er ung og falleg stúlka, sem býr í fátækrahverfi í London En fátæktin varð ekki hennar fylgikona alla ævi. Rosk- inn aðalsmaður tekur hana upp á arma sína og veitir henni öll ytri gæði veraldar. Katrín lendir í óteljandi ævintýrum, sem ekki verða rakin hér. En saga hennar hefst í næsta blaði og það verður enginn svikinn, sem fylgist með henni. NÝ FRAMHALDSSAGÁ í NÆSTA BLAÐI Hann fann hana í dagstofunni, þar sem hún sat og las blöðin. — Það var gott að þú komst, sagði Bettina, þegar hún kom auga á hann. — Ég var einmitt að hugsa um að senda Minnu eftir þér. Nú ert þú brátt búinn með ritgerðina þína, er það ekki? — Hvað meinarðu? Bettina lagði blaðið frá sér og leit á son sinn. — Ég hafði hugsað mér að taka þig með mér til Mexico strax og þú ert bú- inn. Þar er margt athyglisvert fyrir fornleifafræðinga og svo væri skemmti- legt að hafa þig hjá sér. Viðbrögð Alberts komu henni mjög á óvart: — Ég held, að því miður geti ekki orðið af því, sagði hann kuldalega. — Hvað áttu við? Fyrir nokkrum vikum sagðist þú vonast til þess að geta lokið náminu í vor. Þú segir.....Hún hætti í miðri setningu og hélt síðan áfram: — Hvað er að, Albert? Hvað hefur komið fyrir? Hvað er það sem þér liggur á hjarta? Albert leit undan. — Er það satt að þú hafir í hyggju að sölsa undir þig uppfinninguna hans pabba? Bettina varð undrandi. — Hver hefur sagt þér það? — Ég vil vita sannleikann í þessu máli. — Hvar hefurðu heyrt þetta? En Albert gaf sig ekki. — Ég vil fá að vita, hvort það er satt, að þú sért að reyna að tileinka þér hjartalyf pabba með hjálp einhverra lagakróka. Bettina hallaði sér aftur á bak í stóln- um. Hún tók sígarettu upp úr veski og kveikti í henni. Hendur hennar skulfu eilítið. — Og ég vil vita hvaðan þú hefur þessar fréttir, sagði hún. — Viltu vera svo góður að segja mér það? Albert baðaði út höndunum. ■—- Hvers vegna ekki. Það hefur jú í rauninni enga þýðingu og fyrst þú vilt endilega vita það...... Gabriela var rétt í þessu að segja mér það, en ég trúði henni ekki. Bettina reykti í ákafa. — Jæja, svo að það er úr þeirri átt- inni sem vindurinn blæs. Frú Gabriela Brandt. Albert gekk nokkur skref nær henni. — Já, einmitt. Gabriela Brandt. Ég held að hún og pabbi hafi nú liðið nóg þín vegna. Mér finnst að eftir allt það, sem hún hefur orðið að ganga í gegn- um...... Bettina greip fram í fyrir honum: — Það skiptir engu máli hvað þér finnst, Albert. Þú hefur engan rétt til að blanda þér inn í þetta mál. Þú skil- ur ekki. .... Hún reis á fætur og tók að ganga um gólf. Loks stanzaði hún beint fyrir framan Albert. — Hvernig stendur á því, að þú kem- ur allt í einu fram sem .... riddari Gabrielu? — Af því að ég hef samúð með henni. Og af því að hún á enga sök á öllu þessu. — Nei, auðvitað ekki. Ekki frá henn- ar bæjardyrum séð. Nújæja, það gildir svo sem einu. En ég aðvara þig, Albert. Það lítur næstum út sem henni hafi tekizt að hringla í höfðinu á þér. Á þér líka ætti ég kannski að segja. Albert varð kafrjóður í framan. Hann kreppti hnefana. — Þú hefur engan rétt til þess að gerast dómari yfir henni, hrópaði hann. Engan rétt yfirleitt. Þú.....Hefurðu gleymt. .... Án þess að ljúka setningunni, snéri hann sér eldsnöggt við og fór út. Þegar Minna gamla kom inn í her- bergið nokkru síðar sat Bettina við skrifborðið, fól andiltið í höndum sér og grét ákaft. Minna flýtti sér til hennar. — Kæra barn. Hvað hefur nú komið fyrir? Það leið löng stund þar til Bettina gat komið upp nokkru orði. — Ég hef tapað, Minna, kjökraði hún. — Ég hef tapað baráttunni um börnin mín. Nú er ekki annað fyrir mig að gera en fara héðan. (Sögunni lýkur í næstu 2 blöðum). FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.