Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 23.05.1962, Blaðsíða 28
Astleitui Riddaraskapur í ástamálum er að syngja sitt síðasta vers. Nú er það sjón- varpið, sem allt er að eyðileggja í þess- um efnum. Það var fulltrúi á einhverri húsmæðrasamkundu, sem sagði eitthvað á þessa leið. Henni var mikið niðri fyrir, er hún líkti saman framkomu unga fólksins á uppvaxtarárum hennar og nú á dögum. Á þeim árum voru ungu mennirnir óðir í stefnumót (leynileg) með ungum stúlkum, fara með þeim í gönguferðir, bjóða þeim út, já, það mátti næstum segja að unga fólkið hugsaði bara ekkert nema hvert um annað. Þetta var gullöld — en nú er hún virti fyrir sér æskuna nú á tímum, — hví- lík bylting, sorglegar breytingar til hins verra. Nú voru engir sem fóru á stefnu- mót, jafnvel á yndislegum sumarkvöld- um fer enginn lengur út að ,,sverma“. Unga fólkið nennir bara alls ekki út! Það situr inni og glápir á sjónvarp! Hvílík niðurlæging! Samkvæmt skoðunum blessaðs full- trúans þá hafði þetta sjónvarpsbrölt í för með sér ferlega breytingu á sam- skiptum kynjanna, því að nú myndi unga fólkið steinhætta að skjóta sig hvert í öðru, þar af leiðandi myndi ekki vera framar um ást að ræða. Þar sem nú vantaði ástina, myndi hjóna- bandið brátt úr sögunni, og að svo komnu myndu engin börn framar fæð- ast og þannig myndu þjóðirnar brátt ganga til'þurrðar! Sjáið nú bara til, lesendur góðir, húsmæður hafa mikinn áhuga á því, að unga fólkið gerist hrifið hvert af öðru. Þetta er nú reyndar ekki alveg eins slæmt og fyrrgreindur fulltrúi vildi vera láta, og margir eru reyndar á þeirri skoðun að sjónvarpið sé unga fólkinu að ýmsu leyti hjálplegt í ásta- málum. Þegar biðlarinn á sjónvarps- skerminum hvíslar ástarorðum í eyra 28 FÁLKINN elskunnar sinnar, þrýstir biðlarinn heima í stofunni hönd sinnar elskuðu til þess að gefa i skyn, að hann hugsi hið sama. Hér á landi er þetta ekki enn þá orð- ið vandamál dagsins, en kvikmyndirn- ar og þá einkum þrívíddarmyndirnar, hafa undarlega mikil áhrif á sálir ung- menna og líklega jafnmikil og sjón- varpið, og það er allt að því jafn þægi- legt að sitja í rökkvuðu kvikmynda- húsi og vera í stofunni heima hjá sér. Ennfremur má í þessu sambandi nefna veitinga- og danshúsin, þar sem dægur- lagasöngvarar kyrja þrungin ástarljóð. Er þeir syngja um ástina og þrána, horfir herrann við borðið eða á dans- gólfinu ákaft í augu stúlkunnar, sem hann þráir. Meira þarf ekki til, Jafnvel þótt tækni nútímans hafi að mestu útrýmt hinum forna riddaraskap í þessu tilliti, þá gengur unga fólkið Nútíma ástarsena í austrinu: Ég syng um elskuna mína og spara benzínið. samt enn þá í heilagt hjónaband og upp- fyllir jörðina eins og áður tíðkaðist. En — að sjálfsögðu mun hinn aldni herramaður, sem um aldamótin biðlaði til sinnar heittelskuðu, nú fitja upp á nefið, er hann sér ungt par þjóta af stað í bifreið eða á skellinöðru. Honum finnst nefnilega að valstakturinn sé heppilegri fyrir hjörtun en mótorskell- irnir. Hann minnist hinna gömlu tíma með trega, er sú heittelskaða sat í sófa og gaf óskir sínar til kynna með því einu að veifa blævæng sínum. Ef hún huldi andlitið með honum, þannig að aðeins sást í augun, þessa feikna dýr- mætu gimsteina, þá boðaði það gott. Ef til vill var hún að leyna því hve mikið hún roðnaði — eða hve lítið hún roðnaði. — Auðvitað höguðu ekki allar stúlkur sér eins í gamla daga, þær voru jafn misjafnar að gæðum þá og nú. Ef stúlkan færði blævænginn að vörum sér, þá var ef til vill óhætt að þrýsta kossi á rauðar varirnar, en léti hún smella í blævængnum, þá var venju- lega bezt að hypja sig. Skyldi nokkurt par nú á dögum gera sér grein fyrir öllu því, sem unga fólkið sagði með blómum í gamla daga? Eitt blóm er hallaðist eilítið til vinstri þýddi: Þér eruð yndisleg! Til hægri: Ég elska þig! Með einum blómvendi var hægt að gera heilmikla ástarjátningu án þess að segja eitt einasta orð. En þetta kost- aði mikla þekkingu á þessu þögla en yndislega tungumáli, sem enginn nú til dags nennir að læra. Ástleitni eða biðlun þekkist ei fyrr en í lok 12. aldar, eða svo segja gáfumenn, sem þykjast hafa lagt stund á þessi fræði. Þeir halda því fram að skáldin hafi fundið upp ástina. Og ef þú lesandi góður, lítur í bók eftir enska skáldið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.