Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 12
Tíkin sú arna er afbragðs fjárhundur enda af alíslenzku kyni. Um daginn eignaðist hún ellefu hvolpa. á garðrækt. Eru það einkum húsmæð- urnar, sem hana stunda. Garðurinn í kringum húsið er oft stolt húsmæðr- anna. Hvernig eru nýbýli í sveitum nú á dögum? Menn vita vel, hvernig um- horfs er í nýbyggingum í Reykjavík, enda eru stundum birtar greinar í blöð- um um hvernig menn búa. Fálkinn leit því við í Biskupstungum og spjallaði lítilsháttar við búendur á nýbýli. Bónd- inn er Tungnamaður en konan úr Rvk. Spölkorn frá Vatnsleysu stendur ný- býlið Heiði. Þar býr sonur Þorsteins á Vatnsleysu, Sigurður að nafni. Það er athyglisvert, hvað allt er þrifalegt og þokkalegt í kringum bæinn. Jafnvel brúsapallurinn niður við þjóðveginn er málaður vel og vandlega, en hliðið og akvegurinn heim að bænum ber snyrti- mennsku húsbóndans vitni. Það er sól- skin og hiti, þegar við ökum í hlað. í fjarska heyrist spói vella. Það veit á gott, nýgræðingurinn þarf á vætu að halda. Það er vel byggt að Heiði, stórt og myndarlegt íbúðarhús og rúmgóð gripahús. Upp við fjósið er ungur maður að sýsla við dráttarvél. Tík hleypur á móti okkur og geltir hátt. 12 FÁLKINN — Hún er alveg óð, hún er sígjamm- andi, segir Sigurður og brosir við. Hún er með hvolp, greyið. Ég fékk hana austan af Fjörðum. Hún er af íslenzku kyni. Sjáið þið bara upphringað skottið, það er einkennið. Ég vil alls ekki missa hana, hún er góð á kindurnar. Þessir útlendu kynblendingar nenna varla að gelta. Það er ekkert gagn í þeim, nema þá helzt við minkinn. Við viljum sjá hvernig nýtízku fjós eru í sveit á íslandi og göngum því þangað. Þetta er stór bygging, fjós ásamt hlöðu. Það er bjart inni í fjós- inu og kýrnar maula heyið ánægjulega. — Hvað hefurðu margar kýr núna, mjólkandi? — Þær eru tólf, en verða 14, þegar kvígurnar þarna eru búnar að bera. — Þarna er ein nýborin. — Já, hún var að bera. Þetta er bezta mjólkurkýrin mín. Hún mjólkar bæði mest og fitumagnið er mest í hennar mjólk. Hún fékk líka að valsa um í túninu í fyrra eins og hún vildi. Tíkin ræðst á okkur með offorsi. Hún geltir og urrar og glefsar í buxnaskálm- arnar. Það heyrist gagg innan úr hlöðunni. — Hefurðu hænur? — Já, ég er að reyna að koma mér upp stofni. Það er bara fyrir heimilið. Minkui’inn drap einu sinni fyrir mér allar hænurnar. — Hvar er fjárhúsið? — Það er lengra upp í túninu. Það er talsverður spölur þangað. En viljið þið ekki ganga í bæinn? Hann býður okkur til stofu. íbúðar- húsið að Heiði villir ekkert á sér. Það er stórt og myndarlegt eins og íbúðar- hús í sveit eiga að vera. Það er ekki reist eða innréttingu hagað eftir nýj- ustu tízku, heldur þannig, að það sé sem hentugast og þægilegast. Það er 110 fermetrar að flatarmáli, ein hæð og ris. — Viljið þið snaps? spyr Sigurður. Við afþökkuðum boðið og hugsuðum með sjálfum okkur, hvort allir frum- býlingar væru svona fornbýlir. — Þú byrjaðir að búa 1955. Hvernig hefur búreksturinn gengið? — Það er alltaf erfitt að byrja. Þetta kemur ekki allt í einu. — Fékkstu góð lán, þegar þú varst að byggja? — Ég fékk eins og hægt var að fá. Og ég var svo heppinn að vera snemma í þessu, áður en vextirnir hækkuðu. Við lítum út um gluggann. Alls stað- ar í kring blasir við ræktað land. — Þú hefur ræktað mikið hér, Sig- urður. — Já, maður er alltaf að rækta, bæta við túnið. Annars er hann svolítið erf- iður móinn hérna til ræktunar. Hann þarf geysimikinn áburð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.