Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 13
—- Hvað berðu á?
—• Eg ber mykju í flögin, en svo út-
lendan áburð og Kjarna á túnið.
—• Þú hefur kindur, hvað hefurðu
margar?
— 130.
— Og leggurðu stund á ullarrækt?
— Nei, aðaláherzlan er lögð á kjötið.
— Hefurðu gott beitarland?
— Agætt, að vísu hefur verið anzi
margt fé á afréttinum, en það er af-
bragðs beit þar.
— Við sáum áðan hjá þér hænur,
hefurðu nokkuð hugsað um það að
koma upp alifuglarækt?
— Nei, ég held ég geri það ekki.
Verðið á þeim afurðum er svo rokk-
andi.
— Hefurðu svín?
—- Nei, mig vantar korn til þess að
geta haft svín. Auk þess hef ég ekki
nógu mikinn úrgang til þess að gefa
þeim.
Þú hefur þá ekki lagt út í kornrækt?
— Maður hefur nú nóg með jarðrækt-
ina enn.
— Hvernig líkar konunni að búa í
sveit?
Frú Ölöf brosir við. Hún er úr Reykja-
vík.
•— Mér líkar það alveg prýðilega,
svarar hún.
— Hvernig er það, hafið þið Tungna-
menn lagt niður reiðmennskuna? Áttu
nokkra hesta, Sigurður?
— Já, ég á fjóra hesta. Hér er nauð-
synlegt að eiga hest. Bæði er langt að
reka féð á fjall og smala afréttinn.
—■ Já, svo er líka starfandi hesta-
manna félag í hreppnum, bætir frú
Ólöf við, þeir fara oft í útreiðar á sunnu-
dögum.
— Líkar þér ekki vel búskapurinn?
— Maður er kominn yfir það erfið-
asta, segir Sigurður. Og það bezta við
búskapinn er, að maður er sjálfs síns
herra.
☆
Bezt að vera sjálfs síns herra.
Við kvöddum nú hjónin á Heiði og
lögðum af stað niður Tungurnar. Hvar-
vetna voru menn að starfi. Á einu
býlinu var bóndinn að huga að fénu í
túninu, á öðru var verið að plægja, og
því þriðja var verið að aka mykju í
flag. Mjólkurbíll ók eftir veginum og
stanzaði við hvern brúsapall og tók
mjólkurbrúsa og setti tóma á pallinn í
staðinn. Ekki leið löng stund, unz ein-
hver lagði af stað frá bæjunum og sótti
brúsana. Ef til vill hefur verið eitthvað
annað á brúsapallinum, sem nauðsyn-
legt var að ná í. Jepparnir þutu fram
hjá á veginum með hýrlegar stúlkur
innanborðs. Jeppinn er eitt nauðsyn-
legasta farartækið í sveitinni og hverj-
um bónda er það kappsmál að eiga
góðan jeppa.
Sólin skein í heiði og það voru kyn-
legar skuggamyndir, sem komu í ljós
í hlíðunum. Rykið þyrlaðist upp af
veginum. Það er víst töluverður áburð-
ur í ryki, því að víða var grasið iðgrænt
við vegarbrúnina, enda notuðu rollurn-
ar það sér óspart. Við og við hlupu
heimskir hundar í veg fyrir bílana og
geltu að þeim. Erlendir hundar voru
það, þeir eru víst fjarskalega heimskir
og latir, þótt þeir nenni að gelta að
bílum.
Glæsilegar byggingar blasa við. Stórt
og myndarlegt félagsheimili ber af
öðrum húsum í þyrpingunni. Þar heitir
Aratunga. Þeir búa vel að menningar-
málunum, Tungumenn. Skömmu síðar
ökum við í gegnum stórt gróðurhúsa-
hverfi. Þar inni má sjá tómata, agúrk-
ur og alls konar plöntur blómgast og
dafna. Þetta er framtíðin. Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu hefur
þá rétt að mæla: — Þessi sveit hefur
ákaflega mikla framtíðarmöguleika.
Svetom,
☆
Börnin að Heiði fylgdust vel með ljósmyndaranum og gerð-
um hans, enda varð sú raunin á, að hann tók þessa fyrir-
taks mynd af þeim.
Séð yfir fjósið á Heiði. Fremst á myndinni er bezta mjólkur-
kýrin, sem gengur sjálfala í túni Sigurðar á sumrin.
FALKINN