Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 17
leikrit gerði hann frægan á örskömmum tíma. Það hefur verið sýnt í þekktustu leikhúsum fjölmargra landa við miklar vinsældir og kvikmynd hefur verið gerð eftir því. Hún var sýnd hér í Stjörnubíó fyrir nokkrum árum. Gunnar Eyjólfsson leikur nú aftur sitt gamla hlutverk, en Herdís Þorvaldsdóttir fer með hlutverk konunnar. Leikstjóri er Klemens Jónsson. Leiktjöldin eru gerð af Guðna Bjarnasyni leiksviðsstjóra Þjóðleikhússins. Leik- sviðsútbúnaður og búningar eru mjög skrautleg og skemmtileg, enda oft skipt um svið í leikriti, sem nær yfir fimmtíu ára tímabil. FÁLKINN birtir á þessari opnu myndir úr hinni nýju uppfærslu á „Rekkjunni“. Myndirnar fimm hér að neðan eru teknar í réttri tímaröð, allt frá brúðkaupsdeginum og til elliáranna. Á síðustu myndinni hugsar eiginmaður- inn um látna konu sína og hún birtist honum í brúðar- skartinu. Það má lesa sitthvað úr þessum fimm myndum. Þær sýna okkur basði hið súra og sæta, sem öll hjón lifa í langri sambúð. Stóra myndin hér að ofan er ef til vill dæmigerðust fyrir „Rekkjuna" — þetta skemmtilega og mannlega leikrit, sem höfðar til allra hjóna. Myndirnar eru teknar af Þorvaldi Ágústssyni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.