Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 8
■ OLLUM HLUTUM Það er búsældarlegt í Tungunum. Þar er víða reisulegt heim að sjá og augsýnilegt, að þar býr fólk, sem þykir vænt um sveitina sína. Dag nokkurn þegar túnin voru rétt tekin að grænka og æmar nýfarnar að bera, flaug Fálk- inn heim að Vatnsleysu og hitti Þor- stein Sigurðsson bónda að máli. Hann var reyndar önnum kafinn, enda höfðu þeir verið að jafna niður sköttunum í sveitinni þann dag. — Ég hef alltaf sagt, að mér væri illa við blaðamenn, segir Þorsteinn. — Eitt sinn er ég var staddur á fundi í Noregi og brá mér út, þá varð einhver kauði fyrir mér. Hann sagðist vera blaðamaður og vildi tala við mig. Ég vildi ekkert við hann tala, en hann gafst ekki upp og að lokum varð ég að láta undan. — Segðu mér eitt, hvað ertu búinn að búa lengi á Vatnsleysu? — Núna eru það fjörutíu ár. Við skul- um annars sleppa því að tala um minn búskap. — Gengið vel? O, ekki get ég nú sagt að það hafi gengið vel á kreppu- árunum. Það hefur gengið svona upp og niður. -—■ Hvað hefurðu stórt bú? — Ég er að draga saman seglin, ég er að draga saman seglin smátt og smátt. Einn sonur minn er farinn að búa með mér og annar hefur stofnað nýbýli þarna niður frá. Sjáðu, það heit- ir Heiði. — Hvað hefurðu margar kýr í fjósi? — 14 kýr. — En hvað hefurðu margt fé? — 180 fjár, ég er að draga saman seglin. Það þarf að hugsa vel um bú til þess að það beri góðan ávöxt. — Hverjir eru aðalkostir þessarar jarðar? — Þetta er beitarjörð, hér er ákaf- lega gott beitarland, segir Þorsteinn — og hér má rækta 80—90% af jörðinni með góðu móti. Flyzt fólk úr sveit- inni? — Það flyzt alltaf fólk úr sveit- inni, segir Þorsteinn og brýnir raust- ina. — Sveitina vantar fjármagn til þess að halda öllu fólkinu. En fólkinu hér hefur aðeins fjölgað. Það er hér nú um 470 manns. Þessi sveit hefur ákaflega mikla framtíðarmöguleika. — Vantar fjármagn? — Það vantar fé. Hvað heldurðu að það kosti að byggja nýbýli? Hálfa aðra milljón, jafnvel meira, tvær milljónir. — Og í hvað fer allt það fé? — Það þarf að byggja íbúðarhús, gripahús, fjós, fjárhús og hlöður. Hvað heldurðu að það kosti? — Ja, góð íbúð í Reykjavík kostar svona 700 þúsund. — Er nú ekki hægt að fá góða íbúð fyrir minna? Við getum alltaf reiknað með um milljón í húsakost. — Þarf ekki að kaupa vélar og bústofn? — Jú, það þarf að kaupa vélar fyrir svona 200 þúsund. Það er lágmark, seg- ir Þorsteinn, — það er algjört lágmark. Svo er bústofninn eftir og jarðræktin. Á efri myndinni sér heim að Vatns- leysu, hinu reisulega búi Þorsteins Sig- urðssonar, stórbónda. Stóra myndin hér til hægri er einmitt af honum. Hann segir m. a. í viðtáli við FÁLKANN: „Okkur bændurna vantar alltaf fé í veltuna. Staðreyndin er sú, og það gerir ekkert til þótt ég segi þér það, — við bændurnir fáum ekki nóg fyrir afurð- irnar. Þess vegna erum við ekki sam- keppnisfærir á almennum vinnumark- aði.“ FÁLKINN bregður sér að þessu sínni feðgana Þorstein Sigurðsson og Sigurð út á iand og heimsækir son hans að Vatnsieysu FALKINN 8

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.