Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 24
litlum stólkolli og fyrrverandi eldhús- skáp úr óhefluðum fjölum. Katrín skúr- aði kytruna umhyggjusamlega til þess að losna við þá kæfandi lykt af gömlum matarleifum, sem í henni var. Þegar Katrín hafði lokið hreingerningunni, fannst henni þetta litla herbergi hið snotrasta. Frú Perkins kom inn í sama bili og skoðaði vandlega veggina og gólfið. — Þú ert að minnsta kosti þrifin, stelpa mín, sagði hún. — Það er strax mikill kostur. Síðar kemur í ljós hvort hægt er að nota þig til að gera eitthvað fleira. Katrín leit undan og gat ekki varizt að brosa ofurlítið í laumi. Útlit og klæðnaður frú Perkins gaf alls ekki til kynna, að hreinlætið væri sú dyggð, sem hún mæti mest. — En eitt get ég sagt þér strax, hélt frú Perkins áfram. — Ég vil ekki hafa neitt karlmannastand í þessu herbergi. Þú átt að vera kurteis og elskuleg við gestina, en þú hleypir þeim ekki hing- að inn til þín, það get ég sagt þér. Um launin skulum við ekki tala, fyrr en sézt hvort þú ert starfi þínu vaxin. Til að byrja með færðu fæði og hús- næði og helminginn af því þjórfé, sem gestirnir kunna að stinga að þér. Við Perkins fáum hinn helminginn. Og þú skalt ekki reyna að stinga neinu undan — ég aðvara þig. Stúlkan sem var hér á undan þér var einmitt rekin fyrir það. Á sunnudögum áttu frí, en þú verður fyrst að fara til kirkju með mér og Perkins. Við erum guðrækið og virðulegt fólk, jafnvel þótt við rekum krá. LITLA 5AGAN: VEIDI- ÞJÓFURINN Rönne skógarvörður var í slæmu skapi. Enn einu sinni hafði hann eytt heilli nótt að leita að þessum bannsetta Lars Holt. Rönne hafði ekki fundið tangur né tetur af honum. Það var ör- uggt, að Lars Holt stundaði veiðiþjófn- að, og það var einnig öruggt, að jafn- skjótt og skógarvörðurinn hafði tekið byssu sína niður af veggnum, farið út að leita hans, var Lars Holt allur á bak og burt. Þegar skyggja tók heyrðist í hvert skipti skot úti í skógi. Var þá Rönne skógarvörður ekki seinn á sér, hann stökk fram úr rúminu, flýtti sér í buxurnar, og fór út í skóg til þess að ná í þennan bannsetta veiðiþjóf. Rönne stikaði í gegnum skóginn þveran og endilangan, og sjaldan kom hann heim fyrr en tekið var að birta, og þá var hann alltaf í ægilega súru og leiðinlegu skapi, af því að Lars Holt var honum ofjarl að slóttugheitum. Lars Holt stundaði garðyrkju við skógarjaðarinn. Hann gætti vel að sínu, sá vel um sig og sínar skepnur og það var annálað, hve snyrtilegt var heima hjá honum, enda þótt hann væri pipar- karl. Hann var myndarlegur og frísk- legur ungur maður, í stuttu máli sagt, mjög karlmannlegur maður. Eini löst- ur hans var veiðiþjófnaðurinn. Enn einu sinni hafði hann verið að skemmta sér með byssu út í skógi og Rönne skógarvörður hafði orðið af næt- ursvefni einu sinni enn. — Náðirðu í hann, pabbi? spurði hin laglega dóttir hans, Konstance við morgunverðarborðið. —- Náði í hann, hvæsti skógarvörður- inn. — Lars Holt er ekki sú manngerð, sem maður getur sótt út í skóg og tek- ið með sér. Hann hefur þann viðbjóðs- lega hæfileika að geta gert sig ósýnileg- an á sama augnabliki,og maðurinn öslast í gegnum skóginn. En ég skal lofa þér því, telpa mín, að ég skal hafa hendur í hári þessa þorpara. Sá veiðiþjófur hefur ekki fæðizt enn þá, sem .... — Nei, ég veit það pabbi. En, je- menn eini, þó hann sæki sér einn fasan í soðið af og til, er það svo voðalegt? Þú 'veizt líka, að hann gerir það ekki af neyð, þetta er íþrótt hjá honum.... — Það er lítilmannleg íþrótt að hafa roskinn mann að fífli. Það er þorpara- skapur, einfaldlega ill. ... — Jæja, gefðu okkur þá þitt sam- þykki. Hann hefur lofað mér því, að hann muni aldrei stíga fæti sínum í skóginn, ef þú gefur okkur samþykki þitt. Lars Holt hafði lengi verið ástfanginn af Konstance og hún af honum, en Rönne skógarvörður hafði svarið þess dýran eið, að þau fengju aldrei að njót- ast fyrr en hann hefði haft hendur í hári þorparans og hann fengið verð- Framh. á bls. 36. 24 FÁLKINN Þrátt fyrir strangleikann í röddinni og hina mörgu og undarlegu skilmála, leizt Katrínu alls ekki ila á frú Per- kins og heldur ekki mann hennar. Hún fann greinilega, að það var ekkert illt til í þeim. Og eftir því sem dagarnir liðu og þau hjónin komust betur að raun um, að fegurð og yndisþokki Katrínar laðaði gesti að kránni, urðu þau næstum vingjarnleg í hennar garð. Á krána komu menn af ýmsum stéttum þjóðfélagsins og sumir þeirra reyndu að gera sér dælt við Katrínu. En henni lærðist fljótt að halda þeim í hæfilegri fjarlægð með léttu glensi og liprum hreyfingum, þegar grófar hend- ur teygðu sig eftir henni. Hún kunni í rauninni alls ekki illa við sig innan um alla þessa ólíku karlmenn, sem hlógu og skemmtu sér og síðast en ekki sízt: dáðust að henni. En þetta kom ekki í veg fyrir þá fyrirætlun hennar að koma sér lengra áfram í lífinu. Krá Perkins var aðeins fyrsti áfanginn á langri leið, sem hún átti fyrir höndum. Nú gat hún þekkt stöðu fólks í þjóð- félaginu bara með því að horfa á hend- ur þess og hlusta á tal þess. Fötin gátu blekkt, sérstaklega á þessum tíma, þeg- ar fjöldi kaupmanna frá East End hafði skyndilega grætt stófé og flutt til City til þess að lifa þar eins og hefð- arfólk. En þeim tókst aldrei að dylja uppruna sinn. Þeir töluðu hátt og mál- farið kom upp um þá. Þeir slógu sér á hné og hlógu hrossalega og hendur þeirra voru grófar. En þegar hún lá ein á kvöldin í her- berginu sínu og lét sig dreyma, þá var það ævinlega annars konar fólk, sem hún sá fyrir sér. Hún elskaði þennan fína ilm af eau de cologne, sem ævin- lega var af hefðarfólkinu, naut þess að hlusta á virðuleg og skemmtileg sam- töl þess, og dáðist að því hvernig það hélt á vínglösunum. Sá dagur kemur, sagði hún við sjálfa sig, að ég hitti slíkan mann, sem tekur mig með sér héðan og gerir mig að hefðarfrú........ Katrín hafði nú unnið í næstum mán- aðartíma í krá Perkinshjónanna. Henni leið mætavel, en samt fannst henni einhvernveginn eins og hún stæði utan við hið raunverulega líf. Hún þorði ekki að eiga stefnumót við neinn af þeim karlmönnum, sem komu á krána, af ótta við að Perkins-hjónin kæmust að því. En eftir því sem sum- arkvöldin urðu lengri og heitari, varð hún gripin ungæðislegri óþolinmæði. Dag nokkurn fóru hjónin út á land og það hafði það í för með sér að hún fékk einn frídag aukalega. Fyrir þjór- féð sem hún hafði aurað saman hafði hún keypt sér ljósgrænt efni og saum- að sér kjól. Hann var að vísu ekki sam- kvæmt nýjustu tízku en nægilega falleg- ur til að enginn mundi segja að hún væri utan af landi. Rautt hár hennar glóði undir nýstroknum léreftshatt- inum. Hún ólgaði af lífsgleði og eftirvænt- Framh. á bls. 34

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.