Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 36
KATIIÍX
Frh. af bls. 34.
Henni fannst hún geta setið svona tímum
saman og hlustað á hann segja frá.
Á heimleiðinni lagði hann handlegg-
inn utan um hana og hún megnaði ekki
að streitast á móti.
Á eftir sagði hann:
— Þú hefur ekki reynt mikið enn þá,
Ijúfan. Þú kannt ekki einu sinni að
kyssa. Þú átt ekki að þrýsta vörunum
saman eins og þú sért hrædd um að ég
bíti þig.
Hún reiddist orðum hans. Hvað meinti
hann með því að sitja hér og hæðast að
henni? Hvað meinti hann yfirleitt með
því að vera að kyssa hana?
— Þú vogar þér ekki að gera þetta
aftur, hreytti hún út úr sér og færði
sig móðguð í annað horn vagnsins.
Sem svar við þessu dró hann hana
allt í einu að sér, þrýsti vörum sínum
fast að hennar og þreifaði undir blússu
hennar. Stirð af hræðslu fann hún að
einn hnappur slitnaði af. Hana langaði
til að hrópa, en þorði það ekki. Ef hann
mundi nú fleygja henni út í myrkrið?
Hún hafði enga peninga á sér og hvern-
ig átti hún að komast heim?
í örvæntingu sinni reyndi hún að
finna einhverja leið út úr þessum ó-
göngum, jafnframt því sem hún reyndi
að endurgjalda ástaratlot hans. Loks
ýtti hún honum ofurlítið frá sér og
hvíslaði:
— Góði Sean .... hugsaðu um vagn-
stjórann .... geturðu ekki beðið ofur-
lítið. Ég .... ég er ein heima, eins og
þú veizt.
Hann hikaði andartak og starði á
hana í myrkrinu. Allt í einu fékk hún
andstyggð á honum. Hann var eins og
feiti þjónninn hann hr. Hitch. Hann
var ekki hótinu betri en hr. Hitch.
— Ein heima, já, það er satt, ljúfan.
Það er fyrirtak. Ég skal sjá um að þér
leiðist ekki. Sean O. Hara mun kenna
— Lokaœfing — eða hvað, með
langafa sem fyrirmynd.
36 FÁLKINN
þér meira um ástina, en þig getur órað
fyrir.
Hún svaraði ekki, var aðeins fegin,
að hann skyldi ekki taka eftir fyrirlitn-
ingunni í augum hennar. Ég verð að
sleppa, hugsaði hún. Ég verð að hafa
lykilinn tilbúinn. Bara að ég lendi ekki
í erfiðleikum með lásinn. Það fór hroll-
ur um hana þegar hún hugsaði um
þetta.
Þau nálguðust ákvörðunarstaðinn.
Katrín benti á hús alllangt frá krá
Perkins-hjónanna og sagðist eiga heima
þar. Vagnstjórinn hélt hestunum
meðan Sean leitaði að peningunum.
— Ég ætla að opna, hvíslaði hún
og smeygði sér út úr vagninum, án þess
að hann gæti nokkuð gert. Hann var
farinn að prútta um verðið við vagn-
stjórann. Á örskammri stundu hvarf
hún í myrkrið og læddist meðfram hús-
veggjunum. Hún heyrði að Sean hróp-
aði á hana um leið og hún opnaði dyrn-
ar á kránni og læddist inn. Hún stóð
lengi grafkyrr bak við dyrnar og hélt
höndunum fyrir munninn. Guði sé lof,
að það var svo dimmt, að hann gat
vonandi ekki hafa séð inn um hvaða
dyr hún fór. Hún heyrði hróp hans og
bergmál fótataks hans. Fótatak hans
bergmálaði meir og meir og nú var
hann beint fyrir utan dyrnar.....
(Frahmhald í næsta blaði).
LITLA SAGAX
Frh. af bls. 24.
skuldaða hegningu. Rönne var áreiðan-
lega maður til þess að halda þeim í
hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru þang-
að til.
Þannig leið tíminn, sumar, vetur,
vor og haust og alltaf heyrðist í byssu
Lars Holts í skóginum. Hann virti allar
friðunarreglur að vettugi og þegar ná-
búar hans spottuðust að þessu atferli,
svaraði hann gjarnan:
— Maður gengur nú ekki með alman-
ak á sér inni í skógi. Auk þess þegar
dýr skýzt fram hjá manni í dauðafæri,
getur maður ekki stillt sig.
Eitt kalt og napurt haustkvöld, þeg-
ar Rönne skógarvörður ætlaði einmitt
að fara að skreiðast í rúmið, heyrðist
skot úti í skógi.
— Ég skal aldeilis finna þennan skarf
í fjöru, muldraði skógarvörðurinn ösku-
vondur.
Konstance rétti honum byssuna.
— í nótt skal ég ná í rassinn á hon-
um, dauðum eða lifandi, hélt hann á-
fram. Öll sóknin er farin að gera gys
að mér vegna þessa drulluhala.
— Klæddu þig nú vel, farðu nú ekki
út, nema að hafa þykka trefilinn um
hálsinn, pabbi. Það liggur ekki svo
mikið á, að þú getir ekki klætt þig al-
mennilega. Og vertu svo ekki úti í alla
nótt.
Skógarvörðurinn hrifsaði riffilinn,
ergilegur. Hann slöngvaði byssunni yfir
öxl sér og hvarf út í skóginn.
Varla var hann kominn út úr dyrun-
um, fyrr en Lars Holt drap rétt á dyr á
garðstofunni. Konstance flýtti sér að
ljúka upp fyrir honum.
— En hvað þetta er í raun og veru
auðvelt, elskan mín, sagði hann og
brosti drengslega og setti byssuna frá
sér. — Bara hleypa einu skoti af, og þá
er brautin auð.
Wily Breinholts.
í DAGSIIVS ÖM
Frh. af bls. 25.
því ég var orðinn móðgaður yfir sila-
hættinum í honum.
Loks sá ég, að hér var eitthvað öðru
vísi, en það átti að vera. Tappinn sat
nefnilega laflaus í stútnum. Dolfallinn
lyfti ég honum upp úr stútnum, auð-
vitað án þess að svo mikið sem hinn
minnsti hvellur heyrðist. Ég stóð með
tappann í hendinni og horfði á hann al-
veg orðlaus. Hann var svo horaður og
auminjalegur, að ég hef aldrei séð ann-
að eins. Hann var samanskorpinn eins
og múmía!
Niðurbrotinn maður hellti ég í eitt
glasið, og smakkaði á eins og gestgjafa
er siður, ef vera skyldi, að veigarnar
væru baneitraðar. Líklega var vínið
ekki eitrað, en svo súrt var það, að það
var gersamlega ódrekkandi. Ég gekk
beint fram, og tæmdi frönsku madonn-
una mína í vaskinn, en fleygði henni
síðan sjálfri í öskufötuna.
Vonbrigðin voru mikil, en skýring-
una fékk ég daginn eftir hjá vínfróðum
kunningja, sem sagði mér, að kampa-
vín yrði alltaf að geymast á hliðinni,
því annars þornaði tappinn upp og
vínið súrnaði.
Dagur Anns.
Það irúði þeim engiim
Frh. af bls. 28
línu og þarna sáu fjölmargir þekktir
blaðamenn sér til mikillar undrunar
stóra vél sveima yfir höfði sér, snúa í
loftinu og lenda á sama stað og hún
hóf sig á loft.
Þetta var ótrúlegt, en þetta höfðu þeir
þó séð með eigin augum! Yfirmenn
þeirra, ritstjórana, reyndist nú erfitt
að sannfæra, — þeir tóku náttúrlega
tillit til starfsmanna sinna, en var
ekki bara verið að leika á þá? Útgefandi
New York Times, James Gordon Ben-
nett, sendi eftirfarandi fyrirskipanir
til fréttaritarans, sem sendur hafði ver-
ið á staðinn; „Af hjúpið þessa svika-
hrappa!“
Frakkar fóru nú að hugsa um að
kaupa flugvélar til hernaðarþarfa, en
hermálaráðuneytið í Washington lýsti
því yfir, að það hefði engan áhuga á
þessari uppfinningu og hernaðarsér-
fræðingar í Berlín litu ekki við þess-
ari vitleysu.
Einu ári síðar var komið annað hljóð
í strokkinn. Eftir flug vestan hafs og
Framh. á bls. 36.