Fálkinn - 05.09.1962, Page 4
Hin fræga ítalska kvikmyndastjarna, Claudia Cardinale, kom
fyrir skemmstu til Lundúnaborgar til að vera viðstödd hina árlegu
kvikmyndahátíð, sem þar er haldin. Á hátíðinni var hún meðal
annars kynnt fyrir brezku konungshjónunum. En henni veittist
einnig tíma til að skoða sig um í borginni. Hún heimsótti til dæmis
Portobello Market, og að sjálfsögðu voru blaðaljósmyndararnir á
hælunum á henni.
Það gerðist árið 1905. Sænskur hermaður,
Gotfried Werner að nafni, dvaldist í litlum
hersetnum bæ í Norður-Svíþjóð. Þar varð
hann ástfanginn af ungri og fallegri stúlku,
sem hét Emma, og hún af honum. Það var
ást við fyrstu sýn af beggja hálfu. En nokkr-
um dögum eftir að þau kynntust, var Gott-
fried fluttur á annan stað og slitnaði úr sam-
bandi við ástmey sína. — Nýlega auglýsti
hinn 78 ára gamli ekkjumaður, Gottfried
Werner, eftir ráðskonu. Og ein af umsækjend-
unum var engin önnur en Emma, sem hafði
ekki hugmynd um hver auglýsti. Undrun þeirra og gleði varð vissu-
lega mikil. Emma hafði verið ekkja í fjöldamörg ár. Þau giftu sig
að sjálfsögðu í snatri og eru bæði orðin ung í annað sinn.
Að loknum vinnutíma yfirgaf rússneskur
verkamaður verksmiðju sína og ók á undan
sér hjólbörum fullum af hálmi. Varðmaður-
inn við innganginn rannsakaði hálminn
gaumgæfilega, en fann ekkert grunsamlegt.
Næsta dag kom verkamaðurinn aftur með
hjólbörur og nú var hálmurinn rannsakaður
enn betur. En ekkert fannst. Hvern einasta
dag í tvo mánuði endurtók sagan sig og
undrun varðmannsins jókst stöðugt. Loks sagði hann dag nokkurn
við verkamanninn.
,,Nú er ég að hætta. Þér ætti því að vera óhætt að segja mér,
hverju þú hefur eiginlega verið að smygla út úr verksmiðjunni.“
— „Hjólbörum!“ svaraði verkamaðurinn.
I
Flestum er í fersku
minni, þegar lögreglu-
þjónn í Reykjavík tók
kunnan klerk að nætur
lagi til yfirheyrslu,
grunaðan um að hafa
gægst inn um glugga
hjá stúlku nokkurri.
Sagt er, að mál þetta
hafi borið á góma
milli séra Bjarna Jóns-
sonar vígslubiskups og
Páls ísólfssonar, þegar
þeir komu frá jarðar-
för, skömmu eftir að
atburðirnir gerðust.
Páll segir:
— Finnst þér nú, að þetta geti gengið fyrir
prest, ef það sannast, að hann hafi verið að
gægjast á gluggann þarna um nóttina hjá
stúlkunni?
— Það held ég ekki, svaraði séra Bjarni.
— Það gæti í hæsta lagi gengið fyrir orga-
nista!
★
Lesendum dettur ef-
laust í hug, að hér sé
komin gömul mynd af
Charlie Chaplin. En
svo er þó ekki. Það er
austuríska leikkonan
Telmy Talia, sem líkir
eftir meistaranum og
gerir það svo vel, að
hún hefur oft fengið
fólk til að trúa því, að
hún væri í raun og
veru Chaplin og eng-
inn annar. Hún hefur
kynnt sér svo rækilega
gömlu Chaplin-kvik-
myndirnar, að Chaplin
er orðinn hluti af lífi hennar. Á daginn er
hún leikkonan Telmy Talia, en á kvöldin á
leiksviði og í næturklúbbum, er hún Charlie
Chaplin, óþrjótandi lind hláturs, þegar hún
líkir eftir mesta gamanleikara sem nokkru
sinni hefur verið uppi.
★
Hvort sem eftir-
farandi saga er sönn
eða ekki, þá er hún
skemmtileg. Adenauer
var eitt sinn á ferða-
lagi með utanríkisráð-
herra sínum, Brentano.
Brentano var kvefaður
og hann uppgötvaði,
að hann hafði gleymt vasaklútnmn sínum
heima. Kanslarinn rétti honum strax sinn
klút. Brentano þakkaði Adenauer fyrir þetta
með svo mörgum og fjálglegum orðum, að
kanslarinn brosti og sagði:
— O, blessaður vertu ekki að tala um
svona smámuni.
— Smámunir, hrópaði Brentano. Herra
kanslari! Þetta er í fyrsta skipti sem þér lofið
mér að reka nefið í það sem yður er við-
komandi!
4
FALKINN