Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Síða 5

Fálkinn - 05.09.1962, Síða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á ’ blöðum og tímaritum. Þéi fáið blaðið, sem klausa yðai birtist í, sent ókeypis heim. Húsasmiðir alls konar, til að geyrna óskast. - Uppl. í síma 34429 eftir ld. 7. Vísir, 23. ágúst 1962 Sendandi: Þórhallur Maack. Morgunblaðið 27. júlí 1962 Sendandi: Þ. Eldjárn. Gorðaprýði Krisfmanns : ®q Kynlíf ; effir Khen | Þjóðvlljinn, 8. júli 1962 Sendandi: H. Jónsson. Börnin úr söfnuSinum voru að sniglast kringum brúöhjónin. og viö bentum á litla, brosleita telpu, og spuiöum, hvort þau langaöi ekki til að eignast lítinn anga. Tíminn, 24. febrúar 1962 Sendandi: B. Viggósson. Á FÖSTUDAGSMORGUN týndist svartur, amerískur brjóstahaldari. Finnandi vinsamlega hringi i sfma 20482. - Góð fundarlaun. (2201 Vísir, júli 1962 .. Sendandi: Yngvi Sveinsson. Hafnarfjörður Til leigu á Alfaskeiði 29, 1 stoía með baði og inn- byggðum skáp fyrir sjó- mann. "Regiusemi áskiiin Uppl. í sima 50628. Morgunblaðið 27. júlí 1962 Sendandi: Frímann Jóhannsson i£o«r48a. Mæðgurnar eru uuk alls systur, og hafa lengi halclið tryggð við handknattieikinn með góðum árangrl. Morgunblaðið, 24. júli 1962 Sendandi: Hnlda Guðmundsd. Sálfræði Þekktur sálfræðingur leit fullur meðaumkunar á sjúk- ling sinn og spurði hann: , — Hvenær tókuð þér fyrst eftir því, að þér greidduð skattana yðar — með mestu ánægju? Kóngafólkið Belgíska konungsfjölskyld- an hefur í hyggju að höfða mál á hendur frönsku fyrir- tæki, sem framleiðir þvotta- vélina Fabiola. Með risastór- um stöfum auglýsa þeir Fabiolu á þennan hátt: Predikarinn og púkinn Samkvæmt sál- fræði nútímans eiga foreldrar að bjóða börnum sínum góða nótt með kossi á hverju kvöldi. Ef þeir geta þá haldið sér vakandi, þangað til þau koma lieiin! Loksins er hún komin — FABIOLA — drottning þvottavélanna — glæsileg, einföld og endingargóð. Fabi- ola kostar aðeins 1289 franka — með góðum afborgunarskil- málum! Menningin Kennslukona nokkur segir þessa sögu: Ég stóð við skólatöfluna og var að láta nemendum mínum í té fyrstu vitneskjuna um brotabrota- reikKÍng. Ég tók eftir því, að Yvonne, sem annars var alltaf dottandi í tímum hjá mér, fylgdist með af miklum áhuga og eftirtekt. Nú, hugs- aði ég, stúlkan er bara vökn- uð. Ég verð víst að hvetja hana ofurlítið. —- Jæja, Yvonne, þú fylgd- ist vel- með, þegar ég skrifaði á töfluna. Það er dásamlegt að sjá, að þú hefur áhuga á brotabrotareikningi. Er það nokkuð sérstakt, sem þú vilt spyrja um? — Já, fröken, sagði Yvonne. — Þér eruð farin að nota nýtt naglalakk. Hvaða tegund er það? íþróttamyndin Þeir, sem sólgnir eru í pylsur í París hafa stofnað með sér klúbb. Eina mark- mið félagsskaparins er að hnekkja heimsmetinu í pylsu- áti. Núverandi heimsmet á átvagl í Munchen, sem fyrir nokkrum árum síðan snæildi hvorki meira né minna en 25 metra af pylsum á sex tímum, matarhlé meðtalin. Þrælahald Enginn er meiri þræll en sá, sem heldur að hann sé frjáls án þess að vera það. Goethe. Á skrifstofunni Nilsen skrifstofumaður kom of seint til vinnu sinnar í gær. Hann afsakaði sig með því, að þetta væri ekki sér að kenna. Það hefði nefnilega verið að fjölga heima hjá sér í nótt. — Ekki yður að kenna, sagði forstjórinn þrumandi röddu. — Hver á þá sökina, með leyfi? DOIMNI Konan mín fór í hvítlauksmegrunar kúr. Hún losnaði við fjögur kíló — og ég losnaði við sauma- klúbbinn. Að hugsa Að hugsa er erfiðasta vinna, sem til er. Það er sennilega vegna þess, að svo fáir leggja sig £ það. Henry Ford. sá bezti Á farþegaskipi sáust reykmekkir frá eyju í Kyrrahafinu, sem hingað til hafði verið ó- byggð. Maður á bát var sendur til þess að rannsaka málið. Hann fann skipbrotsmann á eynni og hafði sá dvalist þar í rúma 11 mánuði. Farið var með skipbrots- manninn um borð í farþegaskipið og þar tók skipstjórinn á móti honum. Skipbrotsmaður sagði í stuttu máli frá dvöl sinni á eynni. — Þér lítið vel og hraustlega út, sagði skipstjórinn. — Og það gleður mig að sjá, hversu vel þér hafið haldið við föt- um yðar. En hvað í ósköpunum hefur komið fyrir fram- tennurnar í yður. Það er hrœðilegt að sjá yður þegar þér opnið munninn. — Hvernig haldið þér, að þér munduð líta út, svaraði skipbrotsmaðurinn, — ef þér hefðuð hafnað á eyðieyju ásamt 80 kössum af bjór —■ en engum upptakara! VÍSNAKEPPNI FALKANS Enn í dag er það vinsæll leikur manna á meðal að setja saman stökur, og þeir svartsýnismenn, sem álíta að hagmælska sé að verða horfin dyggð, hafa áreiðan- lega ekki með öllu rétt fyrir sér. FÁLKINN hefur ákveðið að efna til ofurlítillar vísnasamkeppni meðal lesenda og heitir bókaverðlaunum fyrir bezta botninn, sem herst við þann fyrripart sem birtur er hverju sinni. Frestur til að skila botnum er þrjár vikur. Fyrsti fyrriparturinn er uin síldina og hljóðar svo: Veiði lýkur, held ég heim, hýran framar vonum. ! n m imini mirmnir n —.... . ^ FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.