Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Síða 6

Fálkinn - 05.09.1962, Síða 6
Ðiéti Diaí MÞiui MMiai œtá dlal • Byrjift dagima með D IAL • Endið daginn með DIAL HeHdsölub. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ REYKJAVÍK R VIÐ PRENTUM EFTIR ÓSKUM HVERS OG EINS ALLAR TEGUNDIR EYÐUBLAÐA FYRIR KAUPMENN, KAUPFÉLÖG OG IÐNREKENDUR. EINNIG UMBUÐIR OG VÖRUMIÐA I EINUM EÐA FLEIRI LITUM. UMSLÖG OG PAPPÍR I URVALI. VISITKORT OG ÞAKKARKORT I PLASTÖSKJUM. TALIÐ VIÐ OKKUR. S í MI 1 9 4 4 5 INGÓLFSSTRÆTI 9 Blaðalygi. Kæri Fálki! — Nýlega las ég í einu vikublaðanna (hvorki þó Fálkanum né Vik- unni) frásögn af fyrsta lands- leiknum milli Færeyja og ís- lands. Frásögnin hafði þau áhrif á mig, að ég varð fjúk- andi reiður, svo reiður, að mig langaði til þess að heimsækja þá menn sem eiga sæti í lands- liðsnefnd, og segja þeim held- ur betur til syndanna (gott ef ég hefði ekki gefið þeim einn „gúmorinn", því að ég er skapríkur með afbrigðum). Það stóð nefnilega í þessari frásögn, að enginn hefði tekið á móti landsliði Færeyja, þeg- ar það steig út úr flugvélinni. En ekki nóg með það: Það stóð líka í þessu „ágæta“ blaði, að engir þjóðsöngvar hafi verið leiknir áður en leikurinn hófst og ennfremur (til þess að kóróna svínaríið) að færeyski fáninn hafi ekki verið dreginn að hún. Mér fannst þetta aldeilis hróplegt ranglæti og náði ekki í nefið á mér fyrir bræði. Þarna er íslendingum lifandi lýst, hugs- aði ég með mér. Þá vantar ekki smjaðrið og undirlægju- háttinn, þegar stórþjóðir eiga í hlut. Þá gera þeir sig að fíflum með flottræfilshætti og merkilegheitum. En þegar frændur vorir og vinir, Færey- ingar, sennilega eina þjóðin, sem ber virðingu fyrir okkur og lítur upp til okkar, er ann- ars vegar — þá spörkum við í lítilmagnann, móðgum hann og svívirðum. — Þannig hugs- aði ég í reiðikastinu og ég er sannfærður um, að fleiri hafa brugðið eins við og ég. Þótt þjóðin sé spillt (og áreiðan- lega mest af blöðunum) þá hljóta að vera til heiðarlegar undantekningar. En Adam var ekki lengi í Paradís! Nokkrum dögum síðar er ég að lesa Moggann og rekst þar á ofturlitla at- hugasemd frá Knattspyrnu- sambandi íslands, að mig minnir (ég er alveg laus við sportidjóti og því ekki vel heima í þeim fræðum). Jú þar er sagt á hógværan og kurteislegan hátt, að frásögn viðkomandi vikublaðs sé al- röng. Það var tekið virðulega á móti Færeyingum, þegar þeir komu, þjóðsöngur þeirra var leikinn og fáni þeirra blakti við hún í golunni. Og ekki nóg með það: Borgar- stjóri hélt þeim veizlu og rík- isstjórnin bauð þeim í ferða- lag að mig minnir, og þeim var sem sagt sýndur hinn mesti og bezti sómi eins og rétt var og sjálfsagt. — Eftir lestur þessarar athugsamdar fylltist ég aftur bræði og var hálfu reiðari en fyrr. — Hvílík hneisa að láta gabba sig svona, ljúga sig fullan og hleypa sér í uppnám! Nú langar mig til að varpa fram nokkrum spurningum: Getur það gengið, að blöð birti svona alrangar frásagnir, hreinræktaða lygi? Halda blöð að þeim verði trúað eftir að lesendur verða varir við svona lagað? Með beztu kveðju, R. B. Svar: ..Alls staðar í lieiminum eru til ó'OþnduÖ blöö, sem blása upp fréttir, sem hafa viö lítil eöa engin rök aö styöjast. DæmiÖ sem R. B. nefnir er raunar me.Ö versta móti og auövitaö getur blaöamennska af þessu tagi alls ekki gengiö. R. B. segir í reiöi- pistli sínum: „Halda blöö, aö þeim veröi trúaö, eftir aö les- endur veröa varir viö svona lagaö?“ Þarna liggur einmitt hundur- inn grafinn. Ef lesendur keyptu ekki blöð, sem leggja stund á óvandaöan fréttaflutning, þá væru þessi sömu blöö þar rneö úr sögunni. En því miöur seljast þessi sorpblöö, og þaö meira aö segja mjög vel, sum aö minnsta kosti. Aumingjaskapur. Kæri Fálki! — Ég var að enda við að lesa Pósthólfið og þar var heljarlangt og mærðarfullt bréf frá „Reyk- ingamanni“. Hann kann svo sem að koma fyrir sig orði, það vantar ekki, en ekki er hetjuskapnum fyrir að fara, það verð ég að segja. Snemma í bréfinu segist hann reykja, eingöngu af því að sér finn- ist það gott! Ég vil taka það fram, að ég reyki ekki, en ég hef bragðað sígarettur og þær eru hræðilega vondar. Fyrst hélt ég, að ég væri eitthvað skrýtin að hafa ekki smekk fyrir „fínheitin“. En ég hef orðið þess vör, að allir sem 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.