Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Page 10

Fálkinn - 05.09.1962, Page 10
í ÞJÓNUSTU ÆÐRI AFLA ara með að greiða þeim veg yfir torfær- urnar, sem trúir á þau. Og mannkynið hefur nú meiri þörf fyrir andlegan styrk og leiðsögn en nokkru sinni fyrr. — Hvað um útskúfunarkenninguna? Ólafur Tryggvason: Hún er bæði ó- sönn og hættuleg. Við eigum að mót- mæla henni með lífi okkar og starfi. Ég er viss um, að áður fyrr hefur kirkj- an unnið mikið ógagn með boðun henn- ar. Ég tel mig trúaðan mann, og sér- staklega trúi ég á guð í hjörtum mann- anna. Ef við ekki finnum hann þar, þá finnum við hann hvergi. í þessum heimi togast á tvö öfl, framvindan og tregð- an, ljósið og myrkrið. Hver fögur hugs- un, hver sönn bæn er innlegg í bar- áttu þess góða. Ég er líka viss um, að þótt Kristur talaði um eilífan eld, hefur hann ekki boðað postulum sínum hel- víti, þar sem allt brennur og frýs í senn. Hætt er við, að ýmislegt hafi skolazt í meðförum og margt vanskilið í þess- um efnum. Guðspjöllin voru, að því að fullyrt er, ekki skrifuð fyrr en löngu eftir jarðvist hans. — Hvað er hið góða og hvað er hið illa? Ólafur Tryggvason: Burtséð frá and- stæðum í fari okkar jarðneskra manna, þá eru hin góðu öfl andar framliðinna manna. Dýpra nær skilgreining okkar ekki, því „uppsprettur ljóss verða ei fundnar né skýrðar“, — sem náð hafa þroska hér og þar og vinna vitandi vits að aleflingu andans, að sigri Ijóssins. — Er trúin aldrei neikvæð? Ólafur Tryggvason: Því ekki það. Já- kvæð trú er bæði dul og spök, fyrst og fremst upplýsandi hljóðlát góðvild til alls, sem var og er. Trúin er einka- mál manna. Ruddalegar aðfinnslur og ofstæki hennar vegna er vanskilningur og fávísi, sem verkar alltaf neikvætt og er óra fjarri boðskap Krists. — Hvernig skilgreinir þú það, sem við í daglegu tali köllum dauðann? Ólafur Tryggvason: Ég vil ekki hugsa um það sem dauða, heldur sem vista- skipti, lífsathöfn. Hver einstaklingur fer yfir landamærin og byrjar tilveru sina í hinu sviðinu nákvæmlega í því hugar- ástandi, sem hann kvaddi hér. Þeir, sem deyja í heift og bræði, eiga því mjög erfitt handan . landamæranna í fyrstu. En við getum hjálpað þeim með því að friðþægja fyrir þá. Kærleiksríkar hugsanir samstilltra manna er máttugur veruleiki, sem upplýst getur rökkrið handan við gröf og dauða og gerir mörg- um ferðamanninum förina bærilegri og auðveldar þeim réttar áttir. Englar og sendiboðar æðri sviða vinna úr þessum fyrirbænum okkar — hagnýta þær þeim til handa, sem þurfa þeirra með. — Hefur fleira borið fyrir ykkur af þessu tagi, en talað er um í bókinni í kaflanum Ungur maður á ferð? Ólafur Baldursson: Já, ýmislegt, sem ekki verður í frásögur fært að sinni. — Eru þeir, sem farnir eru yfir landa- mærin. eins í útliti og hér á jörðunni? Ólafur Baldursson: Já, fólkið er al- veg eins. Það lítur út, talar eins og 10 FÁLKINN sumir leitasta við að viðhalda sömu hátt- um og hér. — Að framliðnir drekki í gegnum aðra, er það rétt? Ólafur Tryggvason: Það er ægileg staðreynd, hve áfengi hefur neikvæð áhrif á andlega heilbrigði manna, þegar þéss er neytt í óhófi til langframa. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég sé fana- tískur, heldur vegna þess að ég þekki það af langri reynslu. Það hefur einnig komið fram, að sumir framliðnir leita eftir samneyti við ofdrykkjumenn hér á meðal okkar. Þessi mál eru vand- meðfarin, en sem betur fer er oft hægt að hjálpa þeim, sem í ógæfu hafa ratað. Ég hef haft mikil kynni af drykkju- skap og veit hvers konar böli hann veldur. Konum drykkjumanna er hægt að skipta í tvo hópa, -— þær, sem trúa og hinar, sem ekki trúa. Þær, sem trúa, láta ekki bugast. Hinar eiga sér ekkert athvarf í mótlætinu. — Hver urðu fyrstu kynni ykkar nafnanna? Ólafur Baldursson: Ungur drengur sá ég margt, sem öðrum virtist hulið. Ég varð þá oft mjög hræddur og skildi ekki hverju það sætti, að fullorðna fólk- a Olafur Baldursson: Ungur drengur sá ég margt, sem öðrum virtist hulið. Ég varð þá oft mjög hrædd- ur . .. Rétt um tólf ára fór ýmislegt að bera fyrir mig á ný. Ég hræddist þetta ekki lengur, en mér leið mjög illa. Þá var það sem Ólafur Tryggvason kom heim til mín .. . * Olafur Tryggvason: Eins og ég sagði áður, stendur barátta um okkur öll og sú harðasta um þá, sem hafa slíka hæfileika sem nafni minn. Þegar ég kom, háðu góðu og illu öflin harða baráttu, og þcss vegna leið honum illa . . . ið skyldi ekki sjá þetta líka. Síðar sá ég ekkert í nokkur ár, en rétt um tólf ára fór ýmislegt að bera fyrir mig á ný. Ég hræddist þetta þá ekki lengur, en mér leið oft mjög illa. Það var þá, sem Ólafur Tryggvason kom heim til mín, að beiðni foreldra minna. — Hvað olli þeirri vanlíðan? Ólafur Tryggvason: Eins og ég sagði áður, stendur barátta um okkur öll og sú harðasta um þá, sem hafa slíka hæfi- leika sem nafni minn. Þegar ég kom, háðu góðu og illu öflin harða baráttu og því leið honum illa. Eftir þetta urð- um við samrýmdir og höfum stutt hvorn annan á ýmsan hátt. Þetta var ári áð- ur en atburðurinn, sem sagt er frá í bókinni og heitir Ungur maður á ferð, gerðist. — Eru hinar huldu verur, sem þjóð- sögur kalla huldufólk, sálir framliðinna? Ólafur Baldursson: Nei, það er öðru- vísi. Ólafur Tryggvason: Það er eitthvað annað. — Hafið þið orðið varir við eða séð fleira en þetta tvennt, sálir framliðinna og hið svokallaða huldufólk? Nafnarnir: Nei. — Er það rétt, að þeir, sem farnir eru yfir landamærin séu hér hjá okkur? Ólafur Baldursson drúpti höfði og mælti eftir nokkra þögn: Það eru hérna hjá þér tveir menn. Þeir eru báðir gaml- ir. Annar heitir Þórarinn. Nú kemur til þín gömul kona. Hún er lágvaxin og grönn, með fléttur. Hún er gráhærð. Nú leggur hún höndina á öxl þér. Hún segir: „Mikið held ég upp á þennan dreng.“ Hún er ánægð yfir því, að þú skulir ætla að skrifa um þessi mál. Nú segir hún: „Þú hefur aldrei brugðizt mér.“ Ólafur Tryggvason sagði: Þessi stund er mjög góð. Ég finn greinilega nálægð þessa fólks,. Það er mjög ánægt yfir því, að þú skulir hugsa alvarlega um þessi mál. Ég fann til mikillar vellíðunar þarna sem ég sat hjá þeim nöfnunum. Ég spurði Ólaf Tryggvason hvað hann meinti með því að stundin væri góð. Hann sagði: Það er stundum eins og loftið í kringum mann hlaðist af dá- samlegri birtu. Frá andlegri sól í fjar- lægð stafa geislar sem verma. Þetta er líf lífsins, sannleikur sannleikans. — Hve langt er síðan þú, Ólafur Tryggvason, hófst að 'hjálpa sjúku fólki? Ólafur Tryggvason: Síðan eru mörg ár. — Hver voru tildrögin? Ólafur Tryggvason: Það er erfitt að gera fulla grein fyrir þeim. Hinn dular- fulli pennadráttur í lífstrú og lífsverki leitandi manns, er að hálfu leyti dreg- inn af ósýnilegri hönd, þar er hinn hreini tónn trúarinnar alinn og dulræn upptök hennar. Þessi leyniþáttur dvel- ur utan við landamæri rökrænna skýr- inga og gerir allar slíkar skilgreining- ar óvirkar. Þó er hann betri helmingur Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.