Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 11
RAUÐAR
Hún er ein skærasta stjarnan í heimi
ballettsins, en að hurðinni á búnings-
klefa hennar stendur aðeins „búnings-
klefi nr. 5“ eða ,,Margot’s“. Á veggjun-
um í búningsklefa hennar í Royal
Opera House í Lundúnum hanga í gull-
römmum myndir af 19. aldar dansmeyj-
unum Taglioni og Carlotta Grisi.. í
miðju loftinu hangir lítil ljósakróna,
en í horninu á herberginu stendur
klæðaskápurinn, sem geymir gljáandi
crépe-de-chine-sloppinn hennar, sem
merktur er með upphafsstöfunum M. F.
A. Stafirnir standa fyrir Margot Fon-
teyn Arias, og jafnframt því að vera
ein skærasta stjarna á ballettsviðinu er
hún einnig eiginkona Dr. Roberto Arias,
Ambassador Panama í Lundúnum.
En hún lætur það ekki koma í veg
fyrir að borða bakaðar baunir og ristað
brauð með öðru starfsfólki í matsal
Konunglegu óperunnar. „Hún er kona,
sem ekki lítur stórt á sig“, segir blaða-
fuiltrúinn, Bill Beresford. Hún kemur
stundum með neðanjarðarlestinni til
vinnu, enda þótt hún eigi tvo bíla, Rolls
Royce og Baby Sedan, sennilega þann
eina í Lundúnum, sem er með einka-
bílstjóra.
Hús þeirra hjóna stendur við blind-
götu hjá Thurle Place í Kensington. Það
er skreytt með evrópskum listaverkum,
Inka-skurðmyndum frá Perú og Astec-
höfðum. í móttökusalnum er málverk af
Lafði Margot málað af Annigoni. Hús-
gögnin eru frönsk, og á gólfum eru
Aubusson-ábreiður. Húsagarðurinn er
stór eftir Lundúnamælikvarða, 18 fet á
breidd, og í miðju hans er gosbrunnur.
í miðdegisverðarboðum hjá Lafði
Margot er oft standandi borð, og um
beina ganga þjónar frá Panama. Borð-
búnaðurinn er einstakur, diskar úr hvítu
postulíni með upphleyptum myndum og
gullskrauti. Réttirnir eru oft eftir er-
lendum uppskriftum, kjúklingar með
ananas, fiskur (koli) með tilheyrandi
sósu og skreyttur með greipaldinum,
ógleymanleg salöt og himneskt sælgæti.
Sjálf er Lafði Margot óþreytandi gest-
gjafi, hefur þá reglu að neyta einskis
sjálf, heldur ganga um á milli gesta
sinna. Þegar gestirnir eru farnir, á hún
það til að kasta sér niður í einhvern
stólinn og senda einn þjóninn eftir —
ekki miðdegisverði — heldur einum
bolla af kjötsoði.
Móðir listakonunnar, frú Hockham, sér
allar þær sýningar hennar í Lundúnum,
sem hún með nokkru móti getur sótt
og borgar alltaf aðgangseyri. Hún vill
nefnilega sitja á einum ákveðnum stað,
í ákveðnu sæti. Og ef þið eigið eftir
að sjá sýningu hjá Dame Margot
Fonteyn, getið þið verið viss um að
Framh. bls. 34.
Lafði Margot með móður sinni, sem sækir allar sýningar hennar.
rÁLKINN 11