Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Side 19

Fálkinn - 05.09.1962, Side 19
ER SKÓLA GANGA ÍS LENZKRA BARNA OF LÖNG? Menntun er nauðsyn í nútíma þjóðfélagi. Þjóðfélagið gerir sífellt meiri kröfur til hins almenna borgara og til þess að lifa góðu lífi verður hann að standast þær. Þar hjálpar menntunin, því að í sjálfu sér er hún ekki aðeins fólgin í því að læra af bók heldur og að vera maður. Hluti menntunar nefnist skólaganga. Sumum finnst hún harð- ur og langur skóli. Á íslandi eru börn skylduð til að ganga 1 skóla frá 7—14 ára aldurs. Læra þau þá sex vetur í barnaskóla og tvo í gagnfræðaskóla. Það er langur tími, en getur orðið enn lengri, ef nemandinn hyggur á hina svokallaða æðri mennt- un. Skólaganga getur því orðið langur kafli í lífssögu eins manns. Hraði er mikill þáttur í daglegu lífi manna nú á dögum. Menn þurfa alltaf að flýta sér og heyja því stöðugt kapp- hlaup við tímann og tapa. Það er því engin furða, að á þessari öld hraða og tímahraks að menn spyrji sjálfa sig ef þeir á annað borð hafa tíma til að hugsa: Er skólaganga íslenzkra harna of löng? Er ekki þörf á að stytta skyldu- námið? Sparar það ekki bæði tíma og fé? En svo er margt sinnið sem skinnið og menn verða varla á eitt sáttir um þetta mál. Öldruðu fólki finnst nóg um allan þennan bókalærdóm, xmgt fólk vill losna sem fyrst úr skólanum, en miðaldra menn rifja upp ljúfsárar endur- minningar úr fyrstu kennslustundmium. í byrjun september hefjast skólarnir og börnin ganga sporlétt fyrstu skrefin í skólann. Foreldrar leitast við að búa börnin sem bezt út. Sum fá gott veganesti og nýja skó. Ekki er Iaust við, að þegar þeir sjá börnin sín fara í fyrsta sinn í skólann, að þeim ói við þessari löngu skóla- göngu. FÁLKINN hefur því leitað eftir áliti nokkurra skóla- manna um eftirfarandi atriði í sambandi við skólagöngu: Er skólaganga íslenzkra barna of löng? Teljið þér að stytta beri skyldunámið? Væri æskilegt, að skólatíminn yrði lengdur á ári hverju? Teljið þér að börnin ættu að læra námsefnið í skólanum og um enga heimavinnu sé að ræða? Hvaða tími er æskilegastur að börnin séu í skólanum? Þeir leystu greiðlega úr spurningunum og kemur margt það til greina, sem til umhugsunar vekur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.