Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Síða 21

Fálkinn - 05.09.1962, Síða 21
hátta. Hæfilegur tími til að byrja er kl. 9. í skammdeginu er slæmt líka að vera of seint að. En ef byrjað er of snemma vantar börnin oft svefn. ★ Langholtsskólinn hristist allur. Þeir voru að vinna þar með loftbor og var varla hægt að heyra mannsins mál fyrir hávaða. Við héldum nú samt á fund Kristjáns J. Gunnarssonar skólastjóra og báðum hann að segja okkur álit sitt á þessum málum. Hann svaraði: — Það er ekki hægt að segja að skólaganga íslenzkra barna sé of löng og ég tel ekki skynsamlegt að stytta hana. í því sambandi má gjarna minnast á það, að áður fyrr var fræðslan að einhverju leyti á heimilunum sjálf- um en nú hafa skólarnir alla fræðslu á hendi. Ég held, að breyttir tímar leiði óhjákvæmilega til þess að skóla- ganga lengist á hverju ári, en í kjölfar þess fylgir aftur á móti það, að við verðum að taka upp aðra námstilhög- un á sumrin. Við sjáum t. d., að ekki komast öll börn í sveit og Vinnuskólinn í Reykjavík hefur verið alveg 3 fullur midanfarin sumur og fyrirsjáanlegt er að hann geti ekki annað eftirspurn á næstu árum. — Viðvíkjandi heimavinnu nemenda, er tvímælalaust heppilegra, að hörnin læri allt, sem þau eiga að nema, í skólanum. Við höfum kennt eins mikið og erlendir skólar, en kennslu- aðferðin því miður verið allt önnur. Kennslan hefur byggzt á heimalærdómi að of miklu leyti, minnisatriðum, sem kennarinn fer síðan yfir í kennslustundum. Afsökun- in er sú, að komast yfir eins mikið námsefni á sem skemmstum tíma. Stefnan er sú, að lengja fremur skyldu- námið en stytta það, en taka upp breyttar kennsluaðferð- ir. — Bezta tímann fyrir börnin til að sækja skólann hygg ég vera frá 9—2. Tvísetning í skólana er neyðarúr- ræði og hér í Reykjavík er stefnt að því að einsett verði í eldri bekki skólanna. KRISTJÁN j. gunnarsson — Ekki skynsamlegt að stytta hana. STEFÁN JÓNSSON — Skólinn hættuminnsti staðurinn. Við brugðum okkur til Stefáns Jónssortar rithöfundar og ltennara. Hann býr í Hamrahlíðinni og kennir við Austurbæjarbarnaskólann í Reykjavík. Tók hann erindi okkar ljúfmannlega og sagði: — Það er dálítið erfitt að svara þessu, en ég veit það óskhyggju margra að hún væri styttri. Hins vegar er ekki að sjá, að fólki þyki skólagangan löng miðað við árafjölda, því að einkaskólar þeir, sem taka yngri börn en skólaskyld, geta ekki annað eftirspurn.. Samt sem áður talar margt fólk um of langa skólagöngu. Hvað hinum atriðunum viðvíkur vildi ég segja fyrir mitt leyti, að börnin læri sem allra minnst heima og ég reyni alltaf að setja þeim eins lítið fyrir og ég get. Mér finnst börnin vera hæfust til að læra á morgnana. Það er mín reynsla, að það dofni talsvert yfir þeim þegar líða tekur á daginn. Persónulega tel ég óæskilega þróun, að skólatíminn lengist á hverju ári. Ber þar margt til. En það hlýtur að reka að því, að hér verði tekið upp sama lag og erlendis. Heppilegast væri, að það væri í annarri mynd, en kennslufyrirkomulag á veturna. Menn hafa áreiðanlega orðið þess varir, að vaxandi fjöldi ungmenna dvelst í borginni á sumrum og staðreyndin er sú, að sveita- heimilum fer síður en svo fjölgandi og með hverju ári komast færri börn í sveit. Þá vaknar spurningin: Hvað á að gera við börnin? Gatan er ekki hollur leikvöllur og ekki fá öll börn vinnu eða annað, sem þau geta bundið hugann við. Er þá ekki skólinn hættuminnsti staðurinn, þrátt fyrir alla þá galla, sem hann kann að hafa? FJÓRIR ÞEKKTIR SKÓLAMENN SVARA SPURNING- UM FÁLKANS um skólagönguna og fræðslu- KERFI OKKAR ALMENNT. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.