Fálkinn - 05.09.1962, Page 22
Það er miðnætti. Turnklukka slær
tólf þung högg. Þungur ómur líður um
þök og turna hins gamla kastala. Hund-
ur gjammar langt í burtu. Svo er allt
hljótt. Tunglið er einhversstaðar á ferð
að baki þykkra skýja. Nóttin er sveip-
uð þoku, jörð hulin úðarekju.
Kastalinn Gundelsberg rís eins og
risahnútur úr steini. Uppi yfir voldugu,
járnslegnu hliði hangir lampi umvafinn
leiftrandi hring af ljósum. Bak við Ijós-
in grillir í þunga steinveggi og djúpa
garða.
Umhverfis kastalann eykst Ijóshafið
og á múrnum þar sem maðurinn var
áður, stendur nú hópur einkennis-
klæddra manna. Þeir hlusta út í
myrkrið.
— Það var einhver þarna útfrá, segir
einn þeirra.
Hinir kinka kolli. í sama bili gellur
við blístur og um leið hringir aðvörun-
arbjallan. Hættuflautan kveður við hæst
uppi í turninum.
Allir vakna í kastalanum. Raddir
kalla. Fótatak heyrist. Dyr eru opnað-
ar og dyrum skellt. Allir gluggar eru
nú uppljómaðir og einhversstaðar er
hrópað hástöfum:
— 327 er horfinn! Klefinn er auður!
Mennirnir uppi á múrnum standa eins
og lamaðir stundarkorn. Því næst hefj-
ast háværar umræður.
— Það er ómögulegt!
— Við verðum að gera boð til þorps-
ins!
— Hundarnir! Við verðum að ná
hundunum út!
Litlu síðar opnast járnhliðið mikla og
5—6 einkennisklæddir menn koma í
Ijós, hálvegis dregnir áfram af óðfúsum
blóðhundum. Mennirnir á múrnum
fylgja þeim með augunum, þar til þeir
hverfa í þokuna.
— Það er vorið, segir einn þeirra. —
Svona er þaá á hverju ári, læknir. Þeir
verða órólegir.
Læknirinn kinkar kolli.
— 327 hefur verið ákaflega órór síð-
ustu dagana. Hve lengi er hann annars
búinn að vera hérna hjá okkur?
— í næsta mánuði verða það tíu ár.
Guði sé lof að hann skuli nærri því
vera kominn til fullrar heilsu.
— Já, ef til vill er hann það, segir
læknirinn hikandi. Kannski. Þó vitum
við það ekki með vissu, fyrr en hann
hittir aftur konu með rauða kóralfesti.
— Með rauða kóralfesti?
Læknirinn kinkaði kolli.
— Þér ættuð einhverntíma að lesa
yfir málsskjöl hans, segir hann. Það
er eitt af þeim einkennilegustu og dular-
fyllstu málum, sem ég hef kynnzt.
Hann snýr sér við og gengur niður
af múrnum. Þokan hefur greiðst nokk-
uð sundur. Smám saman fer að sjást í
trén umhverfis kastalann. Langt úr
fjarska berst hljómur af mannamáli,
geltandi hundum, greinum sem brotna
undan þungum stígvélum. Einhvers-
staðar í myrkrinu gellur við kveinandi
ugluvæl.
Úti í náttmyrkrinu flýr 327 gegnum
skógarþykknið með þrá vorsins í hjarta
sínu.
Skógar og fjöll, skógar og fjöll. Og
inni milli skóganna og fjallanna liggja
þorpin eins og gráhvítir deplar. Marz-
vindurinn hrekur skýflóka um himin-
hvolfið. Sólskinsblettir líða yfir dalina
og glampa á glitrandi lækjasitrum.
Vorið er að nálgast Spessart.
Akurrein með rauðgráum plógförum,
sem opnast fyrir blikandi plógjárni.
Tveir gulbrúnir uxar fyrir plógi og að
baki plógsins vinnuklæddur maður með
sterklega handleggi. Hann er ungur,
ekki nema 25 ára, á þeim aldri þegar
vaxandi vor kennist eins og kvöl í blóð-
inu.
Við enda plógfarsins nemur hann
staðar og þurrkar af sólbrenndu and-
liti sér með rauðum vasaklúti. Hann
Hér hefst ný framhaldssaga eftir Hans Eric
Horster, höfund Gabrielu, vinsælustu fram-
haldssögu, sem Fálkinn hefur birt. Rauða fest-
in er jafnvel enn þá meira spennandi en hún.
Missið ekki af þessari einstæðu sögu!
hefur ýtt gamalli sporthúfu aftur á
hnakka og pírir augum framan í sólina.
Hlustar í þögninni eftir slætti þorps-
klukkunnar. Það hlýtur að vera komið
undir hádegi.
Uppfrá, þar sem akurgatan liggur inní
skógarjaðarinn, kemur hvítur depill í
ljós milli trjánna. Reiðhjólsbjalla
hringir.
— Hææ! kallar ungi maðurinn til
uxanna og hvetur þá á ný niður eftir
akrinum. —■ Hæææ .... þarna kemur
hún Kristín.
Þegar hann stöðvar uxana við hínn
enda akursins, hefur Kristín hallað
reiðhjólinu sínu upp að furutré. — Þá
er það maturinn, Kilían! kallar hún.
Hún horfir yfir akurinn sem hann
hefur verið að plægja.
— Þú ert búinn að gera mikið í
FÁLKINN
22