Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Side 28

Fálkinn - 05.09.1962, Side 28
J * A elleftu stiuid Framhald af bls. 15. og biðu átekta. Sumir vildu fara heim. En Chicot aftraði þeim. — Við verðum að fá okkur ofurlitla hressingu hvort sem er. Við vorum búin að steikja epli. Við verðum að nota þau. Það birti yfir fólkinu. Það fór að skrafa saman í hálfum hljóðum. Bráðum var orðið fjölmennt á hlaðinu. Fólkinu var tilkynnt hvernig á stóð jafnóðum og það kom. Það hvíslaði og pískraði. En allir kættust við tilhugsunina um innbökuðu eplin. Nú fór kvenfólkið inn til að skoða manninn sem ekki var orðinn lík. Þær gerðu krossmark yfir rúminu, muldruðu bæn og fóru út aftur. Karlmennirnir kærðu sig minna um að sjá fauskinn. Þeir létu duga að skotra augunum til gluggans sem stóð opinn. Chicot var að lýsa dauðastríðinu: — Nú hefur hann legið svona í tvo daga. Hvorki meira né minna, Hvorki betur eða verr. Er það ekki alveg eins og dæla sem ekki nær upp meira vatni? Þegar fólkið hafði skoðað manninn í andarslitrunum var sezt að góðgerð- unum. Fólkið var fleira en svo, að það kæmist fyrir í eldhúsinu, svo að borðið var borið út á hlað. Þarna lágu fjórar tylftir af gullnum, girnilegum eplum í tveimur skálum. Allir réttu fram lúk- urnar til þess að ná sér í epli, og voru hræddir um að þau mundu ekki endast handa öllum. En það urðu fjögur eftir. — Sá mundi verða ergilegur, ef hann sæi okkur núna, sagði Chicot með fullan gúlann. — Hann var svo gráðugur í svona meðan hann lifði. — Það er úti fyrir honum með átið núna, sagði feitur grallaralegur bóndi. — Þetta er vegurinn okkar allra. Þessi athugasemd virtist ekki spilla gleðinni, heldur þvert á móti. Nú var það vegurinn þeirra allra að eta inn- bökuð epli. Húsmóðurinni blöskraði allur þessi tilkostnaður, hún var á sífelldu rápi niður í kjallarann til að sækja meira eplavín. Könnurnar tæmdust jafnt og þétt. Nú hló fólkið og fór að gerast hávært. Það fór að ropa eins og eftir góða mál- tíð. Gömul kona hafði setið inni hjá manninum sem var að deyja. Það var kvíðinn við að hún mundi bráðlega fara sömu leiðina, sem knúði hana til þess. Allt í einu kom hún út í gluggann og kallaði hvellum rómi: — Nú er það búið! Hann er liðinn! Allir þögnuðu. Konurnar flýttu sér að standa upp og fara að skoða. Já, nú var hann dauður — alveg steindauður. Hryglan var hætt. Karl- mennirnir litu hver á annan og svo litu þeir niður sneyptir. Þeir höfðu ekki lokið við að tyggja snúðana. Hann hafði valið óhentuga stund, karlsauðurinn. ¥ Chicot og konan hans voru hætt að gráta. Nú var þessu lokið og þeim varð rórra. — Ég vissi það nú alltaf. Hefði hann getað komið sér að þessu í nótt, hefði ekki þurft að verða svona mikið um- stang út af þessu. Nú var því lokið. Það var aðalatriðið. Það var afráðið að jarða hann á mánu- daginn og éta innbökuð epli í annað sinn í tilefni af atburðinum. Gestirnir fóru sína leið og töluðu um þetta. Þeim þótti gaman að hafa tekið þátt í svona erfi og fá aukabita. Þegar þau hjónin voru orðin ein, sagði hún með andlitið afmyndað af sálarkvölum: — Og nú verð ég að baka fjórar tylft- ir af eplum aftur! Ileit nótt Framhald af bls. 13. að búa mig undir þetta í marga mán- uði, og hún veit það! Hann var svo ánægður og sjálfumglaður, að Ben fann til óútskýranlegrar reiði. En eftir einn bjór fundu mennirnir tveir gagnkvæm- an vináttuyl gagntaka sig, og þeir brostu letilega og töluðu um Marjorie Wilson. Tony var manntegund, sem maður vissi með sjálfum sér, að ekkert væri gagn, að, en hann var óvenjulegur í um- gengni, alltaf vingjarnlegur, og þegar andlit hans hrukkaðist allt í gleiðu brosi, var eins og hann væri umburðarlyndið holdi klætt, og allt annað en náunga- kærleikur skipti hann engu. Ben reyndi beinlínis að koma sér í mjúkinn hjá Tony. Hann langaði til að Tony sæi, að hann væri líka maður, sem ekki væri haldinn neinum hleypidómum, maður, sem sætti sig við allt. Auk þess hafði Marjorie Wilson starað á hann með svo forvitnislegu og hálffyrirlitlegu brosi, að honum gramdist, en nú var notalegt að finna, að gremja hans var horfin, og hann naut þess að ylja sér í hlýrri vináttu Tony. — Ég verð víst að ljúka við að pakka niður, sagði Ben um síðir og rétti Tony höndina. — Ég vona, að þér líði vel, ef við skyldum ekki sjást aftur. En þegar hann fór aftur inn í her- bergið sitt, fór hann aftur að velta því fyrir sér, hvað hefði eiginlega verið að ungfrú Wilson. Hvað var henni eigin- lega á höndum? hugsaði hann. Hún hafði flýtt sér út úr íbúðinni hans, eins og hún ætlaði að fara að gráta. Hann nam staðar nálægt dyrunum að her- bergi hennar. Þegar hann stóð fyrir ut- an dyrnar, heyrði hann ekkert. Lá hún kannski uppi í rúmi og grét? Hann var viss um, að hún vissi allt um Tony, allt um líferni hans, og hvað hann vildi henni. Hversvegna var hún að blanda mér í þetta? hugsaði hann gramur. Á meðan hann var að setja ofan í töskurnar inni í herberginu sínu, varð honum ljóst, að hann var sífellt að fýlgj- ast með því, hvort þau væru ekki að fara út, og hann hlustaði og gekk stöku sinnum að glugganum, þar sem hann reyndi að telja sjálfum sér trú um, að hann væri latur, af því að kvöldið væri svo mollulegt. Gatan var heit og hljóð. Lengi hafði ekki bærzt hár á höfði. Enn var ekki aldimmt. Þá sá hann þau koma saman eftir götunni; ungfrú Wilson var með brúna flókahattinn, gekk litlum, stuttum skrefum, horfði beint fram fyrir sig og hélt um handlegg Tony. Hún hallaði sér þétt upp að Tony. Ben fylgdist með þeim og þrýsti andlitinu að gluggarúð- unni, þangað til hann sá ekki lengur til þeirra. Jæjaþá, og hvað með það? Hvað kemur hún mér við? \ En hann gat ekki varizt þess að hugsa um hikandi hreyfingar hennar og þá einkum, hvernig hún hafði teiknað í gólfið með tánni. Hún veit miklu meira um þessa borg en ég. Hvað bjóst hún við að ég myndi gera? hugsaði hann enn. Loks var hann orðinn svo gramur, að hann tók hattinn sinn og gekk að veitingahúsinu á næsta horni. Hann

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.