Fálkinn - 05.09.1962, Qupperneq 34
bæði á sig sem íslendinga enda þótt
þau séu fædd og uppalin í erlendu
landi.
*
Þeir íslendingar sem til Lundúna hafa
komið og sótt heim Karl Strand og
konu hans ljúka allir upp einum munni
urn gestrisni þeirra hjóna og alúð. Enda
var um langt bil að íslendingar í Lon-
don komu saman nálægt heimili Karls
Strand í Kensington einu sinni í viku
og má ætla að þar hafi persónulegir
töfrar læknisins ráðið mestu um, því
ölið er eins um alla Lundúnaborg.
Þau hjónin hafa búið sér skemmtilegt
og vistlegt heimili í einhverju indæl-
asta hverfi borgarinnar. Húsið er orðið
130 ára gamalt og var í fyrndinni eign
brezku krúnunnar, þar voru áður
grænir vellir í kring. Þau hjón hafa oft
hugleitt að flytja, því langt á Karl að
sækja á vinnustað, en aldrei hafa þau
getað fengið það af sér þegar á átti að
herða. Þau fluttu inn í húsið í ársbyrj-
un 1943 og tóku strax ástfóstri við það.
Þar var oft glatt á hjalla er ungt ís-
lenzkt listafólk kom saman og Karl
Strand sjálfur hrókur alls fagnaðar,
skemmtilegur, snjall í viðræðum, víð-
menntaður og listhneigður, fundvís á
launstigu mannlegrar náttúru. Það sýn-
ir bezt bók hans „Hugur einn það
veit“, er kom fyrir tveimur árum út á
íslenzku. Það mun vera eina bók sinn-
ar tegundar á íslenzku og svo ljóslega
skrifuð og skýrlega framsett að leik-
maður getur hæglega fylgzt með. Þar
hefur Karl Strand unnið það þrekvirki
að smíða nýyrði og orðasambönd í
fræðigrein sinni á íslenzku svo haglega
að unun er að mörgum þeirra. Og er
það þó að mestu leyti algert brautryðj-
endastarf, sálkrufning hefur lítið verið
uppi í íslenzkum bókmenntum.
T«»lf rauðar ró§ir
Framhald af bls. 11.
listakonan fær marga blómvendi í lok
sýningarinnar, a. m. k. vönd af 12 rauð-
um rósum. Það er nú ekkert sérstakt,
segið þið kannski, en hvað segið þið,
þegar þið fáið að vita, að þessar 12
rauðu rósir, sem öruggt er að listakon-
an fær, eru frá eiginmanni hennar?
Hann á nefnilega fasta pöntun hjá
blómasölum, hvort sem eiginkona hans
dansar í Lundúnum eða annars staðar
í heiminum!
Og í hvert skipti, sem Margot tekur
við rósavendinum, velur hún einn
blómknapp úr og skenkir mótdansara
sínum. Þegar hún í fyrsta skipti dans-
aði á móti Rússanum Rudalf Nureyev,
varð hann svo hrærður af atviki þessu,
að hann féll á kné og kyssti hönd hennar.
RAUÐA FESTIN
Framh. af bls. 24.
— Marteinn! segir hann. — Ég heiti
Marteinn!
Hann lítur ekki upp. Með stafnum
hefur hann skrifað stórt M í sólþurran
jarðveginn.
Kristín er orðin náföl.
— Marteinn! hvíslar hún. — Mar-
teinn! Unnusti minn hét Marteinn ....
eins og þér!
Milli þeirra verður aftur djúp þögn.
Kristínu furðar á þessu. Það hefur vak-
ið henni óró, sem hún hefur aldrei fund-
ið til fyrr, að hitta þenna framandi
mann. Hvað er það sem bærist innra
með henni? Gleði? Kvíði?
Loks rýfur hún þögnina. — Eins og
ég sagði, megið þér gjarna koma heim
með mér og fá eitthvað að borða.
-—- Nei, segir hann í sama tón og fyrr.
Ég þarf að halda ferð minni áfram.
Hann rís á fætur og býst til ferðar, en
hættir við í miðju kafi. Það er eins og
eitthvert dularfullt afl haldi honum föst-
um. Hann starir sem steini lostinn á
Kristínu, starir á fleygið hálsmálið á
kjólnum hennar, en þar glampar á kór-
alfesti eins og röð af rauðum blóðdrop-
um. Eitt örsnöggt augnablik breytir
andlit hans um svip. Hið þunglydislega
og vonlausa víkur til hliðar. Það er eins
og hann reyni að muna eitthvað, og í
næstu andrá gerist það, að dauft bros
fer að breiðast yfir ásjónu hans.....
En það er ekki mannlegt bros. Það er
nánast dýrsleg gretta. Svo fer andlitið
í samt lag. Það er einkennilega tómt og
fölt, örmagna og þjáð.
Kristín hefur ekki augun af honum.
Hvernig er þessi maður? Hún finnur
ískaldan óhugnað fara um sig, óskiljan-
legan kvíða. Hún flýtir sér og hneppir
kjólnum upp í háls með skjálfandi
fingrum. Ef þessi ókunni maður vildi nú
bara hafa sig af stað, dytti henni ekki
í hug að gera tilraun til að halda aftur
af honum. En hann fer ekki.
— Já, ef ég mætti annars koma heim
með yður, þá þakka ég kærlega fyrir,
segir hann allt í einu.
Hann hefur jafnvel breytt um róm.
Röddin er léttari, en jafnframt er líkt
og hún skjálfi við.
Kristín hikar andartak. — Komið þá!
segir hún svo. Tekur reiðhjól sitt og
leggur af stað heim á leið. Aðkomumað-
ur fylgir henni þegjandi.
Framh.
34 FÁLKINN