Fálkinn - 05.09.1962, Side 35
I
t
GARNTÍZKAN VETURINN 1962
30 LITIR
FLJÓTPRJÓNAÐ
MJÚKT
STERKT
ÁFERÐARFALLEGT
GEFJUN
AKUREYRI
HrútsmerkiS (21. mars—20. apríl).
Mjög áríðandi ok aðkallandi mál, sem þcr hafið
dregið á lanjjinn að undanförnu, krefjast nú skjótrar
úrlausnar. í fjármálunum kemur margt óvænt til
sögunnar og mun valda yður talsverðum áhyggjum.
NautsmerkiS (21. apríl—-21. maí).
I>að er mjög nauðsynlegt fyrir yður að hugsa
skýrt i þessari viku og láta ekki hugaróra og sjálfs-
blekkingar t.rufla yður. Ástamálin verða frekar hag-
stæð og í fjármálunum verðið þér fyrir óvæntu happi.
TvíburamerkiS (22. maí—21. júní).
I þessari viku mun barátta fyrir ákveðnu máli
loksins taka enda og lyktar henni með því, að þér
farið með sigur af hólmi og fáið vilja yðar framgengt.
Þér hafið ástæðu til að gera yður dagamun í tilefni
þess.
Krabbamerkið (22. júní—22.júlí).
Stjörnurnar eru yður mjög hagstæðar í þessari
viku, sérst.aklega þó þeim, sem fæddir eru í júlí. Þér
njótið óvenju mikillar hamingju í einkalífinu og
eigið miklu gengi að fagna á framabrautinni.
Ljónsmerkið (28. júlí—23. ágúst).
Það er talsvert rót á tilfinningalífi yðar um þessar
mundir. Þér skuluð hafa hugfast, að jafnan er erfitt
að uppfylla allar óskir hjartans, án þess að það bitni
á þeim skyldum, sem þér verðið að rækja.
Jómfrúarmerkiö (2i. ágúst—23. september).
Föstudagur og laugardagur verða beztu dagar
þessarar viku. Það fellur í yðar hlut að inna af hendi
verkefni, sem margir vilja spreyta sig á. Þér þurfið að
leggja yður allan fram og nota þetta einstæða tæki-
færi.
0
0
Vogarskálarmerkiö (2U. september—23. október).
Þér verðið mjög heppinn og hamingjusamur í þess-
ari viku. Meðan gleðin stendur sem hæst ættuð þér
að muna eftir manneskju, sem stendur yður nærri og
á um sárt að binda um þessar mundir.
Sporðdrekamerkið (2J+. október—22. nóvember).
Nokkur vandamál, sem hafa hvílt þungt á huga
yðar að undanförnu, munu að öllum líkindum leysast,
enda þótt þér verðið ekki allskostar ánægður með
endalokin. Látið ekki afbrýðisemi eyðileggja ham-
ingju yðar.
Bogamannsmerkið (23. nóvember—21. desember).
Til þess að umgangast. annað fólk árekstralaust
þarf bæði umburðarlyndi og lagni. Hafið hemil á
skapsmunum yðar og gerið ekki alltof miklar kröfur
til annarra. Fimmtudagurinn kemur yður á óvart.
Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar).
Þér mættuð hafa hugfastan málsháttinn ,,Vogun
vinnur, vogun t.apar“. Yður bjóðast tækifæri í þessari
viku, en til þess að þau nýtist þurfið þér að taka
talsverða áhættu. Hikið ekki við að freista gæfunnar.
Vatnsberamerkið (21. janúar—19 febrúar).
Þessi vika verður nokkuð erfið fyrir yður á ýmsum
sviðum. Þó skuluð þér ekki láta aðra líða fyrir það.
Reynið að láta ekki á neinu bera, heldur hugsið
málið í ró og næði og gerið yðar bezta til að leysa
vandann.
Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz).
Ofurlítið ævintýri mun lífga ögn upp á gráan
hversdagsleikann í þessari viku. Hafið ekki þungar
áhyggjur og samvizkubit út af þessu litla ævintýri,
því að það er saklaust og mun ekki draga neinn dilk
á eftir sér.
, . (
rÁLKINN 35