Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Page 25

Fálkinn - 02.03.1964, Page 25
Eftir Svein Sæmundsson langan aðdraganda. Það var t. d. þýzk- ur vísindamaður Paul Nipkow, sem árið 1884 fann upp og fékk einkaleyfi á uppfinndingu, sem um mörg ár frá því var ein af undirstöðum allra til- rauna með sjónvarpssendingar. Þetta var hinn svokallaði „scan-diskur“, skífa sett reglulegum götum sem látin var snúast með miklum hraða og mynda þannig línur í sjónvarpsmyndina. Paul Nipkow lézt í Berlín 1940 þá um áttrætt. Þótt margir og mikilhæfir vísindamenn verðu tíma og fjármunum á tilraunir með sjónvarp eins og Nipkow árin fyrir aldamótin síðustu, þá voru þó aðrar tilraunir sem meiri gaumur var gefinn af öllum almenningi, t.d. síminn, gramo- fónninn og árið 1897 tókst Marconi að senda loftskeyti frá Englandi til eyjar á Ermarsundi, sem var í 5 km. fjarlægð, Marconi hafði árið áður sótt um einka- leyfi á uppfinndingu sinni. Sama i? sendi hann fyrsta loftskeyti milli stips og lands, um 15 km vegalengd, og 1901 tókst Marconi og aðstoðarmönnum hans að senda fyrsta radíómerkið yfir At- lantshaf. Það var hinsvegar danskur maður, Valdemar Poulsen sem tveim árum síðar bjó til sveifluvaka, sem hafði næga tiðni til þess að geta útvarpað söng og mæltu máli. Jafnframt þróaðist sjónvarpið og enn eru það Þjóðverjar sem árið 1906 sjón- varpa myndum 40 kílómetra vegalengd. í heimsstyrjöldinni fyrri 1914—1918 tóku útvarps og loftskeytatæknin miklum framförum, en fáar sögur fara hinsvegar af sjónvarpinu þau árin. Að stríðinu loknu risu útvarpsstöðvar upp með miklum hraða og smíði útvarps- i viðtækja og annarra radíótækja varð að stóriðnaði. Árið 1924 tókst að senda fyrstu myndina með radíótækjum frá New York til London og þaðan aftur r til New York. Þar með hefst merkur þáttur í fréttaþjónustunni. Þjóðverjar, sem fyrir stríð höfðu forystuna í sjón- varpstilraunum drógust aftur úr en Bandaríkjamenn tóku við. Árið 1925 smíðaði Bandaríkjamaðurinn C. P. Framhald á bls. 39. Mynd 1: Frá þessu stjórnborði er út- sendingu sjónvarpsmyndarinnar stjórti- að. Mynd 2: Sá sem stjórnar tónupptök- unni situr við borðið og fylgist með á mælunum sem segja til um tónstyrk- inn hverju sinni. Yfir borðinu er sjón- varpsskermur. Mynd 3: Þessi mynd er tekin í deild- inni þar sem filmurnar eru klipptar, Þarna var einmitt verið að klippa mynd frá íslandi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.