Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 39
var alltaf vön að sitja í og skyndi-
lega saknaði hún Kenneths af
Íieilum huga. Hún sá sjálfa sig
sitja í tðmlegu herberginu og
heyrði Lizzie ganga um uppi á
kvistinum og þá varð húsið
kyrrt — mjög kyrrt og eyðilegt.
Kenneth hafði alltaf lesið fyrir
hana á kvöldin, eða sagt henni
eitthvað skemmtilegt, einhvem
ánægjulegan smáatburð hvers
dags. Nú var það enginn fram-
ar. Og hún gat auðvitað ekki
troðið sér inn í líf barnanna,
íiafði aldrei fellt sig við að
skipta sér af annarra manna
högum.
En það var svo hræðilega
kyrrt í húsinu. Hún hafði enga
íöngun til að lesa, hún var held-
ur ekki syfjuð, aðeins niðurbrot-
in, alveg niðurbrotin. Hún varð
áð finna sér ný áhugamál f líf-
inu. Þegar væri sagt við hana
héðan í frá hversu vel hún bæri
sig átti fólk raunar við: „Kæra
frú Barclay, nú verið þér endi-
iega að finna yður ný áhugamál
1 lífinu".
Þau hafa ef til vill á réttu
að standa, sagði hún hugsi við
sjáifa sig, hvarflaði augum
hjáiparvana um herbergið, vist-
legt í þögninni.
Látið blómin tala
Framhald af bls. 31
í þeirri hægri meðan hann
handfjatlaði blómvendina nær-
færnum höndum kunnáttu-
mannsins. Hann benti af-
greiðslustúlkunni á krýsantem-
urnar og nokkru síðar gekk
hann aftur suður Aðalstræti
með feikna mikinn blómvönd í
fanginu. Nálægt Herkastalan-
um voru tvær litlar telpur,
önnur með ljósa. fléttur og
búin að missa framtönn, að
selja merki dagsins og hann
hafði dálítið fyrir því að koma
blómvendinum fyrir í handar-
krikanum meðan hann fór i
vasa sinn eftir smáseðlum og
keypti tvö merki, sem hann
stakk í vasann. Litlu telpurn-
ar þökkuðu fallega fyrir sig
og hneigðu sig í hnjánum lítil-
lega og hann brosti og hélt
síðan áfram göngu sinni suð-
ur Tjarnargötu, þegar hann
hafði klappað þeim léttilega á
kollinn.
Hann varð að leggja blóm-
vöndinn frá sér meðan hann
dró upp lyklakippuna úr vas-
anum og opnaði útidyrnar og
gekk inn í autt og tómt húsið.
Hann gekk hægum léttum
skrefum inn í suðurstofuna og
opnaði vinskápinn, hellti ögn
af Vat 69 í glas og fyllti það
síðan með sóda og lét það frá
sér á sófaborðið meðan hann
gekk út í horn og setti á radíó-
fóninn kantötu nr. 82 eftir
Sebastian Bach, „Nú hef ég
séð Drottins smurða.“
Hann var setztur í lágan og
mjúkan sófann og hafði sopið
borð á glasinu og upphafstón-
ar kantötunnar fylltu stofuna
og sólskinið flóði innum glugg-
ann, þegar hann stóð upp kvik-
ur í bragði eins og hann hefði
gleymt einhverju og fór fram í
eldhús með blómin.
Hann tók utan af þeim
pappírinn og opnaði kæliskáp-
inn og lét krýsantemurnar of-
an á þriggja mánaða gamalt
líkið af eiginkonu sinni þar
sem það lá kreppt og saman-
hniprað í kæliskápnum.
— Til hamingju með dag-
inn, sagði hann undurlágt og
lokaði skápnum.
Síðan gekk hann á ný inn í
stofuna, lyfti glasinu og brosti
— eins og spörfugl mundi
brosa.
Sjónvarpið
Framhald af bls. 25.
Jenkins sjónvarpstæki sem
þótti mikil framtíð. Þetta tæki
byggðist á „scandiski" Nip-
kows.
En nú er skammt stón-a
högga milli á sviði sjónvarps-
tækninnar. Nýjar aðferðir við
upptöku og sendingar voru á
næsta leyti og 1927 sótti
Farnsworth um fyrsta einka-
leyfi á sjónvarpi sem byggðist
algjörlega á elektroniskum
tækjum. Sama ár er fundin upp
aðferð til þess að senda sjón-
varpsmyndir og tón frá einum
og sama sendi og ári síðar fékk
National BroadcastingCompany
fyrsta leyfi til byggingar sjön-
varpsstöðvar í New York. Um
svipað leyti voru Bandaríkja-
menn einnig farnir að gera til-
raunir með sjónvarp í litum.
Árið 1930 varð að mörgu
leyti merkisár í sögu radíó-
tækninnar. Þá kom t. d. radíó-
bergmáls dýptarmælirinn á
markaðinn og um svipað leyti
gerðu bandarískir vísindamenn,
sem unnu að smíði blindlend-
ingartækja fyrir flugvélar þá
eftír mori Walker
uírna er Jiasst flng-
drakl, aan ég néBl íí,
£g ættl a& taka
oftar til 1 skrif-
bor&lnu mínut sjá
þatta drasl allt..
UBsasí
/irit tri raonimu Liadda, þar sem hún
l’bf&ur ralg um a& paasa drenginn hont
ar vel, listi yflr uppáhalds-
frlstundagananl& hans.
uosðknlr Dadda um aö'
vora fluttur yfir í
sjéhorinn,flughorinn
-landgOngul i&i&, friöar-
sveitirnar,... -■
Ég sr víst orClo
viökvæmt, gamalt
fíflí
6-9
© Bull's
FALK.INN
39