Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 19
ÓHANNES ARASON Mynd 1: Dyrnar á húsi Carlsens — og nafnið. Mynd 2: Jóhannes og hundarnir í vígahug. Hundarnir liafa fengið veður af mink, krafsa og bíta jröðina og gelta og góla en Jó- hannes beitir járnkari- inum. Mynd 3: Prinsessa, — vitur og göfug og á- liugasöm og auk þess ltynsæl með afbrigð- um. Mynd: 4: Carlsen með alvæpni. 4 völdin við sér og bönnuðu frekara minkahald. Minkurinn timgaðist ört og breiddist um land allt eins og logi færi yfir akur og stóðust hvorki fyrir hon- um fjöil né firnindi, eldhraun né djúpir álar. Það verð- ur engum tölum talið hvilíkum usla minkurinn hefur valdið í silungsám og varplöndum landshornanna á milli og fugiavinir og stangaveiðimenn mega ekki til hans ógrátandi hugsa. Hinsvegar hafa það tíðum ver- ið viðbrögð íslendinga að gráta ekki Björn bónda allt of lengi, heldur safna liði og í þessu tilviki er liðs- foringinn Carl Carlsen minkabani, maður iöngu þjóð- kunnur eins og hinn ferfætti og skottprúði óvinur hans. Carlsen stendur ekki einn að vígi því auk þess sem bændur og atvinnuveiðimenn víða um land hafa lagt sitt af mörkum til að útrýma minkinum, eru minka- veiðar vinsælt sport, engu að síður en laxveiði og rjúpnadráp. Okkur datt í hug að rekja slochna eftir emn slík- an sportveiðimann á minkaveiðum og fylgjast með því hvernig Keir.pan bæri sig að: Fórnardýr okkai var Jó- hannes /C’ason útvarpsþulur, landskt.nnur fyrir rödd- ína. Hitt vissu færa að hana er veiðirraður góður og hefu- oft gert hatða hrið að minknum með ágæt- um árangri. Minkunum er eins gott að vera ekki mik- ið á stjái ef þeir heyra einhvern annan en Jóhannes lesa frétirnar í útvarpið. Því þá er eins víst að hann sé á ferli um holt og heiðar með haglabyssu og benzínbrúsa, járnkarl og skóflu og hafi sér til full- tingis snuðrandi minkahunda. „Einhverstaðar“ í Mosfellssveit hefur Carl Carlsen aðsetur sitt þar sem hann býr einn ásamt með 55 hundum. Þangað förum við fyrst í því skyni að fá þjálf- aða velsporrekjandi hunda til að þefa uppi minkinn. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.