Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Side 8

Fálkinn - 02.03.1964, Side 8
Samt vorkenndu allar hinar konurnar henni. Ég var sú eina sem vor- kenndi mér. Ég hugsaði um þetta vanda- mál mitt nótt sem nýtan dag. Það hlaut að fara svo að mér dytti eitthvað í hug. Og ioksins kviknaði á per- unni. Ég vissi, hvað ég átti að gera. Ég mátti svo sem vita það að ég hefði ekki átt að hengja mál- verkin upp. Kvöldið eftir var nefnilega boðað til húsfundar. Það er víst sá fyrsti af mörg- um, þar sem ég hef verið tekin fyrir. Ég má sjálfsagt gleðjast fyrir hönd íbúanna að þeir skuli hafa einhvem til að halda hús- fund út af. En mér hefur aldrei þótt skemmtilegt að drekka kaffi með bláókunnugu fólki. Ég er nú einu sinni svona gerð. En af því að ég var svo ný- flutt í blokkina mína, þá þorði ég ekki að segja nei. Ég laum- aðist bara út frá börnunum og fór niður á næstu hæð. Síðan þetta skeði hef ég verið á mörgum húsfundum og kom- ið í margar íbúðir og ég er orðin vön þessu. En þá var hálfgert nýjabrum á öllu. Ég hafði aldrei búið i blokk fyrr og vissi svo sem ekki neitt um almenna umgengni. Mér hafði aðeins verið kennt að taka tiliit til annarra og ekki skifta mér af því, sem mér kæmi ekki við. Það er langt síðan ég lærði að slíkt er ekki nóg. Þá sjaidan ég reyni að æmta eitthvað og kvarta t.d. undan því að hin bömin í húsinu lékju sér í þurrkherberginu var mér bara gefið illt auga. Ég lærði líka að taka því með þögn og þoiinmæði að hringt var hjá mér f hvert skipti sem öskutunnurennslið 8 FÁLKINN stíflaðist eða stigamir voru <5- hreinir. Ég lærði meira að segja að þegja, þegar mér var sagt að ég lygi því, ef ég leyfði mér að segja eitthvað, sem ég taldi heil- agan sannleika. Enda var það aðeins fyrsta stig. Svo lærði ég að haga mér eins og hinir og brúka kjaft. En við skulum víkja aftur að húsfundinum. Þarna sátu í hnapp nokkrar hræður, sumir vom stuttir, aðr- ir langir, sumir digrir og aðrir mjóir. Ósköp venjulegt og geð- þekkt fólk — að sjá. Fyrst vom allir vandræðalegir og fóm hjá sér. Menn kíktu al- mennt út undan sér, því það er ókurteisi að stara á náungann, en ekkert við þvi að segja, þótt menn virði hann fyrir sér í laumi. Svo voru MÁLIN tekin fyrir. Ég hef aldrei verið á fundum nema húsfundum, svo ég hef ekki hugmynd um hvernig mál- in em tekin fyrir þar. En ég veit þeim mun betur, hvemig slíkt er gert á húsfundum. Fyrst var talað um það hvort ætti að kaupa teppi á stigana eða borga konu kaup fyrir að þvo bá og bóna. „Hvað kostar að kaupa teppi?" spurði ég ósköp lágt og veimil- tftulega. z „Eitt hundrað krónur á mán- uði fyrir hverja fbúð“, var svar- ið. „Hve iengi?" tautaði ég aftur. ,,f þrjú ár.“ „Og hvað kostar ræsting á stiganum?" spurði ég enn. Ég veit að þetta var óttaleg fram- hleypni af mér og mér kom þetta eiginlega ekkert við, en ég hélt að ég væri að sýna áhuga fyrir velferð hússins. Jú, það kostaði líka eitt hundrað krónur á mánuði. „Þá finnst mér að við ættum að kaupa teppi og svo ræsti hver sinn stiga,“ sagði ég og mér fannst þetta svo sjálfsagt að all- ir hlytu að vera á sama máli. En það var ekki svo vel. Eftir þrjú ár einmitt í þann mund, sem lokið yrði við að greiða teppin væm þau vitanlega orð- in ónýt og það þyrfti að henda þeim. ,,Þá kaupum við bara ný,“ sagði ég og viðurkenni að ég sagði það helzt til borginmann- lega. En mér fannst og mér finnst enn, hve vitlaust svo sem það er að það sé eins gott að hafa teppi og henda þeim á þriggja ára fresti eins og að henda pen- ingunum í vinnulaun handa ein- hverri konu. En vitanlega var þetta óhófleg ofrausn og flottræfilsháttur. Tillaga mín var felld með fjórtán atkvæðum gegn einu. Eins og sagði áður var elsku maðurinn minn í Kaupmanna- höfn. Ég er að vonast til þess að hann hefði greitt atkvæði með rnér. Það er náttúrlega ómögu- legt að segja, en það er þó svo- lítil huggun að eiga þá von. Næsta mál á dagskrá fundar- ins annað en kaffidrykkja var friðurinn i húsinu. „Ég legg nú til að bannað verði að hafa gesti eftir klukkan tíu“ sagði myndarlegasti maður- inn og tottaði pfpu sína. Mér krossbrá. „Það finnst mér fulllangt gengið," sagði ég rétt si sona. ,,Ef einhver ætlar að hafa gesti eftir klukkan tíu,“ sagði pípureykingamaðurinn, „getur hann beðið um leyfi“. Ég sá mig i anda ganga milli allra íbúða hússins eitthvert laugardagskvöldið og tauta: „Afsagið en ég hafði hugsað mér að hafa gesti til klukkan ellefu í kvöld. Má ég það?“ Og ég sem á þaulsætna vini! Annar hluti framhaldssögunnar eftir Ingibjörgu Jónsdóttur s,Svo finnst mér allsendis iS- , fært að halda vöku fyrir öllum íbúum hússins með neglingum um nætur,“ sagði pípureykinga- maðurinn og kvað fast að orðinu nætur. Ég skyldi fyrr en skall í tönn- um. En þá var ég ekki enn kúguð og undirokuð og.hélt að ég hefði bein f nefinu, svo ég sagði. „Það gerir nú víst enginn nema einu sinni að flytja i ibúð og varla langar nokkum mann til að hafa alla veggi í naglförum. Ég er búin að hengja upp mínar myndir og geri það ekki aftur að næturþeli." Eftir smástund fór ég. Þegar ég var farin að kynnast fbúðunum, sem hitt fólkið átti skildi ég þetta betur. Það vildi nefnilega' svo ein- kennilega til að enginn átti mál- verk nema ég og þess vegna hafði enginn staðið með hamar og nagla klukkan hálf eitt að nóttu til og hamazt við að negla og hengja upp. Kannski hefði ég heldur átt að geyma málverkin mín í geymsl- unni f kjallaranum. Þetta er mesta fyrirmyndargeymsla al- gjörlega rakalaus og engar rott- ur þar heldur. I fjölbýlishúsi hafa stigamir óendanlega mikla þýðingu. Allir gestir sem f húsið koma dæma íbúðina eftir umgengninni á stig- unum. Þetta fékk ég að heyra þúsund sinnum. Ég get svo sem ekki haldið því fram að þeir Gfsli, Eiríkur og Helgi séu þrifnir og hreinlegir. Þeir em strákar og f þessu orði, strákar felst öll sú lýsing, sem þarf að gefa á þeim að mínu á- liti. Það er ekki mikið við þvf að segja, þegar maður býr f kjall- ara þótt litlir drengir vaði inn f forsofu á óhreinum stígvélum i í Framhald á bl. 23.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.