Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 15
en aðrir reyndu að bægja þeim frá áhrifum, eins lengi og kostur væri. Republik- anar gengu á lagið og buðu Gyðingum og ítalska þjóðarbrotinu samstarf. Sakir óvinsælda utanrikisstefnu Woodrows Wilsons meðal ýmissa þjóðarbrota, tókst Republikönum með þessu móti að ná völdum um skeið úr höndum demókrata. Yfirhöndinni náðu demókratar þó aftur, þegar A1 Smith var í framboði í forseta- kosningunum 1928. Á kreppuárunum var uppgangur demókrata svo mikill, að þeir unnu allflestar kosningar í Massachusetts. Þó tapaði Michael Curley fyrir Henry Cabot Lodge, þá þrjátíu og fjögurra ára gömlum, í kosningum til öldunga- deildarinnar 1936. Demokrataflokkurinn i Massachussets var samt sem áður laus í reipunum. öðrum fremur var flokkurinn samsteypa samtaka þjóðarbrota og einstaklinga. Um þetta leyti voru flestir forystumannanna af írskum ættum. Enginn þeirra bar höfuð og herðar yfir aðra. Eftir einum þeirra hefur verið haft: „Flokkur okkar í Massachusetts er ágætur. Gallinn er bara sá, að við höf- um tíu þúsund foringja." Þegar Jack skráði sig til prófkosninganna, sagðist hann eiga heima hjá afa sínum, John F. Fitzgerald. Þótt hann hefði fiutzt frá Boston með foreldrum sínum drengur að aldri, var hann allvel kunnugur í borginni. Og báðir foreldrar höfðu fæðzt i kjördæminu. Þegar framboðsfrestinum lauk, voru frambjóðendurnir orðnir tíu, en prófkosningamar skyldu fara fram í júní. Jack hóf kosningabaráttuna fyrstur frambjóðendanna. Liðlega ár var liðið, síðan hann hafði farið af sjúkrahúsinu. Hann var enn mjög grannur og fölur. Fyrir áhrif mýraköldunnar og þeirra meðala, sem hann hafði tekið inn, var allt að því gul slikja á hörundi hans. Hann var allsendis óvanur ræðuhöldum. Þá, sem hlýddu á mál hans, mun ekki hafa órað fyrir, að innan sex ára væri hann orðinn áhrifamesti ræðumaður á kosningafundum, sem um gæti í sögu Massa- chusetts. 1 fyrstu var hann tregur til að taka kjósendur tali, því að hann var hlédrægur að eðlisfari. Brátt hafði hann þó unnið bug á þeirri tregðu og gengið jafnvel iengra í þeim efnum en aðrir frambjóðendur. Einn stuðningsmanna hans í kosningabaráttunni hefur sagt svo frá: „Hann fór um hliðargötur og gekk upo stiga fjölbýlis-leiguhúsa, þar sem stjórnmálamenn höfðu ekki áður stigið fæti inn fyrir dyr. Hann áttaði sig ekki á, hve hissa fólkið varð, sem hann barði uppá hjá, og hver áhrif heimsókn hans hafði á það.“ Stjórnmálalegar bollaleggingar létu honum straks vel. Við kjósendur ræddi hann oftast um vandamál kjördæmisins, atvinnumál, húsnæðismái, verðlag og sjúkrahjálp. Að- eins eitt utanríkismál bar á góma, lán Bandaríkjanna til Bretlands. Jack studdi lánveitinguna, en margir frambjóðendanna voru henni andvígir. Vinir Jacks og skólafélagar hópuðust til Boston til að styðja hann í kosninga- baráttunni. Meðal þeirra var Torbert Macdonald, Ted Reardcn og Lemoyne Bill- ings. skólafélagi Jacks i Coate-menntaskólanum, og nokkrir skipsfélaga hana. Stuðningsmenn Jacks og starfsmenn í kosningabaráttunni voru flestir fyrrver- andi hermenn. I New Yorker birtist frásögn um stríðsafrek Jacks, Mannbjörg, eftir hinn víðkunna blaðamann John Hersey. Frásögninni sérprentaðri var dreift um kiördæmið. Fitzgerald og nokkrir vina hans studdu Jack með ráðum og dáð- um. bótt ekki væru þeir allskostar ánægðir með, hvemig á kosningabaráttunni var haldið. Joseph Kennedy mun hafa fylgzt jafnvel enn betur með kosninga- baráttunni en Jack var Ijóst. Þegar á hana leið, réð hann Jack sem kosninga- stióra Frank Morissey. sem verið hafði ritari Maurice Tobey. fyrrum borgar- stjóra Boston og ríkisstjóra í Massachusetts. I lok kosningabaráttunnar höfðu Kennedy-hjónin boð inni fyrir konur á kjörskrá. Til boðsins komu um tvö þús- und konur. A kjörstað fór Jack í fýlgd með afa sínum Fitzgerald og ömmu sinni. Seint á kjördag skrapp hann i kvikmyndahús og sá „A Night in Casa- blanca". Prófkosninguna vann Jack glæsilega. Hann hlaut 22.183 atkvæði, en hinir frambjóðendumir hlutu samtals 32.541 atkvæði. Um kvöldið, sem úrslitin urðu kunn, steig Jack upp á borð í kosningabæki- stöðvum Jacks og söng ,3weed Adelaine". Um það atvik sagði síðar í Time: „Það voru síðustu svipmerki hefðbundinnar írsk-bandarískrar stjómmálabaráttu í stjómmálaferli Jacks Kennedys, hins langsamlegasta sigursælasta allra írskra stjórnmálamanna." Þessi ymmæli munu vart orðum aukin. Straks í þessari fyrstu kosningabaráttu Jacks kom í ljós, að hann réð ráðum sínum einn. Og utan fjöl- skyldu sinnar gerði hann fáa að trúnaðarmönnum sínum. BanSanskur binE'mað- ur hefur sagt um Jack: „Það, sem skilur á milli Kennedys og annarra írskra stjómmálamanna og raunar stjómmála- mar bvar sem er, er það, að honum finnst tiann aldrei vera neinum skuld- bundinn." Með þessum orðum mun vera átt við, að Jack hafi verið tamt að setja stefnumál ofar greiðasemi við vini og stuðningsmenn. I Boston sem víðar var það vani stjómmálamanna að finna skjólstæðingum sínum störf eða bitlinga Það forðaðist Jack hins vegar ávallt eft- ir beztu getu. 1 Boston var lengi haft orð á því, að móðurbróðir hans, Thom- as Fitzgerald, vann sem tollþjónn við Mystic River Bridge. Þegar Jack fór um kjördæmið, kappkostaði hann að koma fram sem látlaus og hæglátur maðvr, eins og honum var eiginlegt. Hann lagði ávallt mikla vinnu í ræður sínar. Hann vitnaði gjaman í sígild rit og sagnfræðj- rit. Á ræðupalli flutti hann mál sitt ró- lega og skýrt. Áheyrendum virtist hann oft fremur vera að halda fyrirlestur en stjómmálaræðu. Þar sem Jack átti ekki yfir höfði sér hörð átök i kosningunum í nóvember, dvaldist hann mestallt sumarið í Hyann- is Port. Republikanar voru að vinna á víðast hvar í Bandaríkiunum undir for- ystu Roberts A. Tafts. Kjörorð þeirra var: ,,Er ekki nóg komið?“ f fyrsta sinn í nær tvo áratugi náðu Republikanar meirihluta i báðum þingdeildum í nóv- ember 1946. Jack fót til Washington í janúar 1947. Hann var þá á þrítugasta ári, en hann sýndist vera enn yngri. Einn fyrsta dag hans í þinghúsinu var hann fyrstur manna i lyftu. Þeir sem á eftir komu, óskuðu eftir að fara á fjórðu hæð. Jack kunni fljótiega vel við sig á þingi. Hann kom sér upp skrifstofu að sið bandarískra þingmanna. Skrifstofu hans veitti forstöðu Ted Reardon. Jack lók á leigu hús í Georgetown. Um það sá roskin kona, sem lengi hafði verið í þjónustu Kennedy-fjölskyldunnar ásamt þjóni hans, Eunice, systir hans, dvaldist þá líka í Washington og var Jack tíður gestur hennar. En fyrstu ár sín á þingi brá hann ekki fyrri lífsvenjum sínum. Hann gekk stundum meira að segja til knattspymuleika. Skömmu eftir að Jack tók sæti á þingi kom fyrir kynlegt atvik, sem ým- ist hefur verið til vitnað Jack til lofs eða lasts. James Curley varð sakfelld- ur fyrir misferli í fjármálum. Og nú sat James Curley, borgarstjóri í Boston, í hegningarhúsi. Heilsa hans var ekki með bezta móti. John McCormac safnaði þá Framhald á bls. 28 FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (02.03.1964)
https://timarit.is/issue/295617

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (02.03.1964)

Aðgerðir: