Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Síða 9

Fálkinn - 27.04.1964, Síða 9
! Hugsið ykkur bara, hve margar eiginkonur hafa glaðst yfir þvi að sjá mennina sína birtast í gættinni klukkutíma fyrr en þeir voru vanir að koma heim um helgar. Eða allar barnapíurnar, sem nú fengu að sofna klukkutím- anum fyrr. Nema þær hafi séð eftir þess- um tuttugu og fimm kalli, sem þær taka á tímann. Alla vega voru börnin hrifin, þegar mömmurnar gengu upp stigana svona snemma. En jafnvel svona mannúðar- verk eru illa séð af vörðum laga og réttar. Þeir eru ekki alltaf jafn fljót- ir að bregða við og þeir voru þegar vinur hennar vinkonu minnar hnuplaði strætisvagn- inum. Ég man alltaf eftir því, þegar maðurinn braust inn til min. Það er víst bezt að ég taki það fram í upphafi þeirrar sögu að þessi maður kom ekki inn um gluggann eins og hinn, sem lögreglan vildi ekki taka. Hann kom inn um dyrnar. Það er nú einu sinni venjan að opna, þegar einhver hringir og það gerði ég líka. Ég veit ekki hvernig á því stóð að ég skyldi nokkurn tíma álpast til að hleypa manninum inn enda gerði ég það eiginlega ekki. Hann bara fór inn. Ég þekkti manninn alls ekki neitt svo ég flýtti mér inn og bað elsku manninn minn um að henda óboðnum gesti út. En elsku maðurinn minn var í baði. Ég hef kannski einhvern tíma látið þess getið að það er árátta á elsku manninum mínum að vera í baði, þegar svo ber und- ir að ég þarf mikið á aðstoð hans að halda. Hann kemur alltaf fram, þegar ég hef leyst vandann. Nú, ég varð að fá einhvern mér til aðstoðar og ég hringdi á lögregluna í Reykjavík. Þeir komu líka og sóttu manninn, þegar þeir höfðu full- vissað sig um að þetta væri enginn mér venslaður og alls ekki neinn góðkunningi minn. Maðurinn lét eins og hann væri heima hjá sér meðan lög- reglan var á leiðinni. Þetta var mesta snyrtimenni. Hann hengdi jakkann sinn á ofninn í ganginum braut bux- urnar snar snyrtilega í brotin og raðaði skónum fallega upp. Mér var sárt um renninginn á ganginum. Þetta var svo til spánnýr renningur og blessað snyrti- mennið hafði vantað almenn þægindi, svo hann rennvætti allan renninginn. Það var lengi góð lykt á ganginum hjá mér. En þetta var nú bara útúr- dúr frá efninu. Þannig var nefnilega mál með vexti að móðir hennar vinkonu minnar setti það fyrir sig að blessaður pilturinn var handtekinn fyrir strætisvagna- stuld. Hún sagði að hann hefði ver- ið tekinn fyrir nauðgun líka. En eftir því, sem stúlkan, vinkona mín sagði mér var það hreinasti uppspuni. Það var einhver uppþornuð piparjunka, sem varð svo svekkt þegar hún var búin að sitja alla hina af sér í strætó og pilturinn hennar vinkonu minnar gerði sig alls ekki lík- legan til að líta við henni, að hún ákvað að hefna sín á hon- um. Hún reif svolítið í fötin sín og klóraði sig hingað og þangað og kærði svo piltinn fyrir að hafa platað sig sársaklausa upp í strætó og reynt að nauðga sér þar. Eftir því sem hún vinkona mín sagði mér gat engan heil- vita mann grunað að nokkur maður vildi gera það fyrir borgun að kyssa blessaða kon- una, hvað þá að leggja sig í þá hættu sem er því samfara að ráðast á hana nauðuga. En mamma hennar var með kerlingunni í saumaklúbb og trúði þessu eins og nýju neti. Hún vildi endilega koma stúlkunni | hjónaband sem fyrst enda hafði hún umsækj- enda um embættið. Það var bróðir piparjúnk- unnar og hann var bráðdugleg- ur maður. Átti bæði íbúð og bíl og fullt af fallegum fötum inni í skáp enda lagði hann dag við nótt og vann eins og þræll. Henni vinkonu minni fannst hann bara ekki vera við sitt hæfi og Ijótur og leiðinlegur. Ég ráðlagði henni að halda fast við piltinn sinn, sem nú hafði látið af öllum strætis- vagnastuldi og stundaði sína vinnu eins og manni sæmdi. Og hún vinkona mín fór að minum ráðum. _ Hún ætlaði að standa með sínum pilti í blíðu og stríðu og reyna að láta þetta fara vel á endanum. Svo var það sunnudags- morgun einn meðan ég lá í ból- inu mínu og svaf vært að sím- inn hringdi. „Ég er ekki heima,“ muldr- aði ég alveg án þess að hug- leiða það nokkuð hverja við- töku það hlyti að margra barna móðir væri ekki heima klukkan hálf átta á sunnudagsmorgni. Synir mínir voru vitanlega vaknaðir og þeir tilkynntu í símann: „Mamma er ekki heima.“ Ég rankaði ögn við mér — þó ekki nóg til að fara í símann. „Nei, hún hefur ekki komið heim í nótt,“ sögðu synirnir Þeim fannst víst bezt að nota tækifærið og ljúga meðan þeir máttu og gera það svo um mun- aði. „Pabbi, nei hann er ekki heldur heima. Hann er að leita að henni mömmu.“ Við þesi orð vaknaði ég alveg og þaut í símann. Því miður kom ég of seint. „Ég heyrði bara orðin: „Vesa- lings börnin,“ og svo var röddin in horfin. Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram að ég vaknaði alveg og eldaði hafragraut og sauð egg eins og venjulega. Elsku maðurinn minn hló bara og fannst þetta voðalega fyndið Hann gat ekki séð neitt alvarlegt við það þó krakkarn- ir héldu því fram að ég hefði ekki komið heim alla nóttina og hann væri að leita að mér út um allan bæ. Ætli það hefði ekki sungið í tálknunum ef ég hefði hagað mér svona? Svo steikti ég kótiletturnar og eldaði búðinginn og súpuna og allir borðuðu með góðri lyst. Lystarleysi hefur aldrei þekkst á mínu heimili. Meðan ég var að þvo upp hringdi síminn aftur. Gísli hljóp. „Nei, hún er ekki komin heim enn þá,“ heyrði ég hann segja. „Gisli,“ veinaði ég og hljóp og greip símatólið. „Halló,“ sagði ég. „Er þetta frúin?“ var spurt. „Já,“ sagði ég. „Mikið var að þér komuð heim til yðar,“ sagði konurödd- in í símann. „Ég var alvarlega farin að hugsa um að hringja í barnaverndarnefnd og kæra yður fyrir að skilja blessuð, saklaus börnin eftir svona ein heima.“ Ég gaut hornauga til bless- aðra sakleysingjanna, sem glenntu sig framan í mig. „Ég hef verið heima í alla nótt,“ sagði ég. „Ég var líka heima í gærkveldi.“ „Huh,“ fussaði konan. „Hald- ið þér að ég trúi ekki börn- unum betur en svona kvendi Framh. á bls. 42. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.